Hvað er þetta VoWiFi?
Vertu alltaf í sambandi
Blússandi samband hvar sem þú ert
Meiri gæði í símtalinu
Brakandi skýrt og gott hljóð í símtalinu.
Hringdu hvar sem er
Hringdu í fólkið þitt hvar og hvenær sem þú vilt
Enginn aukakostnaður
Það kostar ekkert að vera í betra sambandi
Spurt og svarað
Hvernig virkja ég VowiFi?
Opna settings
Velja Mobile Services
Velja Wi-Fi Calling
Breyta Wi-Fi Calling í active (setja á ON)
Þá kemur upp gluggi og þú smellir á "Enable"
Ath. síminn þarf að vera uppfærður í iOS 17.
Hvað kostar að nota VoWiFi?
Engin munur er á kostnaði að nota hefðbundið farsímakerfi eða VoWiFi tæknina, sem er frítt og innifalið í öllum áskriftum. Kostnaður erlendis er eins og þú sért heima á Íslandi.
Er hægt að nota VoWiFi erlendis?
Já það er hægt, ef síminn er tengdur við þráðlaust net erlendis þá virkar VoWiFi.
Er hægt að nota VoWiFi úti á sjó?
Já það er hægt, ef síminn er tengdur við þráðlaust net.
Hvernig net þarf síminn að tengjast við til að nota VoWiFi?
Síminn þarf að vera tengdur á eitthvað WiFi net eins og þú gerir með símann þinn heima hjá þér og í vinnunni. VoWiFi virkar ekki nema þú tengist viðkomandi neti og getur notað það til að fara t.d. á Internetið.
Hvaða þjónustur virka ekki á VoWiFi?
Til að byrja með virkar ekki að hringja í Neyðarlínuna (112) en slíkar hringingar fara yfir á farsímakerfi ef það er farsímasamband í boði. MMS skilaboð virka ekki.
Hvaða þjónustur virka á VoWiFi?
Allar almennar farsímaþjónustur, s.s. að hringja, svara og senda sms. Rafræn skilríki virka og einnig Facetime.
Það er einfalt að koma yfir
Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.
Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528