Innflutningsgjöf

fyrir nýja heimilið

Eru flutningar í gangi og margir boltar á lofti? Ekki hafa áhyggjur, við erum hér til þess að leysa málin með þér. Við viljum einfalda þér lífið og gefa nýja heimilinu þínu sérstaka innflutningsgjöf, ótakmarkað 5G net þér að kostnaðarlausu næstu tvo mánuði og besta við gjöfina, það skiptir engu máli hvar þú ert með netið þitt í dag. Einbeittu þér að flutningunum og við sjáum um að heimilið verði í öruggu netsambandi. Þú getur pantað innflutningsgjöfina hér að neðan, komið við í næstu verslun Vodafone eða einfaldlega heyrt í okkur.

Vodafone 5G S2plus-Vodafone 5G S2plus-img
Vodafone 5G S2plus-Vodafone 5G S2plus-img

Hvað er

innifalið

í gjöfinni?

Í pakkanum er öflugur 5G router sem þarfnast ekki netsnúru. Það eina sem þú þarf að gera er að stinga honum í samband og tengjast, þá er heimilið komið á blússandi 5G net. Þú finnur líka áskrift að Stöð 2+ sem er fullkomið þegar þú vilt hvíla þig frá flutningunum og hverfa í skemmtiheim Stöð 2+. Þar getur þú fundið eitthvað fyrir alla, spennumyndir, gamanþætti og barnaefni fyrir krakkana.

Spurt og svarað

Hvernig virkar þetta?

Ertu að flytja? Við viljum einfalda þér lífið og gefa þér 5G háhraðanet frítt í 2 mánuði í innflutningsgjöf.

LÁNA: Við lánum þér 5G router.

NOTA: Um leið og 5G router er settur í samband, er hægt að tengjast á 5G ofurhraða.

SKILA: Þú skilar router innan 60 daga. Sé honum ekki skilað innan þess tíma, teljum við að 5G routerinn sé kominn með nýtt heimili og reikningar berast skv. verðskrá.

Að auki græjum við flutning á ljósleiðaratengingunni ef þess þarf.

Einfalt og þægilegt í boði fyrir öll sem eru að flytja, óháð núverandi fjarskiptafyrirtæki.

Fyrir hverja er innflutningsgjöfin?

Innflutningsgjöfin er hugsuð fyrir öll þau sem eru að flytja

Vantar þig net á tvo staði í einu?

Ertu að flytja að heiman og átt eftir að græja net á nýja heimilinu?

Ertu búin(n) að flytja en ert enn að bíða eftir að ljósleiðaratengingin verði flutt á nýja staðinn?

Einfalt og þægilegt. Í boði fyrir alla sem eru að flytja.

Hvernig fæ ég innflutningsgjöfina?

Hafðu samband og við græjum þetta saman.

Verslanir: Kíktu í næstu verslun Vodafone og við græjum þetta.

Vodafone.is: Skráðu þig hér. Við hringjum í þig og græjum þetta saman.

Þjónustuver: Hringdu í síma 1414 og við sendum þér 5G router hvert á land sem er.

Ég er komin með 5G routerinn, hvað geri ég næst?

  1. Stingdu 5G routernum í samband.

  2. Blátt sýnir að hann er í góðu 5G sambandi.

  3. WiFi lykilorð er á límmiða undir tækinu.

Hér eru ýtarlegri leiðbeiningar.

Ég bý úti á landi. Er innflutningsgjöfn líka í boði fyrir mig?

Já, ekkert mál.

Skráðu þig hér eða hringdu í þjónustuver Vodafone í síma 1414 og við sendum þér 5G router í pósti samdægurs.

Ég er ekki viðskiptavinur Vodafone. Er innflutningsgjöfin í boði fyrir mig?

Að sjálfsögðu! Við vonum svo sannarlega að þú munir í framtíðinni koma í rauða liðið.

Hvernig skila ég 5G router?

Þegar ekki er lengur þörf fyrir 5G routerinn þá bara kemur þú honum til okkar.

Við sjáum til þess að gera búnaðinn tilbúinn fyrir lán á næsta nýja heimili.

Við mælum með að þú geymir umbúðirnar. Mundu að skila líka snúrunum og umbúðunum.

Skilaðu í næsta póstbox: Þú einfaldlega ferð með 5G routerinn í næsta póstbox póstsins: Ef þú fékkst routerinn sendan í pósti ættir þú að vera með tilbúinn skilamiða sem þú límir á kassann. Vodafone greiðir sendingarkostnað.

Skilaðu í næsta pósthús: Þú getur farið á öll pósthús landsins. Ef þú fékkst routerinn sendan í pósti ættir þú að vera með tilbúinn skilamiða sem þú límir á kassann. Vodafone greiðir sendingarkostnað.

Skilaðu í næstu verslun: Kíktu við í næstu verslun Vodafone.

Sé 5G routernum ekki skilað innan 60 daga, teljum við að það sé komið með nýtt heimili og við reikningar verða sendir samkvæmt verðskrá Vodafone fyrir ótakmarkað 5G net.

Hvað gerist ef ég vil vera með 5G netið áfram?

Vertu Voda velkomin.

Við erum heldur betur sammála þér um að 5G er frábært sem heimilistenging. Þú færð ekki bara ofurhratt net yfir 5G, heldur líka okkar allra bestu kjör. Við heyrum í þér og græjum góðan díl fyrir alla fjarskiptaþjónustu heimilisins.

Það er einfalt að koma yfir

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.

vodafone

Fylgdu okkur

Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528