Fréttir

Vodafone Sport er ný línuleg sjónvarpsrás

Viaplay og Sýn hafa gert með sér tímamóta samstarfssamning eins og fram kom í júlí. Hluti af samningum er ný línuleg sjónvarpsrás og einkaréttur Sýnar til að selja Viaplay vörur í áskriftarpökkum Vodafone og Stöð 2.

9. ágúst 2023

Vodafone Sport er ný línuleg sjónvarpsrás-Vodafone Sport - Viaplay-img

Nýja línulega sjónvarpsrás Sýnar hefur fengið nafnið Vodafone Sport. Rásina má finna á rás 14 á myndlyklum Vodafone. Á rásinni verður besta íþróttaefnið frá Viaplay Sport sýnt hverju sinni í hámarks gæðum. Rásin er aðgengileg viðskiptavinum Vodafone og Stöðvar 2 Sport og verður innifalin í áskriftarpökkum Vodafone og Stöð 2 þar sem að Viaplay Total er innifalið.

Allt í einum pakka

Frá og með deginum í dag verður Viaplay aðgengilegt í gegnum áskriftarpakka Vodafone og Stöð 2. Í áskriftarpökkunum má finna mismunandi samsetningu á fjarskiptum, skemmtun og sporti á betra verði. Viðskiptavinir einfaldlega velja hvaða pakkar henta þeirra þörfum. Með einni og sömu áskriftinni verður nú hægt að horfa á alla Meistaradeildina, Evrópudeildina, Sambandsdeildina, Carabao cup, Formúlu 1, Bestu deildina, Subway deildina, NBA, NFL, NHL og Masters og marga aðra viðburði ásamt Stöð 2 sport. Allt á einum stað.

Núverandi viðskiptavinir Vodafone sem nú þegar eru með áskriftarpakka fá sendar rafrænar leiðbeiningar á næstu dögum um hvaða áskriftarleiðir Viaplay séu innifaldar í þeirra pakka og hvernig þeir virkja áskriftina að Viaplay. Einnig eru skýrar leiðbeiningar til þeirra viðskiptavina sem þegar eru í viðskiptum við Viaplay um hvernig þeir eigi að bera sig að vilji þeir breyta áskriftinni.

„Það er okkur mikið ánægju efni að kynna viðskiptavinum okkar nýja línulega sjónvarpsrás Vodafone Sport þar sem allt það besta frá Viaplay Sport verður sýnt hverju sinni. Við hjá Vodafone leggjum áherslu á að bjóða viðskiptavinum okkar fjölbreytt framboð af innlendri og erlendri afþreyingu og bjóðum nú viðskiptavinum upp enn frekara val í afþreyingu með samstarfinu við Viaplay. Vodafone hefur nýlega kynnt nýja áskriftarpakka þar sem að hægt er að fá hágæða net, farsíma, skemmtun Stöðvar 2, Sport frá Viaplay og Stöð 2 Sport, allt á einum stað í mánaðarlegri áskrift. Þetta gerist ekki einfaldara eða skemmtilegra“ segir Sesselía Birgisdóttir framkvæmdastjóri hjá Vodafone.

Deila

Það er einfalt að koma yfir

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.

vodafone

Fylgdu okkur

Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528