Fréttir

Tölum um netöryggi

Þann 16. nóvember býður Vodafone fyrirtækjum að koma á sérstakan morgunverðarfund um netöryggi á Suðurlandsbraut 8.

9. nóvember 2023

Netöryggi-Netöryggi-img

Þann 16. nóvember býður Vodafone fyrirtækjum að koma á sérstakan morgunverðarfund um netöryggi á Suðurlandsbraut 8.

Sérfræðingar í netöryggismálum frá Huawei, CERT-IS og LEX munu heimsækja okkur og fara yfir þróun netárása, öryggi í aðfangakeðjunni og ábyrgð stjórnenda á netöryggi.

Skráning fór fram úr björtustu vonum og komast því miður færri að en vildu. Vodafone mun þó áfram bjóða upp á fræðslu sem þessa á næstu mánuðum.

Kynnumst fyrirlesurum dagsins

Marja-Marja-img

Marja Dunderfelt, framkvæmdarstjóri netöryggismála hjá Huawei, mun fjallar um öryggi í aðfangakeðjunni og hvernig hægt er að greina og draga úr áhættu sem fylgir því að vinna með utankomandi stofnunum sem hluta af aðfangakeðjunni.

Bjarki Þór-Bjarki Þór-img

Bjarki Þór Sigvarðsson, fagstjóri ástandsvitundar hjá CERT-IS, fjallar þróun netárása og stafrænna innbrota í stofnanir og fyrirtæki undanfarið. Hvaða aðferðum beita árásarhópar og hvað gerist kjölfarið?

Lára-Lára-img

Lára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður og eigandi LEX lögmannsstofu, og aðjúnkt við lagadeild HR mun fjalla um að netárásir eru að verða sérhæfðari og rafrænum ógnum fjölgar. Því er mikilvægt að fyrirtæki séu vel í stakk búin til að takast á við árásir af þessu tagi, og séu með öflugt netöryggi og raunhæfar viðbragðsáætlanir. Störf stjórnenda og viðeigandi ábyrgð þeirra þarf hverju sinni að taka tillit til þess síbreytilega umhverfis sem félög starfa í. Í erindinu verður fjallað um helstu lög og reglur sem hafa ber í huga þegar kemur að upplýsinga- og netöryggi, m.a. í tengslum við persónuvernd, NIS2 regluverkið og reglur er varða ábyrgð stjórnenda.

Deila

Það er einfalt að koma yfir

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.

vodafone

Fylgdu okkur

Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528