Fréttir
Örugg fjarskipti á neyðarstigi
Viðbragðsteymi okkar var í gær virkjað og hefur unnið hörðum höndum með Neyðarlínu, Almannavörnum og öðrum fjarskiptafélögum í að tryggja örugg fjarskipti við Grindavík.
11. nóvember 2023

Viðbragðsteymi okkar var í gær virkjað og hefur unnið hörðum höndum með Neyðarlínu, Almannavörnum og öðrum fjarskiptafélögum í að tryggja örugg fjarskipti við Grindavík. Mikið álag myndast á símkerfi við neyðarstig Almannavarna og með hröðum viðbrögðum hefur samband haldist stöðugt. Það er okkur mikilvægt að tryggja öruggt símasamband fyrir Neyðarlínu, viðbragðsaðila og fólk sem þarf að ná í ástvini sína. Hugur okkar er allur hjá Grindvíkingum og fjölskyldum þeirra. Ásamt því að efla samband hefur starfsfólk okkar farið með spjaldtölvur í hjálparstöðvar í Kórnum til að stytta fólki stundirnar.
Það er einfalt að koma yfir
Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.
Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528