Fréttir

Hlíðarfjall málað rautt

26. mars 2024

Hlíðarfjall1-Hlíðarfjall1-img

Síðasta haust ákváðum við að það væri tími til að gera eitthvað skemmtilegt fyrir norðan og því fannst okkur kjörið að heyra í Hlíðarfjalli. Hófst þá eitt skemmtilegasta samstarf ársins, Vodafone X Hlíðarfjall. Okkur langaði að mála fjallið RAUTT en það var heldur betur gert um helgina.

Hlíðarfjall2-Hlíðarfjall2-img

Fyrsta mál á dagskrá var að koma fyrir tónleikaaðstöðu á fjallinu sjálfu en það gerðum við með hjálp Hlíðarfjalls og snillinganna frá Exton sem ferjuðu meðal annars trommusetti, DJ-búnaði og heilu sviði upp að Strýtuskála, í 500 metra hæð í frosti.

Hlíðarfjall3-Hlíðarfjall3-img

Dagurinn var viðburðaríkur og uppfullur af bæði gleði og hressandi tónum. Dagskráin hófst á rassaþotukeppni við Töfrateppið sem glóði rautt fram að kvöldi.

Hlíðarfjall4-Hlíðarfjall4-img

Tók þá við stórskemmtileg hraðamæling á sérstakri Vodafone háhraðabraut. Gestir voru bæði áhugasamir og fullir keppnisanda en þónokkrir gestir fækkuðu þykkum vetrarflíkum til þess að ná enn meiri háhraða til slá hraðametið á brautinni.

Hlíðarfjall5-Hlíðarfjall5-img

Kvöldið var að sjálfsögðu alls ekki síðra en við ákváðum að opna fyrir Stólinn fyrir alla gesti eftir lokun svo hægt væri að renna sér og njóta langt fram á kvöld. Ofurtöffarinn DJ Lilja Hólm þeytti skífum á meðan gestir komu sér fyrir og gæddu sér á ísköldu Coca-Cola. Við tók síðan ógleymanlegir tónleikar með hljómsveitinni FLOTT og dönsuðu kátir gestir undir þyrlandi snjókornum og tunglsljósi.

Hlíðarfjall6-Hlíðarfjall6-img

Við vonum innilega að fólk fyrir norðan hafi notið sín í botn og viljum við þakka samstarfsaðilum okkar og öllum þeim sem komu að viðburðinum, þá sérstaklega Hlíðarfjalli, Exton, FLOTT og DJ Lilju Hólm sem tryggðu það að allir skemmtu sér. Coca-Cola og Krónan á Akureyri sáu um að allir voru vel nærðir.

Hlíðarfjall7-Hlíðarfjall7-img

Sjáumst aftur á næsta ári!

Deila

Það er einfalt að koma yfir

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.

vodafone

Fylgdu okkur

Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528