Lausnir sem henta öllum stærðum fyrirtækja:

Hjá Vodafone höfum við fastlínulausnir sem henta fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum. Hvort sem þú þarft eina símalínu eða þúsund erum við með réttu lausnina.

Hafðu óhikað samband við okkur til að fá ráðgjöf eða spyrja okkur spurninga.

Nettengingar í hæsta gæðaflokki:

Þú færð 3G net um allt land, ADSL í flestum þéttbýliskjörnum og ljósleiðara í nokkrum bæjarfélögum og á höfuðborgarsvæðinu.

Hafðu óhikað samband við okkur til að fá ráðgjöf eða spyrja okkur spurninga.

Þægilegt yfirlit viðskipta þinna

 

Á Mínum síðum hefur þú milliliðalausan aðgang að allri þjónustu hjá Vodafone og getur lagað hana að þínum þörfum.

Vantar þig aðgang? Hafðu samband við okkur og við björgum þér með aðgang um hæl.

Innskráning

Notandanafn:
Lykilorð:

Kynntu þér möguleikana á Mínum síðum.

Þú finnur rétta farsímann hjá okkur.

 

Í netverslun okkar geturðu á einfaldan hátt leitað eftir tegund, verði eða eiginleikum símtækja og þannig fundið rétta símann sem hentar þér.

Við erum með eitt mesta úrval landsins. Kíktu líka við í verslunum okkar.

Sækja um starf

Vodafone er þjónustufyrirtæki og góð þjónusta eru okkar einkunnarorð. Við höfum sterka þjónustulund og erum ávallt jákvæð, jafnt inn á við sem út á við. Við tökum verkefnin hátíðlega en ekki okkur sjálf.

Sækja um starf-texti

Ef þetta er eitthvað sem höfðar til þín og þú telur þig hafa þá eiginleika, reynslu og/eða menntun sem myndi falla vel að stefnu Vodafone, viljum við endilega fá umsókn frá þér.

Til þess að sækja um starf hjá Vodafone verður þú að fylla út umsóknareyðublað hér á vefnum (sjá laus störf og tengla hér fyrir neðan). Best er að fylla út eins nákvæmlega og þú getur. Við hvetjum áhugasama til að senda jafnframt eigin ferilskrá í viðhengi. Aðeins einstaklingar 20 ára og eldri koma til greina. Sjá hér leiðbeiningar um gerð ferilskrár og nokkur góð ráð fyrir atvinnuviðtalið.

Til að tryggja hlutleysi við ráðningar á nýjum starfsmönnum hjá Vodafone er ekki leyfilegt að ráða til starfa maka, börn eða foreldra starfsmanna. Ekki er leyfilegt að ráða náin skyldmenni stjórnenda. Aðeins einstaklingar 20 ára og eldri koma til greina.

Störf til umsóknar

Söluráðgjafi í söluveri

Við leitum að sölufulltrúum í söluver Vodafone til að selja heildarfjarskiptaþjónustu til heimila. Í boði eru góð laun fyrir duglega einstaklinga sem náð hafa 20 ára aldri.
Um fullt starf er að ræða.
 
Hæfniskröfur:
 - Góð ensku- og tölvukunnátta er nauðsynleg
 - Áhugi á tækni og nýjungum
 - Rík þjónustulund 
 - Metnaður og frumkvæði
 - Stúdentspróf eða sambærileg menntun er æskileg 
 
Nánari upplýsingar veitir Heimir Þór Árnason deildarstjóri söluvers, heimira@vodafone.is.

Þjónustufulltrúi í símaveri

Starfið felst í því að veita upplýsingar og ráðgjöf um reikninga og  farsímaþjónustu Vodafone. Viðkomandi þarf að vera tölulæs og nákvæmur. Unnið er í vaktavinnu.
 
Hæfniskröfur:
- Góð ensku- og tölvukunnátta er nauðsynleg
- Talnalæsi og nákvæmni
- Rík þjónustulund
- Metnaður og frumkvæði 
- Stúdentspróf eða sambærileg menntun er æskileg  
 
Áhugasamir eru beðnir um að smella á starfið og fylla út umsókn.

Almenn umsókn

Ef þú hefur áhuga á starfi sem ekki er auglýst hér fyrir ofan, geturðu lagt inn almenna umsókn.

Nánari upplýsingar veittar í starf@vodafone.is

Mynd

Hjá okkur ríkir sterk liðsheild, við tökumst á við krefjandi verkefni með bros á vör.

Netspjall / Panta símtal / Fyrirspurn