Skilmálar sjónvarpsdreifingar

Áskriftarskilmálar um sjónvarpsdreifingu Vodafone:
  • 1. Eftirfarandi skilmálar gilda fyrir aðgang að sjónvarpsþjónustu Vodafone (Sýn hf.). Sjónvarpsþjónusta Vodafone (Sýn hf.) veitir áskrifanda aðgang að sjónvarpsdreifikerfi sem og aðgang að annarri sjónvarpsþjónustu félagsins, t.d. leiguna og áskriftarstöðvum. Sá sem óskar eftir að gerast áskrifandi að sjónvarpsþjónustu Vodafone (Sýn hf.) skuldbindur sig við undirritun eða staðfestingu samnings með rafrænum hætti til að hlíta skilmálum þessum sem og þeim kjörum sem um þjónustuna gilda. Við undirritun eða staðfestingu samnings er kominn á bindandi samningur milli aðila. Þar sem skilmálum þessum sleppir gilda almennir skilmálar um fjarskiptaþjónustu Vodafone (Sýn hf.). Stangist ákvæði þeirra skilmála og þessara á skulu ákvæði skilmála þessa ganga framar.

  • 2. Skilmálar þessir gilda fyrir alla viðskiptavini Vodafone (Sýn hf.) sem óskað hafa eftir aðgangi að sjónvarpsþjónustu Vodafone (Sýn hf.) (áskrifanda) og Vodafone (Sýn hf.) hefur veitt aðgang að með afhendingu búnaðar, sem og þá sem hana nýta (notanda). Aðgangur að sjónvarpsþjónustu Vodafone (Sýn hf.) gerir viðskiptavini kleift að nálgast sjónvarpsefni sem efnisveitur bjóða. Framboð efnis er háð svæðum og samningi við efnisveitur. Vodafone ber enga ábyrgð á innihaldi þess efnis sem veittur er aðgangur að í sjónvarpsþjónustu Vodafone (Sýn hf.).

  • 3. Þjónustan er reglulega uppfærð og breytt á hverjum tíma þar sem nýju myndefni er reglulega bætt við og annað myndefni tekið úr notkun. Vodafone (Sýn hf.) áskilur sér rétt til þess að breyta því myndefni sem aðgengilegt er hverju sinni án tilkynningar, þ.m.t. bæta við nýju myndefni, fjarlægja myndefni eða breyta viðmóti eftir því sem Vodafone (Sýn hf.) telur rétt á hverjum tíma, sem og vegna samninga við rétthafa.

  • 4. Allur réttur á kvikmyndum, ljósmyndum, grafík og öðru höfundarréttarvörðu efni er keypt undir samningi af Sýn og tilheyrir samstarfsaðilum félagsins, efniseigendunum. Efnið sem viðskiptavinir geta nálgast gegnum sjónvarpsþjónustur Sýnar, þar með talið höfundarréttarvarið efni innan efnisins, er eign efniseiganda og samstarfsaðila þeirra og er varið af höfundarréttarlögum Bandaríkjanna sem og annarra höfundarréttarsamtaka víðs vegar um heim. Sýn, efniseigendur og samstarfsaðilar efniseigenda veita viðskiptavinum Sýnar engin réttindi gagnvart því efni sem þeir kunna að eiga viðskipti með við Sýn.

  • 5. Áskrifandi sem kaupir myndefni í gegnum viðmót sjónvarpsþjónustu Vodafone (Sýn hf.) hefur einvörðungu kost á að niðurhala því efni, sé það mögulegt, á Íslandi.

  • 6. Vodafone (Sýn hf.) býður áskrifanda að leigja búnað (t.d. myndlykil eða aðgangskort (CAM kort) til að nota sjónvarpsþjónustu Vodafone (Sýn hf.) gegn greiðslu samkvæmt gildandi verðskrá Vodafone (Sýn hf.) hverju sinni. Áskrifanda er óheimilt að; gera eða láta gera nokkrar breytingar á búnaðinum (óheimil meðferð myndlykla er refsiverð skv. 28.gr. og 33.gr. útvarpslaga nr. 53/2000), leyfa öðrum að nota búnaðinn með því að selja, leigja, gefa eða láta hann af hendi með öðrum hætti, tengja búnaðinn við sjónvarpstæki utan skráðs notkunarstaðar hans (þó er áskrifanda heimilt að nota búnaðinn á tímabundnum dvalarstað, svo sem í sumarbústað, háð dreifileið) eða taka upp efni úr dagskrá einstakra miðla nema til einkaafnota á skráðum notkunarstað áskriftarbúnaðarins. Áskrifandi getur óskað eftir að fá til notkunar aukamyndlykil á sama stað og sá myndlykill er sem hann hefur fyrir, bundið sömu skilyrðum og koma fram hér á undan. Vodafone (Sýn hf.) ábyrgist ekki að notandi hafi alltaf jafnan aðgang að sjónvarpsþjónustu Vodafone (Sýn hf.).

  • 7. Áskrifandi á kost á að streyma myndefni í gegnum app félagsins eða gegnum vefsjónvarp félagsins. Vodafone (Sýn hf.) ábyrgist ekki útsendinga og móttökuskilyrði appsins eða vefsjónvarps. Vodafone (Sýn hf.) ábyrgist ekki að áskrifandi hafi alltaf jafnan aðgang að sjónvarpsþjónustu appsins. Ófyrirsjáanlegir atburðir geta leitt til þess að notandi missi aðgang að þjónustunni. Vodafone (Sýn hf.) ber ekki ábyrgð á því þótt samband rofni um stund en mun þó leitast við að koma sambandi á að nýju án ástæðulauss dráttar. Vodafone (Sýn hf.) ber ekki ábyrgð á því verði rof á tengingu vegna skemmdarverka eða línurofs á heimili áskrifanda eða hjá þriðja aðila. Hverri áskrift að appi félagsins fylgir einn samtímastraumur en hægt er að setja upp aðgang í fleiri viðtæki sem styðja við appið innan hvers heimilis. Vodafone áskilur sér rétt að takmarka fjölda viðtækja í hverri áskrift. Áskrifandi ábyrgist að öll tækin séu í eigu áskrifanda eða nánustu fjölskyldumeðlima sem búa innan sama heimilis. Vodafone (Sýn hf.) ábyrgist ekki að notandi hafi alltaf jafnan aðgang að sjónvarpsþjónustu Vodafone (Sýn hf.).

  • 8. Vodafone er eigandi búnaðarins og ber áskrifanda að gæta hans og fara vel með hann. Áskrifandi ber ábyrgð á öllu tjóni á þeim búnaði sem Vodafone (Sýn hf.) lætur honum í té. Viðskiptavinur skal greiða allan kostnað vegna viðgerða á búnaði sem stafar af rangri eða slæmri meðferð á honum í samræmi við reikning frá Vodafone (Sýn hf.) þar um. Eyðileggist eða glatist (hvort sem honum er stolið eða hann glatist með öðrum hætti) áskriftarbúnaður í vörslu áskrifanda ber honum að greiða kostnaðarverð nýs búnaðar samkvæmt gildandi verðskrá Vodafone (Sýn hf.). Greiðsla vegna ónýts eða glataðs búnaðar rýrir ekki eignarrétt Vodafone (Sýn hf.) að búnaðinum. Sé búnaðinum stolið ber áskrifanda að tilkynna það tafarlaust til Vodafone (Sýn hf.) og lögreglu.

  • 9. Starfsmenn Vodafone (Sýn hf.) hafa rétt á að fá búnað áskrifanda afhentan til skoðunar og yfirferðar. Vodafone kann að vilja skipta út myndlykli sínum hjá áskrifanda eftir því sem að tækniþróun eða aðrar ástæður gefa tilefni til.

  • 10. Vodafone (Sýn hf.) ber ábyrgð á réttri virkni áskriftarbúnaðar. Áskrifandi skal þó á sinn kostnað koma áskriftarbúnaði sem þarfnast viðgerðar til Vodafone (Sýn hf.). Innanhúslagnir eru á ábyrgð áskrifanda. Vodafone (Sýn hf.) ber einungis ábyrgð á gæði myndmerkis í símainntak áskrifanda. Vodafone (Sýn hf.) ber ekki ábyrgð á því, þótt útsending rofni um stund en mun í slíkum tilvikum ávallt leitast við að koma útsendingu í lag á ný. Vodafone (Sýn hf.) ábyrgist ekki tjón sem rekja má til sambandsleysis, rofs á útsendingu eða annarra truflana sem kunna verða á sjónvarpsdreifingu hvorki að hálfu félagsins né að hálfu þriðja aðila.

  • 11. Leigu búnaðar, áskrift og seðilgjald hvers mánaðar, hvort sem er fyrir myndlykil eða aukamyndlykil, ber áskrifanda að greiða samkvæmt gildandi verðskrá Vodafone (Sýn hf.) hverju sinni. Uppsögn á myndlyklagjaldi, leigu á búnaði, er einungis framkvæmd með skilum á búnaði. Greiðsla á áskriftargjaldi eftir móttöku búnaðar á heimili áskrifanda jafngildir undirskrift áskriftarsamnings. Við gerð nýs áskriftarsamnings fellur úr gildi eldri samningur um sama áskriftarbúnað sé hann til staðar. Vodafone (Sýn hf.) er heimilt að bjóða upp á áskriftarsamninga þar sem áskrifandi skuldbindur sig í umsaminn tíma. Samningurinn er óuppsegjanlegur innan samningstímabilsins. Greidd áskrift er ekki afturkræf. Hætti áskrifandi að greiða áskrift eða leigu á búnaði er Vodafone (Sýn hf.) heimilt að stöðva útsendingar á sjónvarpsþjónustu til áskrifanda. Áskrifandi skal greiða áskriftargjald til Vodafone (Sýn hf.), samkvæmt gildandi verðskrá, auk kostnaðar sem kann að hljótast af innheimtu þess, þar til búnaði hefur verið skilað.

  • 12. Brjóti áskrifandi gegn áskriftarskilmálum þessum er Vodafone (Sýn hf.) heimilt, án fyrirvara, að stöðva útsendingu á sjónvarpsþjónustu til hans og krefjast tafarlausra skila á áskriftarbúnaðinum og greiðslu skaðabóta. Mál út af samningi þessum má reka fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

  • 13. Sjónvarpsþjónusta Vodafone (Sýn hf.) er eingöngu til einkanota en ekki til opinberrar dreifingar. Opinber dreifing telst t.d. til notkunar á hótelum, hárgreiðslustofum, líkamsræktarstöðvum o.s.frv. Gildir ofangreint bæði um leigur á kvikmyndum, kaup á kvikmyndum, sem og dreifingu á innlendum og erlendum stöðvum. Séu skilmálar þessir brotnir áskilur Vodafone (Sýn hf.) sér rétt til að stöðva þjónustuna án frekari viðvarana.

  • 14. Mögulegt er að kaupa viðbótaráskriftir og stakt myndefni ásamt því að leigja stakt myndefni í gegnum viðmót sjónvarpsþjónustu Vodafone (Sýn hf.). Viðskiptavinur ber ábyrgð á því að gera viðeigandi ráðstafanir í viðmóti til þess að tryggja að aðrir notendur þjónustunnar eða óviðkomandi kaupi ekki eða leigi ekki myndefni án heimildar áskrifanda, s.s. með því að setja lykilnúmer (PIN) sem skilyrði fyrir kaupum á áskrift eða leigu myndefnis. Viðskiptavin er skylt að greiða fyrir allar áskriftir eða myndefni sem hafa verið leigðar og/eða keyptar í gegnum viðmót þjónustunnar.

  • 15. Gæði og virkni þjónustunnar getur verið mismunandi eftir því viðtæki sem notandi nýtir til áhorfs, og hafa margir mismunandi þættir áhrif á þjónustuna, s.s. staðsetning, aðgengileg bandvídd og/eða hraði internettengingar sem áskrifandi notar til þess að nálgast þjónustuna. Vodafone (Sýn hf.) leitast við að afhenda þjónustuna í samræmi við gæði tengingar hverju sinni.

Skilmálar þessir gilda frá og með 1. apríl 2022 og þar til nýir taka gildi.

Skilmálar

Það er einfalt að koma yfir

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.

vodafone

Fylgdu okkur

Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528