Hvar býrðu?

Settu upp götuna þína og húsnúmer og við sýnum hverju þú getur tengst.

Áfram

Hefurðu einhverjar spurningar um þjónustu eða vörur Vodafone? Hér finnur þú svörin við flestum þeim algengustu.

Reikningar

Allt sem tengist reikningum: Inniheimtuferli, reikningstímabil, útskriftargjald, greiðslufrestur og fleira.

 

Í netverslun okkar geturðu á einfaldan hátt leitað eftir tegund, verði eða eiginleikum símtækja og þannig fundið rétta símann sem hentar þér.

Við erum með eitt mesta úrval landsins. Kíktu líka við í verslunum okkar.

Skilmálar um fjarskiptaþjónustu Vodafone

I. Almennt

 • Eftirfarandi skilmálar gilda fyrir alla fjarskiptaþjónustu sem Vodafone (Fjarskipti hf.) veitir nema ef sérákvæði í sérstökum skilmálum eða samningum mæli á annan veg. Sá sem óskar eftir fjarskiptaþjónustu Vodafone (áskrifandi) skuldbindur sig við undirritun eða staðfestingu samnings um fjarskiptaþjónustu til að hlíta þeim kjörum og skilmálum sem Vodafone setur um notkun þjónustunnar. Ef Vodafone hefur ekki gert athugasemdir við samninginn innan tveggja vikna frá því að aðgangur að þjónustunni var veittur, er kominn á bindandi þjónustusamningur. Vodafone áskilur sér rétt til að gera breytingar á skilmálum og þjónustum. Breytingar eru kynntar á vefsíðunni vodafone.is með a.m.k. mánaðar fyrirvara áður en þær taka gildi.
 • Símasambandi er venjulega ekki komið á við nokkra húseign, nema húseigandi leyfi endurgjaldslaust að koma fyrir strengjum og öðrum símabúnaði í húsi og á lóð og ber þeim sem óskar eftir þjónustunni, að sjá um að slíkt leyfi húseiganda fáist.
 • Við undirritun samnings um símaþjónustu fær áskrifandi úthlutað símanúmeri nema ef um númeraflutning sé að ræða og þá heldur áskrifandi áður úthlutuðu númeri. Til þess getur komið að Vodafone þurfi nauðsynlega að breyta símanúmeri áskrifanda en mun þá leitast við að sem minnst óþægindi verði vegna þess. Áskrifandi þarf að óska sérstaklega eftir númeraleynd, læsingum og annarri aukaþjónustu sem í boði er.
 • Venjulegur afgreiðslutími á þjónustubeiðnum, þ.m.t. beiðnum um nýjar tengingar við fastlínukerfi, rétthafabreytingar, viðtökur númera og aðra þjónustuþætti, svo sem beiðnum um viðgerðir, er ekki lengri en 14 dagar frá því að beiðni kom fram, nema óviðráðanleg atvik hamli framkvæmd.
 • Ef áskrifandi vill framselja þjónustusamning sinn við Vodafone til þriðja aðila þarf að sækja um það skriflega. Ef ekkert er því til fyrirstöðu mun Vodafone samþykkja framsalið, en áður verður áskrifandi að greiða öll gjöld vegna notkunar á þjónustu til þess dags sem framsalið var samþykkt. Vodafone getur framselt réttindi og skyldur sínar, samkvæmt þjónustusamningi við áskrifanda, til þriðja aðila sem getur veitt sams konar fjarskiptaþjónustu.
 • Vodafone ber ekki ábyrgð á því, þótt fjarskiptasamband rofni um stund. Vodafone mun þó ávallt leitast við að koma á fjarskiptasambandi að nýju og viðhalda gæðum þjónustunnar. Verði verulegur óþarfa dráttur af hálfu Vodafone á viðgerð getur áskrifandi krafist endurgreiðslu á mánaðargjaldi í hlutfalli við þann tíma sem samband er rofið. Vodafone ábyrgist ekki tjón sem rekja má til sambandsleysis, rofs á fjarskiptum eða annarra truflana sem kunna verða á rekstri fjarskiptanetsins, hvort sem slíkt má rekja til línubilana, bilana í stöðvum eða annarra ástæðna.
 • Áskrifendum fjarskiptaþjónustu er skylt að fara vel með allan búnað í eigu Vodafone sem þeir hafa til afnota, og eru þeir bótaskyldir á öllu því, sem aflaga fer og stafar ekki af eðilegu sliti, svo og öllu því, er glatast úr þeirra vörslu í þessum efnum.
 • Ef í ljós kemur að notkun áskrifanda hefur verulega slæm áhrif á afgreiðslu fjarskiptaneta eða felur í sér misnotkun á búnaði og/eða þjónustu Vodafone getur félagið neyðst til að synja áskrifanda um fjarskiptaþjónustu um stundarsakir eða til frambúðar. Hið sama á við ef áskrifandi veldur, af ásettu ráði eða með vítaverðu gáleysi, skemmdum á fjarskiptaneti og/eða búnaði Vodafone. Hið sama á ennfremur við ef veittar eru rangar upplýsingar sem eru til þess fallnar að hafa áhrif á gerð og gildi þjónustusamnings milli áskrifanda og Vodafone. Ef áskrifandi á sök á synjun á fjarskiptaþjónustu um stundarsakir verður hann að greiða áfram mánaðargjald til Vodafone. Skylda þessi fellur niður ef annar hvor aðili segir þjónustusamningum upp.
 • Vodafone áskilur sér rétt til að vinna úr gögnum um fjarskiptanotkun áskrifanda í því skyni að bjóða honum nýjar áskriftarleiðir, þjónustu eða önnur tilboð til hagsbóta fyrir hann.
 • Vodafone áskilur sér rétt til þess að hafa samband við viðskiptavini sína í viðskiptalegum tilgangi, óháð skráningu þeirra í símaskrá. Viðskiptavinum er ávallt heimilt að afþakka slík samskipti af hálfu Vodafone.

 

II. Greiðsluskilmálar

 • Gjald fyrir fjarskiptaþjónustu er skv. gjaldskrám sem Vodafone gefur út á hverjum tíma og eru aðgengilegar á öllum sölustöðum Vodafone og á vefsíðunni vodafone.is. Allar breytingar á gjaldskrám sem fela í sér umtalsverðar hækkanir umfram verðlagsþróun mun Vodafone tilkynna áskrifendum með minnst eins mánaðar fyrirvara og getur áskrifandi þá sagt þjónustusamningnum upp með 30 daga fyrirvara.
 • Áskrifandi skal greiða fyrir útskrift greiðsluseðla, svokallað seðilgjald, skv. gjaldskrám Vodafone nema hann óski þess að reikningur sé skuldfærður beint á greiðslukort og þá er enginn greiðsluseðill gefinn út.
 • Áskrifandi ber fulla ábyrgð á greiðslum til Vodafone vegna notkunar sem á sér stað á þjónustu eða búnaði, óháð því hvort áskrifandi hafi heimilað notkunina eða ekki. Ef áskrifandi glatar fjarskiptabúnaði ber honum að tilkynna Vodafone um það tafarlaust. Áskrifandi er ábyrgur fyrir allri notkun búnaðarins og þjónustu honum tengdum, þar til slík tilkynning hefur borist Vodafone.
 • Reikningstímabil fyrir notkun er frá fyrsta til síðasta dags hvers mánaðar. Reikningar eru sendir út með hæfilegum fyrirvara fyrir lok hvers mánaðar og eindagi þeirra er annar dagur næsta mánaðar. Gjalddagi reikninga er 7 dögum fyrir eindaga. Sé reikningur greiddur eftir eindaga greiðir áskrifandi dráttarvexti frá gjalddaga til greiðsludags skv. III. kafla laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Vodafone er heimilt að synja áskrifanda um þjónustu þegar liðnir eru 30 dagar frá gjalddaga skuldar án þess að hún hafi verið greidd nema ef um er ræða talsímaþjónustu. Um gjald fyrir útskrift reikninga vísast til gjaldskrár Vodafone.
 • Heimilt er að loka fyrir talsímaþjónustu áskrifanda þegar liðnir eru 30 dagar frá gjalddaga skuldar án þess að hún hafi verið greidd, þó að undangenginni skriflegri aðvörun a.m.k. mánuði fyrir lokun. Fyrsta mánuð eftir lokun talsímaþjónustu skal vera opið fyrir innhringingu í áskrifanda. Jafnframt skal áskrifandi geta hringt í neyðarnúmerið 112.
 • Ef greiðsla fyrir fjarskiptaþjónustu hefur ekki borist innan sex mánaða frá gjalddaga áskilur Vodafone sér rétt til þess að eyða gögnum viðskiptavina. Vodafone áskilur sér einnig rétt til að eyða gögnum, t.a.m. aukanetföngum, vegna þjónustu sem ekki er reikningsfært fyrir ef þjónustan hefur ekki verið notuð í 6 mánuði samfleytt.
 • Ef áskrifandi hefur athugasemdir við reikninga verður hann að láta vita um þær án tafar og eigi síðar en á eindaga. Að öðrum kosti telst reikningurinn samþykktur.

 

III. Uppsögn

 • Báðir aðilar geta sagt upp þjónustusamningi með minnst eins mánaðar fyrirvara, nema þar sem sérákvæði gilda, og skal uppsögnin vera skrifleg og á þar til gerðu formi sem hægt að fá hjá Vodafone. Uppsögn miðast við upphaf nýs reikningstímabils, þann 1. hvers mánaðar.
 • Áskrifendur á einstaklingsmarkaði eiga rétt á því að segja þjónustusamningi fyrirvaralaust upp án greiðslu skaðabóta þegar þeir fá tilkynningu um fyrirhugaða breytingu á skilmálum.
 • Við uppsögn á samningi ber áskrifanda að skila án tafar búnaði í eigu Vodafone. Vodafone getur þó heimilað áskrifanda að halda búnaði í ákveðin tíma gegn því að áskrifandi haldi áfram að borga leigu á búnaði. Ef áskrifandi getur ekki af einhverjum orsökum skilað búnaði er Vodafone heimilt að gjaldfæra áskrifanda um upphæð sem nemur verðmæti búnaðarins á þeim tíma sem hann var afhentur áskrifanda.
 • Vodafone er heimilt bjóða upp á samninga þar sem áskrifandi skuldbindur sig í allt að sex mánuði. Ef áskrifandi segir upp slíkum samningi á samningstíma áskilur Vodafone sér rétt til að krefja áskrifanda um þau mánaðargjöld sem ógreidd eru af samningstímanum auk riftunargjalds.

IV. Önnur ákvæði

 • Rísi upp ágreiningur um túlkun og skýringu á skilmálum þessum getur áskrifandi sent Vodafone kvörtun og eftir atvikum leitað til Póst og fjarskiptastofnunar.
 • Áskrifandi er ábyrgur fyrir því að skilmálum þessum og lögum almennt sé fylgt. Um fjarskiptaþjónustu gilda lög um fjarskipti nr. 81/2003 ásamt síðari breytingum. Brot á skilmálum og reglum getur valdið tafarlausri lokun á þjónustu.
 • Áskrifandi veitir Vodafone með undirskrift eða staðfestingu á samningi um fjarskiptaþjónustu umboð til að segja upp fjarskiptaþjónustu hjá öðrum þjónustuveitum.
Netspjall / Panta símtal / Fyrirspurn