Lausnir sem henta öllum stærðum fyrirtækja:

Hjá Vodafone höfum við fastlínulausnir sem henta fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum. Hvort sem þú þarft eina símalínu eða þúsund erum við með réttu lausnina.

Hafðu óhikað samband við okkur til að fá ráðgjöf eða spyrja okkur spurninga.

Nettengingar í hæsta gæðaflokki:

Þú færð 3G net um allt land, ADSL í flestum þéttbýliskjörnum og ljósleiðara í nokkrum bæjarfélögum og á höfuðborgarsvæðinu.

Hafðu óhikað samband við okkur til að fá ráðgjöf eða spyrja okkur spurninga.

Þægilegt yfirlit viðskipta þinna

 

Á Mínum síðum hefur þú milliliðalausan aðgang að allri þjónustu hjá Vodafone og getur lagað hana að þínum þörfum.

Vantar þig aðgang? Hafðu samband við okkur og við björgum þér með aðgang um hæl.

Innskráning

Notandanafn:
Lykilorð:

Kynntu þér möguleikana á Mínum síðum.

Þú finnur rétta farsímann hjá okkur.

 

Í netverslun okkar geturðu á einfaldan hátt leitað eftir tegund, verði eða eiginleikum símtækja og þannig fundið rétta símann sem hentar þér.

Við erum með eitt mesta úrval landsins. Kíktu líka við í verslunum okkar.

Góð samskipti bæta lífið

Góð samskipti

Tölum saman
um samskipti á netinu

Við kennum börnum á lífið. Við kennum þeim að hjóla með hjálm og á göngustígum. Þau læra að sýna aðgát í samskiptum við ókunnuga. Tennur eru burstaðar á hverjum degi svo það verði að ævilöngum vana. Með bílstólum, gönguljósum og gúmmíhellum höfum við aðlagað heiminn að öryggi barna.

Stærsta verkefni okkar tíma er hins vegar í stafræna heiminum. Að láta sig öryggi barna á netinu varða á að vera jafn sjálfsagður hlutur og umferðarreglurnar. Við sættum okkur ekki við annað.

Á netinu eru skuggalegir staðir og leiðin þangað er óhugnanlega stutt. Í höndum unglinga geta skemmtilegir snjallsímar snúist upp í andhverfu sína. Við höfum það í hendi okkar að lágmarka hættuna á því.

Þegar við setjumst niður með börnunum og tölum um þennan stóra og spennandi stafræna heim sem er fyrir löngu orðinn stór hluti af lífi okkar allra tökum við stærsta skrefið í þá átt.

Ber það sem eftir er

Við minnum sérstaklega á verkefnið „Ber það sem eftir er: Um sexting, hefndarklám og netið“, sem er fyrirlestraröð fyrir foreldra. Fyrirlestrarnir verða haldnir í grunnskólum frá janúar 2015 og fram á vor. Tímasetningar fyrirlestranna má finna á Vodafone blogginu.

Hvað meinum við?

Tímarit Vodafone Kíktu á tímaritið okkar frá mars 2014, þar eru gagnlegar og fróðlegar greinar um örugg samskipti.
Í tímaritinu eru hagnýt ráð fyrir foreldra og leiðbeiningar um hvernig þú getur aukið öryggi barnsins með Vodafone Guardian appinu.
Opna tímarit í nýjum glugga.
Hvað segja sérfræðingarnir? Kíktu á greinar frá sérfræðingum um rafrænt einelti, tölvunotkun barna, varhugaverða þróun í sjálfsmyndum barna og fleira fróðlegt.
Hvað meinum við með góðum samskiptum? Samskiptayfirlýsing okkar endurspeglar viðhorf okkar til góðra samskipta og hvernig við getum stuðlað að þeim í öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur.
Netspjall / Panta símtal / Fyrirspurn