Hvar býrðu?

Settu upp götuna þína og húsnúmer og við sýnum hverju þú getur tengst.

Áfram

Hefurðu einhverjar spurningar um þjónustu eða vörur Vodafone? Hér finnur þú svörin við flestum þeim algengustu.

Reikningar

Allt sem tengist reikningum: Inniheimtuferli, reikningstímabil, útskriftargjald, greiðslufrestur og fleira.

 

Í netverslun okkar geturðu á einfaldan hátt leitað eftir tegund, verði eða eiginleikum símtækja og þannig fundið rétta símann sem hentar þér.

Við erum með eitt mesta úrval landsins. Kíktu líka við í verslunum okkar.

FAQ

Algengar spurningar

 • Get ég fylgst með gagnamagni farnetsbúnaðar (4G og 3G)?

  Já, á Mínum síðum getur þú fylgst með stöðunni á farnetsáskrift og netfrelsi.

  Ef þú ert að tengjast með tölvunni í gegnum farnetið þá geturðu opnað þessa síðu til að skoða gagnamagnsupplýsingar.

  Til að sjá nettengilinn þinn á Mínum síðum þarft þú að fara í gegnum fulla auðkenningu, en þá er rafrænt skjal sent í heimabankann þinn. Þetta er gert til að tryggja að óviðkomandi aðili komist ekki í upplýsingar um notkun þína. Á fullauðkenndum aðgangi hefur þú aðgang að allri þjónustu sem þú ert notandi að og/eða greiðandi fyrir.

 • Hver er munurinn á 4G og 3G?

  Munurinn liggur í internetþjónustunni og gagnamagnshraðanum sem er mun meiri í 4G en í 3G.
  4G sendar Vodafone bjóða upp á allt að 50mbps en 3G um 8.4mbps í niðurhal

  Til að byrja með er 4G eingöngu í boði sem internetþjónusta en ekki sem farsímaþjónusta líkt og 3G. Því er eingöngu hægt að nota 4G til að koma á netsambandi með aðstoð 4G búnaðar.

   
 • Hvar er þjónustusvæði farnets hjá Vodafone?

  Hér má sjá nákvæmt kort yfir þjónustusvæði 4G, 3G og GSM kerfis Vodafone.

  Þar sem einungis GSM-samband er (ekki 4G eða 3G) er tengst gegnum EDGE / GPRS sem er talsvert hægara en hinir möguleikarnir en virka engu að síður vel fyrir mobile síður.

   

 • Getur 4G búnaður tengst á 3G?

  Já. Búnaðurinn sem Vodafone er með í sölu sem 4G búnaður býður upp á að nýta bæði kerfin og tengjast 3G ef 4G samband er lélegt eða ekki fyrir hendi. Ef 4G er ekki í boði þar sem þú ert tengist búnaðurinn internetinu sjálfkrafa í gegnum 3G senda Vodafone.

  Í sumum tilvikum á jaðarsvæðum 4G-þjónustusvæðisins getur þó verið betra að festa 4G búnaðinn á 4G. Það er vegna þess að oft er hægt að ná meiri hraða á slökum 4G sendistyrk á heldur en góðum 3G sendistyrk.

   
 • Hversu mikinn hraða fæ ég á farnetinu?

  Með 4G er hægt að ná allt að 50 Mb/s

  Með 3G er hægt að ná allt að 8.4 Mb/s

  Með EDGE er hægt að ná allt að 230 kb/s

  Með GPRS er hægt að ná allt að 43 kb/s

  Hægt er að sjá útbreiðslu farnetsins hér.

 • Hvað er farnetsáskrift?

  Farnet í áskrift gerir þér kleift að komast í þráðlaust netsamband með netbúnaði fyrir tölvur þar sem 4G, 3G eða GPRS er að finna.

  Með farnet í áskrift getur þú valið um 1 GB, 5 GB, 15 GB eða 30 GB á mánuði. 4G farnet er eingöngu í boði með 15 og 30 GB pökkum.

  Þegar farið er til útlanda er einungis hægt að nota 3G netbúnað. Þá má velja um að greiða daggjald (50 MB innifalin hvern dag).

  Einnig er hægt að fá gagnamagn með frelsi.

  Nánari upplýsingar um farnetsáskrift og frelsi

 • Hvað er 3G netfrelsi?

  3G netfrelsi gerir þér kleift að komast í þráðlaust netsamband með netbúnaði þar sem 3G eða GPRS er að finna.

  3G netfrelsi virkar þannig að þú kaupir þér 5 eða 15 GB gagnamagnspakka og þegar allt gagnamagnið hefur verið nýtt þá lokast fyrir niðurhalið og því myndast engir bakreikningar.

  Gagnamagnið gildir í 30 daga og hægt er að kaupa það á Mínum síðum, á öruggum vef Vodafone, í verslunum og símleiðis í 1414.

  Einnig er hægt að kaupa gagnamagn í áskrift. Nánari upplýsingar um áskrift og frelsi hér.

  Fyrst um sinn verður 4G ekki í boði í frelsi.

   

   

   

 • Ég á 3G búnað, þarf ég nýjan búnað til að komast á 4G?

  Já. Búnaður sem hefur verið í boði og seldur með 3G styður ekki 4G. Hins vegar er hægt að vera með 4G búnað og nota hann á 3G.

   
 • Hvað kostar að nota farnetsbúnað í útlöndum?

  Hægt er að sjá verðskrána með því að smella hér.

   

 • Ég var að fá farnetsbúnað í áskrift hjá ykkur. Fæ ég fullt gagnamagn fyrir fyrsta mánuðinn?

  Þegar viðskiptavinir fá nýjan farnetsbúnað og áskrift að gagnamagni fæst EKKI fullt gagnamagn fyrir fyrsta mánuðinn, nema búnaðurinn sé keyptur 1. dag mánaðarins. Gagnamagnið fyrir fyrsta mánuðinn er í hlutfalli við það hversu mikið er eftir af mánuðinum þegar áskriftin hefst.

  T.d. ef áskrift hefst 20. dag 30 daga mánaðar færð þú 1/3 gagnamagnsins (af því að 1/3 er eftir af mánuðinum) af þinni áskrift fyrir þann mánuð. Að sjálfsögðu er upphæð fyrsta reiknings áskriftarinnar einnig í hlutfalli við það hversu mikið var eftir af mánuðinum þegar áskrift hófst. Í þessu dæmi myndi fyrsti reikningurinn vera 1/3 af hefðbundinni mánaðaráskrift.

  Við hvetjum viðskiptavini til að hafa þetta í huga við upphaf áskriftar - sérstaklega ef áskrift hefst seint í mánuðinum.

 • Hvað á ég gera ef ég er með 3G Netáskrift en vil vera með 4G Netáskrift?

  Fyrst um sinn þarf að koma í verslun Vodafone, stofna 4G Netáskrift og fá með því nýtt SIM kort. Kaupa þarf 4G endabúnað (netlykil, ferðanetbeini eða netbeini) til að tengjast 4G sé slíkur búnaður ekki til staðar. Í framhaldi er 3G Netáskriftinni sagt upp.

   
 • Er öll gagnanotkun talin þegar mælt er gagnamagn á farneti?

  Já, öll notkun er mæld. Gagnamagnsnotkun á farneti (4G, 3G og GSM) telst vera bæði upp- og niðurhal og jafnframt er talin bæði innlend og erlend gagnaumferð.

 • Get ég tengst með 4G spjaldtölvunni minni?

  Í sumum tilvikum geta 4G spjaldtölvur tengst beint við kerfið. Vodafone sendir til að byrja með út á 800 mhz tíðni á 4G sendum á Suður- og Vesturlandi. Þessi tíðni er langdræg og því er 4G kerfið mjög víðfeðmt. Þetta hefur þó í för með sér að ekki getur allur búnaður tengst, þótt hann sé gefinn út fyrir að styðja 4G.

  Sem dæmi er ekki hægt að tengjast 4G með iPad eða iPhone vegna þess að þessi tæki geta ekki notað 800 mhz á meðan t.d. Samsung Galaxy Note 8 spjaldtölva getur það.

  Vodafone mun hins vegar þegar fram líða stundir bæta við sendum á 1800mhz tíðni, sem iPad-spjaldtölvur styðja.

  Það er hins vegar einfalt að nettengja allar spjaldtölvur - þar á meðal iPad - í gegnum 4G ferðanetbeini eða 4G netbeini. Kynntu þér 4G búnað Vodafone.

 • Get ég notað einn nettengil fyrir margar tölvur?

  Já,

  Vodafone Box (VOX) beinirinn er með rauf fyrir 3G nettengil, þannig er hægt að láta beininn deila netsambandinu yfir á nokkrar vélar. Þessir nettenglar virka með VOX beininum: Huawei: E220, E270, E272, E172, K3715, K3760, K352. ZTE: K3765.

  Einnig er hægt að fá Vodafone MiFi búnað og Vodafone netbeini til að tengja saman allt að fimm tölvur með einum 3G netbúnaði. Tölvurnar tengjast græjunni með þráðlausu neti og er með rafhlöðu fyrir þá sem eru á ferðinni. Meira um MiFi og netbeininn hér.

 • Get ég notað nettengilinn í fleiri en einni tölvu?

  Já. En ef þú notar nettengilinn þinn í tveimur eða fleiri tölvum og vilt fylgjast með niðurhali þarftu að leggja saman gagnamagnið sem hugbúnaður í hvorri tölvu segir til um að þú hafir notað til að glöggva þig á heildarnotkuninni á hverju tímabili.

  Dæmi: Ef þú hleður niður 2 GB í annarri tölvunni og 1 GB í hinni (alls 3 GB), þá áttu 2 GB eftir af 5 GB inniföldu gagnamagni. Þú getur líka fylgst með gagnanotkun þinni á mínum síðum.

 • Hvað er 3G Nettengill?

  Nettengill gerir þér kleift að vera í þráðlausu netsambandi með fartölvunni þinni alls staðar þar sem 3G og EDGE nýtur við, jafnt innanlands sem utan.

  Þú getur skoðað og sent tölvupóst, SMS, vafrað á internetinu og tengst vinnumhverfi þínu (VPN).

  Nettengillinn styður jafnt HSDPA, UMTS, EDGE og GPRS. Hraðinn sem þú nærð fer eftir því í hvers konar sambandi þú ert og hversu gott sambandið er hverju sinni. Nánari upplýsingar má finna hér.

 • Hverrar tegundar er USB Nettengillinn?

  USB nettengillinn er framleiddur af HUAWEI fyrir Vodafone og hefur númerið K3806

 • Uppsetning og notkun 3G nettengils

  Uppsetningarferlið byrjar sjálfkrafa eftir að þú hefur stungið nettenglinum í samband við tölvuna. Þú kemst fyrirvaralaust í samband við farnet Vodafone víðs vegar um landið. Hér má líka finna leiðbeiningarbækling á ensku.

 • Hvernig er uppsetningarferlið?

  Þegar þú stingur USB nettenglinum í samband við tölvuna þína ætti uppsetningarferlið að hefjast sjálfkrafa.

  Sæktu þér Quick start guide (bækling) til að fræðast nánar um uppsetningu og virkni nettengilsins.

  Sækja þarf hugbúnaðinn sérstaklega fyrir Mac OSX og Linux

  Í sumum tilvikum þarf að ná í hugbúnað fyrir Windows 7 áður en nettengill er settur upp. Hægt er að nálgast hann hér.

 • Get ég fylgst með notkuninni í tölvunni minni?

  Í forritinu sem fylgir með nettenglinum og notað er til þess að tengjast netinu má fylgjast með notkuninni og einnig má stilla ákveðið hámark, t.d. í takt við hversu stóran gagnamagnspakka þú ert með. Það er gert með því að fara í Vodafone Mobile Broadband forritið og smella á Advanced. 

  Svo er eftirfarandi skrefum fylgt:

   

  1. Smelltu á Usage flipann.

  2. Smelltu á Previous Usage: Mobile reitinn þannig að hann verði grár.

  3. Breyttu í það gagnamagn sem þú vilt hafa sem hámark (Limit).

  4. Hér geturðu valið MB eða GB.

  Undir Warnings er hægt að velja hvenær forritið lætur vita þegar gagnamagnið (sem var valið í þrepi 2) er búið.

   

 • Hvaða vélbúnaðarkröfur eru gerðar?

  Til að geta notað USB Nettengilinn þarft þú að vera með að minnsta kosti Windows XP, Windows Vista eða Mac OS X 10.3.9.

  Einnig þarf að vera a.m.k. 50 MB laust diskpláss og 256 MB í vinnsluminni. Tölvan þarf svo auðvitað að vera með USB 2.0 innstungu.
 • Ef uppsetning á Vodafone forritinu virkar ekki (VMCLite)

  1. Endurræstu tölvu
  2. Hægrismelltu á My Computer og smelltu á Properties, veldu því næst Hardware og opnaðu Device Manager.
  3. Stækkaðu „Universal Serial Bus Controllers“
  4. Hægrismelltu á „USB Mass Storage Device“ og veldu Uninstall.
  5. Smelltu á „Action“ og „Scan for Hardware changes“
  6. Endurræstu tölvu

 • Ef þú nærð ekki að tengjast

  1. Bíddu í nokkrar mínútur og reyndu að tengjast aftur, þetta er mjög oft tímabundið vandamál, sérstaklega ef þú ert að fá „Error 631“ eða „Error 619“.
  2. Farðu í File og Exit, ræstu svo forritið og reyndu aftur.
  3. Endurræstu tölvuna
  4. (Windows) Smelltu á „Manage Devices“ veldu búnaðinn og smelltu á edit og prufaðu að velja annað en „3G Only“ t.d GPRS/EDGE Preferred.
  4b.(Mac) Í aðalglugganum prufaðu að velja annað en „3G Only“ t.d GPRS/EDGE Preferred.

 • Ef þú nærð ekki að VPN-tengjast með Vodafone K3806 nettengli á Windows 7 64-bit

  Það er þekkt vandamál með að ná VPN-sambandi á Vodafone K3806 nettenglinum á Windows 7 stýrikerfinu í 64 bita útgáfu. Það lýsir sér þannig að engin netumferð getur átt sér stað eftir að VPN samband er komið á. Til er einföld leið til að laga það.

  Hér má finna leiðbeiningar á PDF

 • Ef þú sérð ekki USB nettengilinn undir Devices

  1. Fjarlægðu USB nettengilinn úr tölvunni
  2. Endurræstu vélina
  3. Tengdu USB nettengilinn aftur

 • Hvað geri ég ef engin net finnast?

  1. Breyttu um staðsetningu innanhúss, farðu nær glugga, farðu hærra upp eða farðu út. Einnig er alltaf gott að prófa að endurræsa allan búnað.

  Til að leita að þráðlausum netum:


  2. Veldu View og View Available Mobile Connections og athugaðu hvort að þú náir að tengjast handvirkt
  2b. Veldu Tools og Select Network.
  2c. (Macintosh) Connections, smella á plúsinn og Select Networks

 • Hvernig leita ég að netum og tengist handvirkt?

  Hægt er að sjá leiðbeiningar með því að smella hér

 • Stækka notkunartakmörk i samræmi við þjónustuleið

  Ef þú ert með 15GB þjónustuleið þá geturðu látið forritið vara þig við þegar þú nálgast þá takmörkun. Einnig er mögulegt að forritið sé stillt á 5GB þótt þú sért með stærri þjónustuleið og forritið hindri þig þannig í að nýta alla inneignina.

  Smelltu hér til að fá leiðbeiningar til að breyta þessu.

 • Hvað þýða ljósin á nettenglinum?

  Blikkandi grænt ljós = Lykillinn er að keyra sig inn / Lykillinn er að reyna að tengjast á 2G.

  Blikkandi blátt ljós = Lykillinn að reyna að tengjast.

  Stöðugt blátt ljós = Lykillinn er tengdur á 3G.

  Stöðugt grænt ljós = Lykillinn er tengdur á 2G.

  Ekkert ljós = Lykillinn er ekki í sambandi eða ekki að reyna að tengjast.
 • Hvernig fylli ég á frelsið?

  Netfrelsi getur þú keypt í næstu Vodafone verslun eða með einu símtali í 1414.

  Einnig eru nokkrar leiðir til að gera það sjálf/ur.

  Þú getur fyllt á með kreditkorti hér. Þú getur einnig skráð þig inn á Mínar síður og fyllt á af kreditkorti eða virkjað sjálfvirka áfyllingu af debet- eða kreditkorti.

  Til að kaupa gegnum sjálfvirka áfyllingu er eftirfarandi gert:

  *126*1990*PIN*Númer netfrelsis# Hringja - Þetta eru 5GB.
  *126*3990*PIN*Númer netfrelsis# Hringja - Þetta eru 15GB.

Youtube

Gagnleg myndbönd (5)

 • youtube thumnail

  ADSL - router tengdur

 • youtube thumnail

  Ljósleiðari - router tengdur

 • youtube thumnail

  Amino 110 - Myndlykill

 • youtube thumnail

  Amino 140 - Myndlykill

Fara á YouTube rás Vodafone

Netspjall / Panta símtal / Fyrirspurn