Hvar býrðu?

Settu upp götuna þína og húsnúmer og við sýnum hverju þú getur tengst.

Áfram

Hefurðu einhverjar spurningar um þjónustu eða vörur Vodafone? Hér finnur þú svörin við flestum þeim algengustu.

Reikningar

Allt sem tengist reikningum: Inniheimtuferli, reikningstímabil, útskriftargjald, greiðslufrestur og fleira.

 

Í netverslun okkar geturðu á einfaldan hátt leitað eftir tegund, verði eða eiginleikum símtækja og þannig fundið rétta símann sem hentar þér.

Við erum með eitt mesta úrval landsins. Kíktu líka við í verslunum okkar.

Hjálp - Internet - Ljósleiðari

YouTube

Gagnleg myndbönd (5)

 • youtube thumnail

  ADSL - router tengdur

 • youtube thumnail

  Ljósleiðari - router tengdur

 • youtube thumnail

  Amino 110 - Myndlykill

 • youtube thumnail

  Amino 140 - Myndlykill

Fara á YouTube rás Vodafone

FAQ

Algengar spurningar

 • Get ég tengst ljósleiðara?

  Gagnaveita Reykjavíkur sér um að ljósleiðaravæða heimili á höfuðborgarsvæðinu. 

  Á Akureyri sér Tengir um uppsetningu á netaðgangi og öðrum búnaði.

  Í Skagafirði sér Tengill um uppsetningu á netaðgangi en Rafsjá er umboðsmaður Vodafone og sér um annan búnað.

  Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sér sveitarfélagið um uppsetningu á ljósbreytu en Árvirkinn er umboðsmaður Vodafone og sér um annan búnað.

  Til þess að sjá hvort heimili þitt geti tengst ljósleiðara geturðu flett því upp hér.

   

 • Er stofnkostnaður á ljósleiðara?

  Gagnaveitan setur upp ljósleiðaraboxið og er enginn stofnkostnaður við það. Hins vegar þarf að gera 6 mánaða samning við Gagnaveituna til að hægt sé að fá þjónustu um ljósleiðara. Enginn stofnkostnaður er við ljósleiðara af hálfu Vodafone.

  Innifalið í nýrri ljósleiðaratenginu hjá Vodafone eru 30 mínútur með tæknimanni. Tæknimaður tengir internet, heimasíma og myndlykil. Allar lagnir eru lagðar stystu leið meðfram veggjum. Ef lagnavinna tekur lengri tíma en 30 mínútur kosta hverjar hafnar 30 mínútur 4.500 kr.

   

   

 • Fæ ég reikning frá Gagnaveitunni?

  Já þú færð sér reikning frá Gagnaveitunni

  Til að fá þjónustu um ljósleiðara þarf að greiða gagnaveitu mánaðarlegt aðgangsgjald. Á höfuðborgarsvæðinu er þetta gjald greitt til Gagnaveitunnar. Nánari upplýsingar um verð má finna á verðskrá ljósleiðarans.

  Hafa ber í huga við verðsamanburð að ljósleiðaratengingar eru ódýrari en hefðbundnar ADSL tengingar til að koma til móts við aðgangsgjaldið.

 • Hvaða þjónustu er hægt að fá um ljósleiðara?

  Vodafone býður nettengingu, síma- og sjónvarpsþjónustu um ljósleiðara.

  Ljósleiðaratenging er hraðvirkasta og öruggasta tengingin sem völ er á og öll framangreind þjónusta er veitt yfir eina og sömu ljósleiðaratenginguna. Yfir ljósleiðara má fá háskerpu-sjónvarpsútsendingu og hægt er að hafa allt að þrjá myndlykla tengda gegnum ljósleiðara á hverju heimili.

  Nánari upplýsingar um ljósleiðaraþjónustur má finna hér. 

 • Hvernig mæli ég hraða á tengingunni minni?

  Vodafone býður upp á tvö hraðapróf, annað er ætlað ADSL tengingum en hitt er fyrir ljósleiðaratengingar hjá Gagnaveitu Reykjavíkur.

  Prófin virka eins. Hraðinn er mældur með því að taka tímann á því hversu lengi tölvan er að sækja/senda ákveðið magn af gögnum og út frá því er upp- og niðurhalshraði ákvarðaður. 

  Hlekkir:
  Speed.c.is Hraðapróf Vodafone, aðeins fyrir ADSL tengingar Vodafone
  Speedtest.gagnaveita.is Hraðapróf fyrir ljósleiðaratengingar hjá Gagnaveitu Reykjavíkur

  Til fróðleiks um Hraðamælingar
  Við notum Kb fyrir kilobit, KB fyrir kilobyte, Mb fyrir megabit og MB í megabyte í hraðaprófunum.

  Þegar þú sérð B ritað með hástaf, þá þýðir það byte en með lágstaf þýðir það bit.
  M (mega eða milljón) er einfaldlega 1000 sinnum stærra en K (kilo eða þúsundir) og 8b (bits) eru 1B (byte).

  Hefð hefur skapast fyrir því að nota bits (lítið b) í hraðaupplýsingum en byte (stórt B) í skráarstærðum. Þessar tvær ritunaraðferðir þýða að samanburður er flóknari en hann þyrfti ella að vera.

  Mæling uppá 8,40 Mb/s (með litlu b-i) er það sama og 1,05 MB/s (með stóru B-i) sem aftur er það sama og um 1050 KB/s eða 8400 Kb/s. Þetta þýðir að það þarf rúmlega 8 Mb/s hraða til að hala 1 MB skrá á einni sekúndu.

  Til gamans þá er niðurhalshraði hjá flest öllum internetþjónustuaðilum auglýstur í Mb/s. Þegar verið er að hala niður efni á tölvum, þá sýna tölvurnar oftast hraðann í MB/s (eða KB/s) og veldur þessi munur stundum ruglingi hjá notendum.

  Algengur hraði á ADSL tengingum er 10-11Mb/s (4-6Mb/s ef notandi er með ADSL sjónvarp). Á ljósleiðaratengingum er algengur hraði 40-45Mb/s óháð sjónvarpsþjónustu.

 • Get ég notað minn eigin beini?

  Þú hefur val þar á milli, en Vodafone er með beini til leigu með sinni þjónustu. Ef þú notar þinn eigin beini er ekki hægt að veita þér þjónustu við hann í gegnum síma þjónustuvers. Hægt er að finna leiðbeiningar um uppsetningu nokkurra beina hér hægra megin á þessari síðu.

  Ef þú vilt nota þinn eigin þarf að passa upp á það að hann sé með WAN Uplink svo að hann geti verið notaður fyrir ljósleiðarann. Hægt er að lesa um uppsetningu Vodafone-beinis fyrir ljósleiðara hægra megin á aðstoðarsíðu ljósleiðara.

  Vodafone býður upp á tvær mismunandi útgáfur beina til leigu fyrir ljósleiðara. 

   

 • Hvernig búnað þarf fyrir ljósleiðaraþjónustu?

  Fyrir nettengingu er í boði þráðlaus beinir til leigu.

  Fyrir sjónvarpsþjónustu þarf myndlykil sem er tengdur með netsnúru við aðgangspunkt heimilisins. Hægt er að fá allt upp í sjö ljósleiðaramyndlykla og er hægt að horfa á allar opnar stöðvar á sama tíma á öllum lyklum. Áskrifendum að sjónvarpsþjónustu um ljósleiðara býðst að fá einn Digital Ísland myndlykil fyrir sjónvarp um loftnet sér að kostnaðarlausu.

  Hægt er að nálgast allan búnað í verslunum okkar, Skútuvogi 2, Kringlunni og Smáralind. Auk þess er hægt að bóka heimsókn frá vettvangsþjónustu um leið og þjónustan er pöntuð, en þá heimsækir tæknimaður viðskiptavin, tengir og setur upp búnaðinn.

 • Hvað er Netvörn Vodafone?

  Með Netvörn Vodafone getur þú stjórnað því hvernig hægt er að nota nettenginguna á heimilinu. Í boði eru nokkrir læsingarflokkar, þú einfaldlega velur það sem þú telur henta þér og tekur þannig stjórnina.

  Nánari upplýsingar fyrir netvörnina má sjá HÉR.

 • Hvernig tengist allur búnaður?

  Beinirinn er tengdur beint í ljósleiðaraboxið og hægt er að tengjast beininum gegnum þráðlaust net eða með kapli.

  Myndlykill tengist einnig beint í ljósleiðaraboxið eða gegnum powerline búnað sem leiðir merkið gegnum rafmagn. Ef þú ert með þrjá myndlykla þarf netskipti til að dreifa merkinu frá ljósleiðaraboxinu.

  Sjá dæmi á mynd.

   

  Nánari leiðbeiningar má sjá hér

 • Er hægt að setja ljósleiðaratenginguna upp sjálfur?

  Ef ljósleiðarabox er til staðar í húsnæði þá er það hægt. Ef ekki er búið að setja upp ljósleiðarabox þá kemur tæknimaður frá Gagnaveitu Reykjavíkur og setur það upp, sú þjónusta kostar ekki neitt gegn 6 mánaða bindisamningi við Gagnaveituna.

  Að því loknu getur þú sótt þann búnað sem þarf frá Vodafone eða fengið tæknimann frá Vodafone heim. Hægt er að lesa um uppsetningu beina frá Vodafone fyrir ljósleiðara hægra megin á aðstoðarsíðu ljósleiðara.

 • Er hægt að vera með fasta IP tölu á ljósleiðaratengingu?

  Nei, það er ekki í boði að vera með fasta IP tölu gegnum kerfi Gagnaveitunnar. 

 • Ég er að flytja, hvernig á ég að tilkynna það?

  Þegar viðskiptavinur flytur þarf að tilkynna það til Vodafone með góðum fyrirvara svo flutningur á heimasíma, nettengingu og sjónvarpsþjónustu gangi sem best fyrir sig.

  Hafa þarf samband í þjónustuver Vodafone í síma 1414. Hafa þarf eftirfarandi við hendina: nýja heimilisfangið, fyrra símanúmer á nýja heimilisfanginu, íbúðarnúmer ef kostur er, og dagsetningu flutnings.

  Allt að tíu virkir dagar geta liðið frá því að tilkynning berst til Vodafone og þar til flutningur getur átt sér stað, þannig að best er að panta með a.m.k. 10 daga fyrirvara. Flutningsgjald má sjá í verðskrá heimasíma.

  Við hvetjum viðskiptavini til að kynna sér möguleika á ljósleiðaratengingu þegar flutt er. Hægt er að fletta upp nýja heimilisfanginu hér til að sjá hvort ljósleiðarinn sé í boði. 

 • Hvernig nota ég heimasvæðið mitt?

  Ef þú ert með ADSL-áskrift hjá Vodafone þá færðu 2 GB heimasvæði með.

  Til að nota það þá geturu skráð þig inn í gegnum gamla vefpóstinn hér og farið í vefsvæði.

  Einnig er hægt að nota skráarskiptaforrit (FTP).
  Þá notaru eftirfarandi stillingar:

  Host: Internet.is
  Username: þittnetfang@internet.is
  Password: Sama lykilorð og þú notar fyrir netfangið.

  Hægt er að fá leiðbeiningar fyrir FTP forrit hér
  Hægt er að fá leiðbeiningar fyrir heimasvæðið gegnum gamla vefpóstinn hér

 • Ég get ekki sent póst, hvað gæti verið að?

  Það kemur ýmislegt til greina, t.d vanstillt póstforrit, vírusvörn eða eldveggur sem gætu verið að loka á póstforritið.

  Með því að smella hér geturðu séð helstu orsakir og lausnir.

 • Er Vodafone með verkstæði fyrir tölvubúnað?

  Já. Vodafone er með verkstæði þar sem lagfærð eru vandamál við að nettengja tölvur yfir ADSL, ljósleiðara eða með 3G-búnaði. Almennar tölvuviðgerðir eru þó ekki framkvæmdar á verkstæði Vodafone.

  Meðal verkefna verkstæðisins er að:

  • Setja upp Vodafone-búnað
  • Framkvæma almenna bilanagreiningu fyrir þráðlaust net og sambandsleysi
  • Setja upp rekla vegna Vodafone-búnaðar
  • Skoðun á endabúnaði eða netkortum sem eru í ábyrgð (2 ár) og keypt hjá Vodafone.

   

  Starfsmenn verkstæðis sinna hins vegar ekki verkefnum á borð við að:

  • Setja upp stýrikerfi, vírusvarnir eða önnur forrit
  • Stilla aðra netbeina en Vodafone netbeina fyrir sjónvarp um ADSL
  • Setja upp eða hreinsa tölvur

   

  Nánari upplýsingar um verkstæðið fást hér. Athugið að greiða þarf sérstakt gjald ef ekki er byrjað á að hafa samband við tækniver Vodafone í síma 1414-2 eða með Netspjalli

   

 • Ég er með hægt net, hvað gæti verið að?

  Það geta margir hlutir komið til greina ef netið er hægvirkt.

  Með því að smella hér geturðu séð helstu orsakir og lausnir.

  Þú getur einnig haft samband í 1414 eða með Netspjalli

 • Ég get ekki tengst heimasvæðinu mínu, hvað gæti verið að?

  Líklegasta örsökin er það sé innsláttarvilla einhvers staðar, ef leiðbeiningarnar leysa ekki vandamálið þá er hægt að hafa samband við nethjálp í 1414 eða með Netspjalli.

  Ef þú tengist gegnum skráarskiptaforrit (FTP) þá geturðu smellt hér til að sjá helstu orsakir og lausnir.

  Ef þú tengist beint inn á heimasvæði gegnum vefmiðmót þá geturðu smellt hér fyrir leiðbeiningar.

 • Hvað er erlent niðurhal?

  Öll gagnamagnsnotkun frá erlendum aðilum er mæld og telst erlent niðurhal. Ekki telst til erlendrar gagnamagnsnotkunar niðurhal milli internetviðskiptavina Vodafone eða umferð sem berst til Vodafone frá beinum samtengingum innlendra fjarskiptafélaga, þar með talið umferð um RIX.

  Efni frá erlendum efnisveitum á borð við Google (þ.á.m. YouTube) og Akamai telst til erlends niðurhals. Slíkar efnisveitur eru að verða sífellt stærri hluti af netumferð, enda hefur framboð efnis frá þeim stóraukist og einnig gæði efnisins, svo sem upplausn myndbanda. Til að bæta gæði þessarar þjónustu og dreifa álagi á netkerfi er búnaður á Íslandi á vegum efnisveitanna. Við þetta fá efnisveiturnar bandvídd, aðstöðu, þjónustu, rafmagn og íslenskar IP tölur. Því getur í sumum tilvikum litið út fyrir að netumferð sé innlend, þótt hún komi sannarlega frá erlendum aðilum á borð við YouTube.

  Hafa ber í huga að erlent niðurhal getur verið af mjög mörgum toga og er oft fljótt að safnast saman. Niðurhal með Torrent-forritum, notkun tölvuskýja og netafritunarþjónustu á borð við Dropbox, SkyDrive og Google Drive, netleikir og mynd- og tónlistarstraumar í hárri upplausn geta gengið hratt á gagnamagnið.

  Sem dæmi um gagnanotkun myndstrauma má nefna að:

  Netflix mynd í HD er streymd sem 3 Mbps sem á 2 klst verður 2,7 GB

  Youtube notkun í HD er streymt sem 1,5 Mbps sem á 1 klst telur notkun 0,675 GB

  Youtube notkun í meðal gæðum er streymt sem 756kbps sem á 1 klst telur notkun sem 0,340 GB

  Notkun yfir mánuðinn á Netflix gæti því verið 15 myndir = 40,5 GB

  Notkun yfir mánuðinn á Youtube gæti verið 4 klst á dag * 30 = 81 GB

 • Er send aðvörun um að innifalið erlent gagnamagn sé að klárast?

  Já, ef þú ert t.d með 50 GB hámark þá muntu fá tölvupóst þegar þú ert búinn með 80% af inniföldu gagnamagni, að því gefnu að þú sért með skráð netfang hjá okkur. Þú getur látið okkur skrá það með því að hafa samband í gegnum hjalp@vodafone.is, í síma 1414 eða með Netspjalli.

  Þó svo dæmið hér að ofan tali um 50 GB þá á þetta við um allar þjónustuleiðir.

  Þegar gagnamagnið klárast lokast ekki fyrir erlent niðurhal, þess í stað bætist sjálfkrafa við viðbótargagnamagn. Frá 1. febrúar 2014 verður það mismunandi mikið eftir áskriftarleiðum (lestu meira um það hér).

  Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir að hægist á tengingum notanda, þeim til ama. Sjálfvirka áfyllingin á sér stað þrisvar, en klári notandi gagnamagnið sitt í fjórða skipti, verður rétthafi að hafa samband við þjónustuver Vodafone, 1414, ef hann óskar eftir því að fá meira gagnamagn.

  Ef þú óskar ekki eftir því að viðbótargagnamagni sé bætt sjálfvirkt við tenginguna getur þú fyllt út umsókn um það.

  Hægt er að kaupa 10 GB aukalega á 1.700 kr. eða 30 GB aukalega á 3.500 kr.

 • Hver eru viðmiðunarmörk Vodafone vegna upphals og niðurhals á nettengingum?

  Viðmiðunarmörk eru mismunandi hverju sinni og taka mið af getu og álagi á burðarlagi. Mætti segja að að viðmiðunarmörk fyrir allt upphal eða allt niðurhal væri tvöfalt það magn sem er innifalið í þjónustuleiðinni (Vodafone 140 væri þá með 280GB sem viðmiðunarmörk). Erlent niðurhal í þjónustuleiðum telja ekki til viðmiðunarmarka. Ef ein nettenging sendir frá sér meira en 280GB af gögnum innan tímabils, þá hefur Vodafone rétt að takmarka upphal út tímabilið. Ef ein nettenging sækir meira en 280GB innanlands af gögnum innan tímabils, þá hefur Vodafone rétt til að takmarka innlent niðurhal út tímabilið.

  Burðarlag er bakendi á interneti Vodafone. Og ef álagið verður of mikið á því t.d. vegna bilunar getur það leitt til tímabundnar þjónustuskerðingar

   

 • Hvar fæ ég meiri upplýsingar um fjarstýringuna?

  Við höfum sett upp sérstaka síðu þar sem hægt er að sækja upplýsingar og leiðbeiningar fyrir hinar ýmsu fjarstýringar okkar.

 • Hvernig get ég horft á háskerpu útsendingar?

  Hægt er að horfa á HD-útsendingar í gegnum örbylgjuútsendingar eða myndlykil um netið. 

  Til að ná stöðvunum þarf annað hvort háskerpumyndlykil eða sjónvarp með HD móttakara.

  Til að taka á móti HD-útsendingu um örbylgjuloftnet þarf sérstakan Digital Ísland HD-lykil eða sjónvarp með HD móttakara. Fyrir sjónvarp með HD móttakara þarf auk þess CAM-kort frá Vodafone til að opna læstar áskriftarstöðvar. 

  Jafnframt er hægt að fá HD-útsendingu í gegnum myndlykil um ljósleiðara eða adsl. 

  Sjá nánar um HD-útsendingar hér.

   

   

 • Hvaða sjónvarpsstöðvum næ ég?

  Hægt er að sjá lista yfir þær sjónvarpsstöðvar sem í boði eru hér. Upplýsingar um áskrift má finna hér.

  Viðskiptavinir í Vodafone Gull geta fengið 6 erlendar stöðvar á sérstökum Gull-kjörum.  

 • Hvernig tengist allur búnaður?

  Beinirinn er tengdur beint í ljósleiðaraboxið og hægt er að tengjast beininum gegnum þráðlaust net eða með kapli.

  Myndlykill tengist einnig beint í ljósleiðaraboxið eða gegnum powerline búnað sem leiðir merkið gegnum rafmagn. Ef þú ert með þrjá myndlykla þarf netskipti til að dreifa merkinu frá ljósleiðaraboxinu.

  Sjá dæmi á mynd.

   

  Nánari leiðbeiningar má sjá hér

 • Er hægt að læsa Leigunni á IPTV?

  Já, það er hægt að læsa leigunni með því að velja "Allt læst" í stillingum, þá er öllu efni á Leigunni læst og sérstakt Pin-númer þarf til að leigja efni hverju sinni.

  Pin-númerið geturðu stillt í stillingum myndlykilsins. Ef þú lendir í vandræðum geturðu svo alltaf haft samband í 1414 eða á netspjallinu.

  Við bendum sérstaklega á að ef fleiri en einn myndlykill er á heimilinu þá er læsing stillt á hvern myndlykil fyrir sig (inni í stillingum á honum). Læsing sem stillt er á einum myndlykli tekur ekki sjálfkrafa gildi í öðrum myndlyklum heimilisins.

 • Get ég leigt efni gegnum myndlykil?

  Vodafone býður upp á að leigja efni með með ADSL- og ljósleiðaramyndlyklum.

  Á leigunni eru kvikmyndir, barnaefni, fréttir ofl. Bæði er boðið upp á nýtt og gamalt efni.

  Einnig er boðið upp á ýmislegt frítt efni auk þess sem boðið er upp á svokallað ,,Frelsi" þar sem sjónvarpsstöðvar setja inn þætti sem þær hafa sýnt. RÚV-frelsi er opið öllum í Vodafone Sjónvarpi en frelsi annarra sjónvarpsstöðva er háð áskrift.

  Háskerpu-myndir eru í boði í Leigunni fyrir notendur með Amino 140 myndlykilinn, en eingöngu á ljósleiðara.

  Hægt er að sjá nánari upplýsingar hér.

 • Hvað get ég verið með marga myndlykla?

  Hvert heimili getur tengt allt að sjö myndlykla og er opið á sömu stöðvarnar á þeim öllum, ólíkt hefðbundnum Digital loftnetslyklum.

  Ef þú vilt tengja fleiri en tvo myndlykla við ljósleiðaraboxið, þá þarftu netskipti (switch) til að tengja þá alla við ljósleiðaraboxið.

 • Hvaða stöðvar eru ókeypis?

  Stöðvar í opinni dagskrá eru: RÚV, RÚV+, Omega, N4, ÍNN, CCTV News og Alþingi. Auk þess er RÚV HD opin þeim sem geta tekið á móti háskerpuútsendingum.

 • Hvaða tengimöguleikar eru fyrir sjónvarp um ADSL og ljósleiðara?

  Amino 110 (gráa) myndlykilinn er hægt að tengja af mini-DIN útgangi myndlykils í SCART tengi sjónvarpstækis, S-Video eða RCA (composite merki). Fyrir SCART tengið er hægt að velja RGB, S-Video eða composite merki. 

  Amino 140 (svarta) myndlykilinn er hægt að tengja með sama hætti, en að auki með HDMI snúru, en það er eina leiðin til að njóta sjónvarps í háskerpu.

  Báða myndlyklana er einnig hægt að tengja við sjónvarp með loftnetsmerki (RF-signal), hafa skal í huga að slík tenging gefur lökustu myndina, en getur hentað vel til að tengja myndlykil t.d. inn á loftnetskerfi innanhúss.

 • Eru útvarpsrásir á IPTV Vodafone?

  Eftirfarandi útvarpsrásir fylgja í sjónvarpsþjónustu Vodafone gegnum ADSL:

  121 Bylgjan
  122 FM957
  124 Rondo
  125 LéttBylgjan
  126 Latibær
  127 BBC World Service
  128 X-ið
  130 Gullbylgjan
  131 Rás 1
  132 Rás 2
  133 K100,5

  Auk þess hefur Vodafone boðið upp á tímabundnar útvarpsstöðvar, t.d. um jólin, en þá er það auglýst sérstaklega. 

 • Hvernig tryggi ég öryggi á þráðlausu neti (WiFi)?

  Við mælum með notkun á WPA dulkóðun á þráðlausum netum. Til að geta notað WPA þarf tölvan og beinirinn að styðja WPA dulkóðun. Sé stuðningur ekki til staðar þarf að notast við eldri dulkóðun sem nefnist WEP.

  Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar til að stilla á WPA dulkóðun fyrir þrjá af algengustu beinunum frá okkur:

  • Vodafone Box (hvítur beinir merktur Vodafone)
  • Zhone (Hvítur turn með loftneti) 
  • ZyXEL D1
  • ZyXEL NBG
  Athugið að ítarlegri útgáfa af leiðbeiningunum hér fyrir neðan ásamt skjámyndum má finna með því að smella á tenglana hér fyrir neðan.


  Vodafone Box (vox)

  Byrjaðu á að fara inn á router með því að opna vafra og fara inn á slóðina http://192.168.1.1. Lengst til vinstri er smellt á Þráðlaust net (WiFi). Þá kemur upp síða með upplýsingum um þráðlaust net. Því næst er valið WPA2-PSK undir Öryggi og lykilorð til að tengjast þráðlausa netinu er sett í reitinn Lykilorð (Ascii). Það er best að nota tölustafi og bókstafi. T.d. kennitölu og nafn (012345AbcdEf6789). Næst þarf að breyta SSID nafni til að geta tengst nýju neti í tölvunni, t.d. Vodafone_2heimA.

  Áður en þetta er vistað þarf að slökkva á SSID 2 með því að haka við Óvirkur.

  Næst er smellt á >Í lagi takka sem finna má neðst á síðunni. ATH - Ef takkinn birtist ekki í Internet Explorer 9 þarf að prófa annan vafra, t.d. Google Chrome.

  Ítarlegri útgáfa af leiðbeiningum fyrir Vodafone Box.

  Vodafone Zhone

  Byrjaðu á að fara inn á router með því að opna vafra og fara inn á slóðina http://192.168.1.1. Lengst til vinstri er smellt á Network og þar undir er valið Wireless Lan. Þá kemur upp síða með upplýsingum um þráðlaust net. Því næst er valið WPA2-PSK undir Security Mode og lykilorð til að tengjast þráðlausa netinu er sett í reitinn Pre-shared Key. Það er best að nota tölustafi og bókstafi. T.d. kennitölu og nafn (012345AbcdEf6789). Næst þarf að breyta Network Name (SSID) nafni til að geta tengst nýju neti í tölvunni, t.d. Vodafone_Heima1. Til að vista þarf svo að velja Apply neðst á síðunni.

  Ítarlegri útgáfa af leiðbeiningum fyrir Vodafone Zhone.

   

  ZyXEL D1

  Byrjaðu á að fara inn á routerinn með því að opna vafra og fara inn á slóðina http://192.168.1.1. Þá ætti að koma upp síða sem biður um lykilorð. Ef lykilorðinu hefur aldrei verið breytt þá á það að vera admin

  Næst er farið í Network lengst til vinstri og smellt á Wireless LAN. Þá kemur upp síða með upplýsingum um þráðlausa netið.

  Fyrir besta öryggið á þráðlausa netinu þá er valið WPA-PSK undir Security Mode. Því næst þarf að setja lykilorð í Pre-Shared Key. Það er best að nota tölustafi og bókstafi. T.d. kennitölu og nafn (012345AbcdEf6789). Áður en þetta er vistað þá þarf að breyta Network Name (SSID) til að tengjast nýju neti í tölvunni, t.d. Vodafone_2heimA.

  Næst er smellt á Apply til að vista.

  Ítarlegri útgáfa af leiðbeiningum fyrir ZyXEL D1.

  ZyXEL NBG

  Byrjaðu á að fara inn á routerinn með því að opna vafra og fara inn á slóðina http://192.168.1.1. Þá ætti að koma upp síða sem biður um lykilorð. Ef lykilorðinu hefur aldrei verið breytt þá á það að vera admin.

  Smelltu á Advanced setup ef síða kemur upp þar sem velja þarf á milli Wizard, Basic og Advanced.

  Næst er farið í Network lengst til vinstri og smellt á Wireless LAN. Þá kemur upp síða með upplýsingum um þráðlausa netið.

  Fyrir besta öryggið á þráðlausa netinu þá er valið WPA-PSK undir Security Mode. Því næst þarf að setja lykilorð í Pre-Shared Key. Það er best að nota tölustafi og bókstafi. T.d. kennitölu og nafn (012345AbcdEf6789). Áður en þetta er vistað þá þarf að breyta Name (SSID) til að tengjast nýju neti í tölvunni, t.d. Vodafone_2heimA.

  Næst er smellt á Apply til að vista.

  Ítarlegri útgáfa af leiðbeiningum fyrir ZyXEL NBG.

 • Hvernig kveiki ég á þráðlausa netinu í tölvunni minni?

  Mismunandi er eftir tegundum fartölva hvernig kveikt og slökkt er á þráðlausa netinu í þeim. Hér er listi yfir nokkrar fartölvutegundir og hvaða aðferðir eru notaðar á þeim. Listinn er ekki tæmandi, en ef tölvan þín er ekki í listanum er a.m.k. gæti hann þó gefið vísbendingar um hvernig kveikt og slökkt sé á þráðlausa netinu í þinni tölvu.

  - Acer Extensa 2000/2500 Series --- Takki lengst til hægri fyrir ofan lyklaborðið

  - Acer Travelmate C Series ---Takki lengst til vinstri, svo þarftu að velja WLAN

  - Acer Aspire 1000 Series --Fyrir ofan lyklaborðið

  - Acer Aspire 1640Z ---- Fyrir ofan lyklaborðið

  - Acer Aspire 1690 ---- Fyrir ofan lyklaborðið

  - Acer Aspire 2000 Series ---- Framan á tölvunni

  - Acer Aspire 2012 ---- Fyrir ofan lyklaborðið

  - Acer Ferrari 3000 ---- Takki framan á tölvunni

  - Acer Ferrari 3020 ---- Takki framan á tölvunni

  - Acer Ferrari 3400 ---- Takki framan á tölvunni

  - Acer Ferrari 4000 ---- Takki framan á tölvunni

  - Advent 7086 ---- Takki við hliðina á PWR takka

  - Advent 7096 ---- Takki við hliðina á PWR takka

  - Advent 7100 ---- Fn / F2

  - Advent 7104 ---- Fn / F2

  - Advent 7201 ---- Takki efst til hægri og svo smella á Fn / F2

  - Advent 8117 ---- Slide switch framan á tölvunni

  - Asus ---- Fn / F2 (sumar týpur eru með switch)

  - BenQ Joybook 5000u-d09 ---- Fn / F12

  - Compaq Armada Services ---- Enginn þráðlaus búnaður til staðar

  - Compact presario ---- Takki aftan á tölvu

  - Compact presario M2000 ---- Takki með mynd af loftneti fyrir ofan lyklaborðið

  - Dell Inspiron series ---- Fn / F2

  - Dell Inspiron 500M ---- Fn / F2

  - Dell Inspiron 600M ---- Fn / F2

  - Dell Inspiron 1510 ---- Fn / F2

  - Dell Inspiron 1520 ---- Slide takki á vinstri hlið, á að vera staðsettur við miðju.

  - Dell Inspiron 5100 ---- Enginn þráðlaus búnaður til staðar

  - Dell Inspiron 6000 ---- Fn / F2

  - Dell Inspiron 8600 ---- Fn / F2

  - Dell Inspiron 9300 ---- Fn / F2

  - Dell Latitude D400 ---- Fn / F2

  - Dell Latitude D500 ---- Fn / F2

  - Dell Latitude D600 ---- Fn / F2

  - Dell Latitude D610 ---- Fn / F2

  - Dell Latitude D620 ---- Slider á vinstri hlið við hliðinna á headphone jacknum

  - Dell Latitude D800 ---- Fn / F2

  - Dell Latitude X300 ---- Fn / F2

  - Dell Vostro 1500 ---- Stór takki á vinstri hlið tölvu

  - Dell XPS M1330 ---- Slide takki á hægri hlið

  - e-machines M series ---- Fn / F2

  - E-System 3115 ---- Slide switch framan á tölvu FN / F5 virkar einnig.

  - Flybook v331 ---- Fn / F2

  - Fujitsu Siemens Amilo A Series ---- Takki hægra megin fyrir ofan lyklaborðið

  - Fujitsu Siemens Amilo D Series ---- Takki hægra megin fyrir ofan lyklaborðið

  - Fujitsu Siemens Amilo K Series ---- Enginn þráðlaus búnaður til staðar

  - Fujitsu Siemens Amilo L/EL Series ---- Fn / F1 til að kveikja/slökkva

  - Fujitsu Siemens Amilo La Series ---- Fn / F2 til að kveikja/slökkva

  - Fujitsu Siemens Amilo Li Series ---- "Easy launch" takki (einn af þremur) fyrir ofan lyklaborðið

  - Gateway Laptop ---- Switch á hlið og svo smella á Fn / F2

  - HP nc4000 ---- Takki fyrir ofan lyklaborðið

  - HP nc4010 ---- Takki fyrir ofan lyklaborðið

  - HP nc4220 ---- Takki á vinstri hlið við hliðina á USB porti

  - HP nc6000 ---- Takki fyrir ofan lyklaborðið

  - HP nc6220 ---- Takki fyrir ofan lyklaborðið

  - HP nx9010 ---- Takki framan á tölvu

  - HP omnibook 6200 ---- Takki til vinstri

  - IBM T43 ---- Fn / F5

  - IBM X32 ---- Fn / F5

  - Lenevo ---- Takki framan á tölvu

  - Medion ---- Fn / F1

  - Packard Bell EasyNote E2 ---- Fn / F1

  - packard bell: easy-note MV46/008 ---- Fn / F1 til að kveikja/slökkva

  - packard bell MZ36-U024 ---- Fn / F2 til að kveikja

  - Sharp Laptops ---- Fn / F2 til að kveikja

  - Sony Viao ----- Takki framan á eða hægra megin / Gæti líka verið switch

  - Sony VAIO VGN-AX570G ---- Vinstra megin fyrir ofan lyklaborðið

  - Targa Companion 811 ---- Fn / F2

  - Toshiba Eqium Series ---- Slide switch framan á tölvu

  - Toshiba Libretto Series ---- Slide switch á vinstri hlið tölvu

  - Toshiba M1 ---- Switch á vinstri hlið tölvu

  - Toshiba M2 ---- Switch á vinstri hlið tölvu

  - Toshiba Portege Series ---- Switch á vinstri hlið tölvu

  - Toshiba Qosmio Series ---- Switch á vinstri hlið tölvu

  - Toshiba Quantium Series ---- Switch á vinstri hlið tölvu

  - Toshiba R100 ---- Switch á hægri hlið tölvu

  - Toshiba Satego Series ----- Slide Switch á hægri hlið tölvu

  - Toshiba Satelitte ---- Framan á tölvu og svo smella á Fn / F8

  - Toshiba Satellite Pro ---- Á hlið eða framan á tölvu

  - Toshiba Tecra 2100 ---- Switch á vinstri hlið tölvu

  - Toshiba TE2000 ---- Switch á vinstri hlið tölvu

 • Hvernig opna ég fyrir port / nat?

  Hægt er að nálgast leiðbeiningar um uppsetningu beina hægra megin á þessari síðu.

  Ef þinn beinir er ekki þar geturðu nálgast leiðbeiningar um aðra beina hér.

 • Hvernig tengist ég þráðlaust?

  Hægt er að nálgast leiðbeiningar hér.

Beinar

Beinir Leiðbeiningar    
Vodafone Box (Bewan VOX) Uppsetning Opna port Öryggi
ZyXEL P-660HW-D1 Uppsetning Opna port Öryggi
ZyXEL P-660HW-61 Uppsetning Opna port  
Zhone Uppsetning Opna port Öryggi
Linksys E4200 V2 Uppsetning  
Linksys WAG54G Uppsetning  
Netopia Cayman 3341 Uppsetning Opna port  
Netopia Cayman 3347 Uppsetning Opna port  
ZyXEL P NBG420N   Opna port Öryggi
Tengja harðan disk við VOX Uppsetning
Tengja prentara við VOX Uppsetning
Netspjall / Panta símtal / Fyrirspurn