Hvar býrðu?

Settu upp götuna þína og húsnúmer og við sýnum hverju þú getur tengst.

Áfram

Hefurðu einhverjar spurningar um þjónustu eða vörur Vodafone? Hér finnur þú svörin við flestum þeim algengustu.

Reikningar

Allt sem tengist reikningum: Inniheimtuferli, reikningstímabil, útskriftargjald, greiðslufrestur og fleira.

 

Í netverslun okkar geturðu á einfaldan hátt leitað eftir tegund, verði eða eiginleikum símtækja og þannig fundið rétta símann sem hentar þér.

Við erum með eitt mesta úrval landsins. Kíktu líka við í verslunum okkar.

Sparnaðarráð Vodafone

Við höfum tekið saman nokkur einföld ráð sem geta hjálpað þér að spara, ef þú hefur ábendingar um fleiri sparnaðarráð, endilega sendu okkur línu.

1. Skoðaðu notkunina og veldu pakka við hæfi

Það skiptir máli að velja pakka sem passa við notkunina, því það getur aukið kostnað að vera í þjónustuleiðum sem gera ráð fyrir annað hvort minni eða meiri notkun en raunin er. Á niðurhalssíðunni getur þú fylgst með notkun innan hvers mánaðar en á Mínum síðum getur þú skoðað lengri tímabil og séð hversu mikið erlent niðurhal er að jafnaði mánaðarlega á internettengingunni og borið saman við þjónustuleiðina. Þar sérðu líka yfirlit yfir símnotkun og með því að bera hana saman við áskriftarleið heimilisins getur þú metið hvort samræmi sé þar á milli.

2. Komdu í Vodafone RED

Með Vodafone RED hættum við að telja mínútur og SMS í íslensk fastlínu- og farsímanúmer – þú notar símann eins mikið og þú vilt fyrir fast mánaðargjald. Í Vodafone RED eru þrjár áskriftarleiðir; RED S, RED M og RED L.

Munurinn liggur í mismiklu gagnamagni í hverri leið auk þess sem misjafnlega mikið fylgir af annarri aukaþjónustu á borð við útlandamínútur, gagnakort, pláss til öryggisafritunar og fleira. Þú velur einfaldlega leið sem hentar þér best. Kíktu á bloggið okkar um Vodafone RED.

3. Skráðu þig í Vodafone Gull

Vodafone Gull veitir þeim sem eru með a.m.k. þrjár þjónustuleiðir meiri fríðindi og betri kjör. Þú einfaldlega velur þjónustuleiðir sem henta best þinni notkun og tryggir þér um leið meiri ávinning.

4. Notaðu frelsispakka

Ef þú ert með farsíma í frelsi getur þú nýtt þér hagstæðari áfyllingaleiðir með því að kaupa þér frelsispakka. Með frelsispökkunum færðu innifaldar mínútur í farsíma óháð kerfi, heimasíma og til 27 landa, innifalin SMS og innifalið gagnamagn. Engin upphafsgjöld eru greidd af inniföldum mínútum.

Við mælum sterklega með að þú skráir sjálfvirka mánaðarlega áfyllingu af debet- eða kreditkorti því þá endurnýjast Risafrelsið þitt sjálfkrafa á 30 daga fresti.

5. Ekki nota íslenska stafi í SMS

Þegar sent er SMS með séríslenskum stöfum fækkar stöfum á hvert SMS úr 160 í 70. Þannig gæti þurft tvö til þrjú SMS-skilaboð með séríslenskum stöfum til að senda skilaboð sem annars myndu passa í eina sendingu án íslensku stafanna. Kostnaðurinn verður þar af leiðandi meiri með íslenskum stöfum, sér í lagi ef síminn bætir sjálfkrafa við nýjum skilaboðum sé farið yfir hámarksfjölda stafa.

6. Kynntu þér sparnaðarráð fyrir farsíma í útlöndum

Það getur verið kostnaðarsamt að nota farsímann á ferðalagi erlendis. Við höfum tekið saman sérstök sparnaðarráð fyrir þá sem ætla að nota farsíma í útlöndum og hvetjum ferðalanga til að nýta sér þau.

7. Notaðu 1010 forval þegar hringt er til útlanda

Með 1010 forvali, í stað 00, þegar þú hringir til útlanda, færð þú lægra mínútugjald til allra landa. Þetta er því einfaldasta leiðin til að spara þegar hringt er til útlanda. Ekki þarf að skrá sig sérstaklega í þessa þjónustu.

Með því að nota 1010 kostar einungis 8,9 kr. að hringja úr heimasíma í heimasíma til 26 þeirra landa sem Íslendingar hringja oftast í.

00 1010 Verðlækkun
Heimasími í heimasíma 20,9 kr./mín 8,9 kr./mín 57,4%
Heimasími í farsíma 45,9 kr./mín 39,9 kr./mín 13,1%
Farsími í heimasíma 31,9 kr./mín 19,9 kr./mín 37,6%
Farsími í farsíma 56,9 kr./mín 50,9 kr./mín 10,5%

Taflan gildir fyrir símtöl til Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs, Bretlands og N-Írlands, Bandaríkjanna, Kanada, Frakklands, Þýskalands, Hollands, Póllands, Spánar, Írlands, Ítalíu, Lúxemborgar, Portúgal, Austurríkis, Belgíu, Kína, Ástralíu, Tékklands, Andorra, Kýpur, Hong Kong, Singapúr, Taílands og Tævan.

Þú sparar líka með 1010 þótt þú hringir til annarra landa. Hér getur þú flett upp verðskrá fyrir útlandasímtöl úr heimasíma og verðskrá fyrir útlandasímtöl úr farsíma. Athugið að 1010 virkar ekki fyrir frelsi.

8. Hagstætt að nota heimasímann

Ef þú ert í Vodafone Gull hringir þú fyrir núll krónur í alla heimasíma á Íslandi fyrstu 1.000 mínúturnar. Ef mikið er hringt úr heimasímanum í farsíma, getur þú fengið innifaldar farsímamínútur í mánaðargjaldinu, skoðaðu úrvalið af þjónustuleiðum í heimasíma.

9. Fáðu greiðsluseðilinn sendan rafrænt

Við bjóðum upp á rafrænan greiðsluseðil, en þá lækkar útskriftargjaldið úr 250 kr. í 70 kr. á mánuði. Ódýrast er þó að greiða með kreditkorti, en þá er ekkert útskriftargjald greitt. Í einhverjum tilvikum er þjónustu skipt niður á fleiri en einn reikning og er þá greitt útskriftargjald fyrir hvern reikning.

Skoðaðu hvernig þú getur sparað þennan óþarfa kostnað í útgjöldum heimilisins (líka á reikningum fyrir annað en fjarskiptaþjónustu). Breyttu sendingarmátanum hér á vefnum, með því að hringja í þjónustuver okkar í síma 1414. Þú getur líka fengið samband við þjónustufulltrúa í gegnum netspjall.

10. Vertu með 3G gagnamagnsáskrift

Ef þú notar símann þinn til að skoða netið (annað hvort í símanum sjálfum eða með því að tengja tölvuna við hann) og þarft að jafnaði meira gagnamagn en er innifalið í áskriftinni þinni eða frelsispakkanum borgar sig að bæta við gagnamagnspakka við áskriftina þína eða frelsið.

Netspjall / Panta símtal / Fyrirspurn