Hefurðu einhverjar spurningar um þjónustu eða vörur Vodafone? Hér finnur þú svörin við flestum þeim algengustu.

Reikningar

Allt sem tengist reikningum: Inniheimtuferli, reikningstímabil, útskriftargjald, greiðslufrestur og fleira.

 

Í netverslun okkar geturðu á einfaldan hátt leitað eftir tegund, verði eða eiginleikum símtækja og þannig fundið rétta símann sem hentar þér.

Við erum með eitt mesta úrval landsins. Kíktu líka við í verslunum okkar.

Gagnamagn stóraukið

Vodafone mun stórauka erlent gagnamagn sem er innifalið í netáskriftarleiðum fyrirtækisins þann 1. febrúar. Verð á netáskriftum mun ekki breytast.

Aukningin nemur allt að 250 gígabætum en hlutfallslega verður aukningin mest á minnstu áskriftarleiðinni. Þar mun innifalið gagnamagn fimmfaldast. Verð þjónustunnar mun haldast óbreytt. Breytingarnar eru eftirfarandi:

pakkatafla2

Nöfn þjónustuleiðanna munu breytast 1. febrúar til samræmis við innifalið gagnamagn. Breytingin mun eiga sér stað sjálfkrafa og viðskiptavinir þurfa því ekki að óska sérstaklega eftir því að innifalið gagnamagn þeirra aukist.

Með þessu vill Vodafone bregðast við stóraukinni gagnamagnsnotkun viðskiptavina sinna undanfarin misseri. Vodafone hefur einnig tekið ákvörðun um að hækka ekki verðskrá sína vegna almennrar fjarskiptaþjónustu nú í upphafi árs og stuðla þannig að stöðugu verðlagi í samfélaginu.

Þessi mikla aukning gagnamagns er möguleg vegna breytinga sem eru að verða á afkastagetu erlendra gagnatenginga fyrirtækisins. Vodafone mun eftir sem áður upplýsa viðskiptavini um niðurhal þeirra, m.a. með því að tilkynna þegar notkunin nær 80% af gagnamagni mánaðarins. Ef viðskiptavinur klárar gagnamagnið sem fylgir áskriftarleið hans getur hann valið á milli þess að viðbótar gagnamagn bætist sjálfkrafa við eða að lokað sé fyrir niðurhal til næstu mánaðamóta.

Niðurhal hefur aukist hröðum skrefum síðustu mánuði bæði hér á landi og erlendis. Ekki sér fyrir endann á þeirri þróun, enda eykst sífellt notkun ýmissar netþjónustu á borð við mynd- og tónlistarveita, tölvuskýja og netleikja. Þá hefur fjöldi nettengdra tækja margfaldast á fáum árum. Vodafone mun fylgjast grannt með þeirri þróun og leita leiða til að tryggja bestu mögulegu tengingar við útlönd á hagkvæmu verði.

Sjálfvirkt aukagagnamagn eykst einnig

Um mánaðarmótin eykst einnig sjálfvirkt aukagagnamagn, þ.e. það gagnamagn sem bætist við sjálfvirkt ef gagnamagn mánaðarins klárast. Sú breyting á sér stað á öllum netáskriftum að þeirri minnstu undanskilinni.

Hér má sjá yfirlit yfir þær breytingar:

sjalfvirkt-aukagagnamagn

*skv. gjaldskrá 1. febrúar. Ítarleg gjaldskrá hér. Ath. þessi verðskrá gildir eingöngu fyrir sjálfvirkt aukagagnamagn.

Hægt að afþakka sjálfvirkt aukagagnamagn

Um mitt síðasta ár breytti Vodafone fyrirkomulagi á internetáskriftum. Þá var tekið upp það verklag að þegar innifalið gagnamagn í áskrift klárast sé sjálfkrafa bætt við 10 GB aukaniðurhali skv. gjaldskrá og það gert allt að þrisvar sinnum. Áður hafði verklagið verið það að þegar innifalið gagnamagn kláraðist var lokað á erlent niðurhal.

Nú bjóðum við viðskiptavinum sem þess óska að afþakka sjálfvirkt aukagagnamagn. Það má nú gera með því að fylla út umsókn hér á Vodafone.is. Frá og með 1. febrúar geta viðskiptavinir stillt þetta sjálfir inni á Mínum síðum.

Þegar búið er að afþakka sjálfvirkt aukagagnamagn verður dregið úr nethraða á tengingu þegar innifalið gagnamagn klárast og viðskiptavinur þarf að hafa samband við þjónustuver vilji hann kaupa aukagagnamagn. Þá gildir hefðbundin verðskrá Vodafone og hægt er að kaupa ýmist 10 GB eða 30 GB aukagagnamagn.

Meira aukagagnamagn

Við kynnum nýjung í internetáskrift Vodafone: því stærri pakki – því meira sjálfvirkt aukagagnamagn!

Frá 1. febrúar fá internetviðskiptavinir Vodafone meira sjálfvirkt aukagagnamagn eftir því sem áskriftarpakkinn er stærri. Þeir sem vilja ekki að aukagagnamagn bætist sjálfkrafa við fá jafnframt möguleika á að afpanta sjálfvirkt aukagagnamagn.

Ef innifalið gagnamagn í internetáskriftinni þinni klárast er sjálfkrafa bætt við aukagagnamagni skv. gjaldskrá. Hingað til hefur sjálfvirka aukagagnamagnið verið 10 GB fyrir alla, en frá 1. febrúar verður gagnamagnið meira eftir því sem áskriftarpakkinn er stærri – en verðið breytist ekki.

sjalfvirkt-aukagagnamagn

*skv. gjaldskrá 1. febrúar. Ítarleg gjaldskrá hér. Ath. þessi verðskrá gildir eingöngu fyrir sjálfvirkt aukagagnamagn.

Þar sem sjálfvirkt aukagagnamagn getur bæst við allt að þrisvar sinnum í hverjum mánuði getur það orðið allt að 30 GB í áskriftarleiðinni Internet 10, en 150 GB í Internet 250.

Hægt að afþakka sjálfvirkt aukagagnamagn

Um mitt síðasta ár breytti Vodafone fyrirkomulagi á internetáskriftum. Þá var tekið upp það verklag að þegar innifalið gagnamagn í áskrift klárast sé sjálfkrafa bætt við 10 GB aukaniðurhali skv. gjaldskrá og það gert allt að þrisvar sinnum. Áður hafði verklagið verið það að þegar innifalið gagnamagn kláraðist var lokað á erlent niðurhal.

Nú bjóðum við viðskiptavinum sem þess óska að afþakka sjálfvirkt aukagagnamagn. Það má nú gera með því að fylla út umsókn hér á Vodafone.is.

Þegar búið er að afþakka sjálfvirkt aukagagnamagn verður dregið úr nethraða á tengingu þegar innifalið gagnamagn klárast og viðskiptavinur þarf að hafa samband við þjónustuver vilji hann kaupa aukagagnamagn. Þá gildir hefðbundin verðskrá Vodafone og hægt er að kaupa ýmist 10 GB eða 30 GB aukagagnamagn.

Vertu með réttan pakka fyrir þig

Gagnamagn fylgir netáskrift hjá Vodafone, hvort sem um ræðir internet um ljósleiðara, ljósnet, ADSL eða Farnet um 3G og 4G farsímakerfið okkar.

Það er mikilvægt að huga reglulega að því hvort gagnamagnið í þinni áskrift sé í takt við notkunina, því þannig er hægt að forðast óþarfa kostnað.

Við látum þig vita
Ef netfangið þitt er rétt skráð í kerfi okkar látum við þig vita þegar innifalið gagnamagn fyrir ljósleiðara, ljósnet eða ADSL er að klárast. Þegar 80% af erlendu niðurhali hefur verið nýtt færð þú tölvupóst frá okkur þar sem bent er á að gagnamagnið sé að klárast. Þú getur séð hvaða netfang er skráð fyrir tilkynningum fyrir þína nettengingu á gagnamagnssíðunni – þar getur þú einnig skráð nýtt netfang.

Það getur tekið einhverja stund fyrir skeytið að fara af stað og því þarf að hafa í huga að niðurhalið getur verið orðið umtalsvert meira þegar aðvörunin berst. Þetta á sérstaklega við ef forrit eru sjálfkrafa að hala niður gögnum. Einnig er sendur tölvupóstur þegar gagnamagn áskriftarinnar hefur verið notað að fullu og viðbótargagnamagni því bætt við.

Við bjóðum einnig upp á SMS tilkynningu þegar gagnamagn er komið í 80% eða fullnýtt.

Fylgstu með
Á gagnamagnssíðunni okkar er hægt að fylgjast með niðurhalinu á einfaldan hátt – ekki er þörf á að skrá sig sérstaklega inn. Því til viðbótar er hægt að fylgjast með niðurhali allra tenginga með því að skrá sig inn á Mínar síður. Ef þú þarft upplýsingar um hvernig aðgangur er stofnaður getur þú kíkt á leiðbeiningar okkar um nýskráningu inn á Mínar síður.

Hvað gerist ef gagnamagn klárast?
Ef þú fullnýtir gagnamagn tengingarinnar þinnar bætast 10 GB sjálfkrafa við. Þau gilda fram að næstu mánaðarmótum og nýtast til að brúa bilið. Ef þetta viðbótarniðurhal klárast einnig bætast aftur við 10 GB. Mest er bætt sjálfkrafa þrisvar sinnum við niðurhal í hverjum mánuði. Eftir það hægist á niðurhali og nauðsynlegt að hafa samband við þjónustuver til að panta viðbótarniðurhal.

Hvað er hagkvæmast?
Almennt er hagkvæmara að innifalið gagnamagn dugi fyrir niðurhali mánaðarins heldur en að kaupa aukaniðuhal reglulega. Þó er ekki skynsamlegt að innifalið niðurhal sé miklu meira en þú raunverulega notar. Því er hagkvæmast að velja áskriftarpakka sem dugar að jafnaði vel fyrir öllu niðurhali mánaðarins. Ef þú ferð oft yfir innifalið gagnamagn er með öðrum orðum skynsamlegast að færa sig á nýja áskriftarleið með meira inniföldu gagnamagni. Ef þú skiptir um áskriftarleið, t.d. stækkar innifalið niðurhal, tekur breytingin gildi um næstu mánaðarmót.

Fylgstu með niðurhalinu, vertu með netfangið þitt skráð til að fá upplýsingar um það tímanlega ef þú ert að klára niðurhalið. Ef niðuhalið passar ekki við þína notkun getur þú skipt um áskriftarleið á Mínum síðum eða með því að hafa samband við okkur.

Meira internet

Þann 1. júlí stækkuðu þrír af internetpökkum Vodafone og nýr risapakki bættist við. Veldu hröðustu netþjónustuna fyrir þitt heimili!

Um síðustu mánaðarmót bættust 10 eða 20 GB við innifalið niðurhal í þremur stærstu pökkum Vodafone. Internet 40 stækkaði í Internet 50, Internet 80 varð Internet 100 og Internet 140 varð Internet 150. Það er því meira internet í pökkunum frá Vodafone héðan í frá!

netpakkar

Við höfum síðustu mánuði fundið fyrir mikilli þörf viðskiptavina okkar á stærri gagnamagnspökkum. Til að koma til móts við þessa auknu gagnamagnsnotkun kynnum við nýjan risastóran internetpakka til leiks – Internet 250 – sem er eins og nafnið gefur til kynna með 250 GB mánaðarlegu niðurhali.

Sláðu inn heimilisfang og sjáðu hvaða nettengingar eru í boði.

Sláðu inn heimilisfang og sjáðu hvaða nettengingar eru í boði.

Þessir pakkar eru allir í boði á ljósleiðara, ljósneti og ADSL því Vodafone býður allar tegundir nettenginga. Við hvetjum því fólk til að velja bestu nettenginguna fyrir sitt heimili. Það er einfalt að sjá hvaða nettengingar eru í boði fyrir þig – þú einfaldlega ferð á forsíðu Vodafone.is, smellir á  „Internet“ efst á forsíðunni, slærð inn heimilisfangið þitt og þá sérðu hvaða netþjónusta býðst þér.

Þar sem ljósleiðari er í boði mælum við með honum, enda er gagnahraðinn allt að 100 Mb/s bæði upphal og niðurhal. Þar næst kemur ljósnetið, með allt að 50 Mb/s niðurhal og 25 Mb/s upphal og ef hvorug þessara leiða er í boði er klassíska ADSL-tengingin með allt að 12 Mb/s niðurhali enn góður kostur.

Ljósnetssvæði Vodafone stækkar nú hratt og því munu fjölmargir ADSL-viðskiptavinir Vodafone geta flutt sig yfir á ljósnetið strax í dag eða á næstu mánuðum. Hér má sjá yfirlit yfir helstu byggðalög sem hafa ýmist þegar fengið ljósnet Vodafone eða fá það á þessu ári:

Ljósnet Vodafone

Hætt að hægja á internettengingu
Samhliða stærri netpökkum tóku gildi breytingar á verklagi þegar viðskiptavinir klára innifalið niðurhal. Ef notkun fer framyfir innifalið gagnamagn mun 10 GB aukaniðurhal bætast sjálfkrafa við áskrift. Þannig er ekki lengur skrúfað fyrir erlent niðurhal þegar hámarki er náð og viðskiptavinir þurfa þanni ekki lengur að hringja inn og óska eftir aukagagnamagni eða panta það á Mínum síðum.

Auðvelt er að fylgjast með notkuninni fyrir daginn og mánuðinn en má bæði gera með því að fara á vodafone.is/nidurhal eða á Mínum síðum. Einnig er send ábending á netfang viðskiptavinar þegar 80% af nettengingunni hefur verið notað og tilkynning þegar 100% hefur verið notað og aukaniðurhali hefur verið bætt við.

Ljósnet Vodafone breiðist út

Útbreiðsla Ljósnets Vodafone er nú hafin af fullum krafti. Stefnt er að opnun þjónustunnar á 34 stöðum víðsvegar um landið á þessu ári.

Vodafone hóf fyrst að bjóða Ljósnet á svæðum 104 og 108 í Reykjavík fyrr á árinu, en fjölmörg svæði munu bætast við á næstunni, bæði á höfuðborgarsvæðinu og í hinum ýmsu bæjarfélögum úti á landi.

Meðal þeirra bæjarfélaga sem munu verða Ljósnetsvædd hjá Vodafone á árinu eru: Blönduós, Dalvík, Egilsstaðir, Fellabær, Húsavík, Ólafsfjörður, Reyðarfjörður, Sauðárkrókur, Siglufjörður, Þorlákshöfn, Vestmannaeyjar, Sandgerði, Garðabær, Hafnarfjörður, Keflavík, Kópavogur, fleiri bæjarhlutar í Reykjavík, Mosfellsbær og Njarðvík. Enn fleiri bæjarfélög verða kynnt síðar.

Enn hraðara internet

Ljósnetið er umtalsverð framför frá hefðbundinni ADSL-tengingu. Með ljósnetstengingu má fá allt að 50 Mb/s niðurhalshraða og 25 Mb/s upphalshraða, en hraðinn á á hefðbundinni ADSL-tengingu er allt að 12 Mb/s niðurhal og 1 Mb/s upphal.

Að auki er völ á enn meiri sjónvarpsþjónustu yfir Ljósnet en hefðbundna ADSL-tengingu. Völ er á allt að fimm myndlyklum á hvert heimili með ljósnetstengingu auk þess sem tryggt er að háskerpa náist á Ljósneti, en háskerpa næst ekki á öllum ADSL-tengingum í dag af tæknilegum ástæðum.

Það besta er að Ljósnet Vodafone er á sama verði og hefðbundin ADSL-tenging. Fylgist vel með hér á Vodafone.is til að fá frekari fréttir af útbreiðslu Ljósnets Vodafone.

Ljósnetið hjá Vodafone

Vodafone hóf í dag að bjóða internet-, heimasíma- og sjónvarpsþjónustu um Ljósnetið á völdum svæðum, en gert er ráð fyrir að Vodafone bjóði Ljósnetið á öllum svæðum sem það er í boði í náinni framtíð.

Vodafone er þar með fyrsta íslenska fjarskiptafélagið til að bjóða net, síma og sína eigin sjónvarpsþjónustu yfir allt í senn, ljósleiðara-, ljósnets-, og ADSL-tengingar.

Ljósnetið er hraðvirkara en hefðbundnar ADSL-tengingar, með allt að 50 Mb/s hraða á niðurhali og 25 Mb/s á upphali en hraðinn á ADSL er allt að 12 Mb/s niðurhal og 1 Mb/s upphal. Mestur er hraðinn þó áfram á ljósleiðaratengingum, 100 Mb/s bæði upp- og niðurhal.

Auk munar á upp- og niðurhalshraða er hægt að fá allt að fimm myndlykla með tengingu um Ljósnet, en tveir myndlyklar fást með ADSL-tengingu. Jafnframt er háskerpusjónvarp ávallt í boði um Ljósnet, en það næst ekki á öllum ADSL-tengingum. Sama verð er á þjónustu um ADSL og Ljósnet hjá Vodafone.

Af tæknilegum ástæðum veitir Vodafone fyrst um sinn aðgang að Ljósnetinu í Reykjavík í póstnúmerum 104 og 108, en þjónustusvæðið mun stækka jafnt og þétt á næstu vikum. Gert er ráð fyrir að Vodafone muni bjóða þjónustu um Ljósnet á öllum þeim svæðum sem Ljósnetið er almennt í boði.

Íbúar á svæðum 104 og 108 geta nú þegar pantað Ljósnetsþjónustu Vodafone með því að hafa samband við þjónustuver Vodafone í síma 1414, með netspjalli á Vodafone.is eða með því að senda tölvupóst með símanúmeri á ljosnet@vodafone.is.

Á Vodafone blogginu birtum við fréttir af ýmsu sem tengist starfsemi, vörum og þjónustu Vodafone. Við leggjum okkur að sjálfsögðu fram um að upplýsingar sem hér birtast séu réttar, en alltaf geta einhverjar villur slæðst með sem við leiðréttum ef þær finnast. Eðli bloggsins vegna má búast við að upplýsingar sem hér birtast geti úrelst með tímanum.
Netspjall / Panta símtal / Fyrirspurn