Hefurðu einhverjar spurningar um þjónustu eða vörur Vodafone? Hér finnur þú svörin við flestum þeim algengustu.

Reikningar

Allt sem tengist reikningum: Inniheimtuferli, reikningstímabil, útskriftargjald, greiðslufrestur og fleira.

 

Í netverslun okkar geturðu á einfaldan hátt leitað eftir tegund, verði eða eiginleikum símtækja og þannig fundið rétta símann sem hentar þér.

Við erum með eitt mesta úrval landsins. Kíktu líka við í verslunum okkar.

Varasamur tölvupóstur

Nokkrir viðskiptavinir Vodafone fengu í dag tölvupóst með efnislínunni „Attentum öllum Vodafone.is notendum“. Þessi póstur er EKKI frá Vodafone og við hvetjum til að ekki sé smellt á tengla í póstinum.

Pósturinn, sem lítur út fyrir að vera sendur frá Vodafone, er sendur frá óprúttnum aðilum og er hannaður til að veiða notendanöfn og aðgangsorð móttakenda. Því er mikilvægt að ekki sé smellt á tengla í þessum pósti. Þótt einhverjir þeirra vísi inn á vefsvæði Vodafone er einn þeirra (merktur „Virkja“) hugsaður til að veiða lykilorð notenda. Hann vísar á vefsíðu sem lítur út svipað og vefpóstur Vodafone, en er það ekki í raun.

Hafi einhverjir notendur þegar smellt á hlekkinn og skráð notendanafn og lykilorð á vefsíðuna sem þá birtist hvetjum við þá til að breyta lykilorði sínu eins fljótt og auðið er. Það má gera á hinni réttu slóð vefpóstsins okkar, www.internet.is, eða með aðstoð þjónustufulltrúa Vodafone í síma 1414. Ef ekki hefur verið smellt á hlekki í tölvupóstinum er ekki þörf á sérstökum aðgerðum vegna þessa.

Viðskiptavinum sem fengu póstinn hefur þegar verið gert viðvart með tölvupósti frá Vodafone. Jafnframt hefur verið lokað á póstsendingar frá netþjóninum sem sendi umrædd skeyti.

Bjöguð íslenska augljós vísbending

Almennt skal taka tölvupósti með mjög miklum fyrirvara ef hann ýmist biður um að notendanöfn og lykilorð séu send til baka með tölvupósti eða er með hlekki inn á síður sem biðja um notendanöfn og lykilorð. Ef slíkir póstar eru skrifaðir á bjagaðri íslensku er það mjög góð vísbending um að ekki sé allt með felldu. Forðast ætti að smella á hlekki í vafasömum tölvupóstum, heldur opna frekar vef viðkomandi fyrirtækis með vafra og leita þar frekari upplýsinga.

Verði viðskiptavinir varir við að undarlegur póstur sé sendur út í nafni Vodfone hvetjum við til að okkur sé gert viðvart með tölvupósti á netfangið vodafone@vodafone.is.

Athugasemdir

athugasemdir

Á Vodafone blogginu birtum við fréttir af ýmsu sem tengist starfsemi, vörum og þjónustu Vodafone. Við leggjum okkur að sjálfsögðu fram um að upplýsingar sem hér birtast séu réttar, en alltaf geta einhverjar villur slæðst með sem við leiðréttum ef þær finnast. Eðli bloggsins vegna má búast við að upplýsingar sem hér birtast geti úrelst með tímanum.

Copyright © Vodafone    Skútuvogi 2    104 Reykjavík    Sími 599 9000    Fax 599 9001    Þjónustuver sími 1414    Hafðu samband    Skilmálar þjónustu

Netspjall / Panta símtal / Fyrirspurn