Hefurðu einhverjar spurningar um þjónustu eða vörur Vodafone? Hér finnur þú svörin við flestum þeim algengustu.

Reikningar

Allt sem tengist reikningum: Inniheimtuferli, reikningstímabil, útskriftargjald, greiðslufrestur og fleira.

 

Í netverslun okkar geturðu á einfaldan hátt leitað eftir tegund, verði eða eiginleikum símtækja og þannig fundið rétta símann sem hentar þér.

Við erum með eitt mesta úrval landsins. Kíktu líka við í verslunum okkar.

Góð samskipti bæta lífið

Með góðum samskiptum getum við náð enn lengra og bætt okkur bæði í leik og starfi. Þetta var meginniðurstaða stefnumótunarfundar sem allt starfsfólk Vodafone tók þátt í.

Frá starfsmannafundir Vodafone

Allt starfsfólk Vodafone kom saman 2. janúar síðastliðinn til að stilla saman strengi og ræða starfið framundan. Meðal annars var unnið í hópavinnu að því að svara ýmsum spurningum sem snerta starfsemina. Eftir að unnið hafði verið úr svörum hópanna kom í ljós mjög afgerandi meginstef í niðurstöðunum: Með góðum samskiptum getum við náð enn lengra í okkar starfi og bætt líf okkar allra í leiðinni.

Ekki það að samskiptin hafi verið slæm fyrir – en á þessum vettvangi er alltaf hægt að gera betur.

Þetta er algilt: Með góðum samskiptum við viðskiptavini bætum við þjónustuna og gerum bæði líf okkar og viðskiptavina ánægjulegra. Með góðum samskiptum við samstarfsfólk gerum við starfið árangursríkara og skemmtilegra. Eins er þetta með einkalífið – þar eru góð samskipti ekki síður mikilvæg til að bæta lífið.

Þetta eru ekki ný sannindi – mörgum finnst þetta kannski svo augljóst að það sé óþarfi að hafa orð á því. En það er eins með þetta og margt annað sem okkur þykir sjálfsagt – í amstri hversdagsins þurfum við stundum að minna okkur á jafnvel einföldustu lífsreglur og leggja okkur fram við að vera réttu megin við strikið. Í opinberri umræðu síðustu misseri þarf ekki að leita langt til að finna dæmi um samskipti sem hefðu verið svo miklu ánægjulegri og árangursríkari ef reynt hefði verið að halda samskiptunum á jákvæðari nótum.

Við höfum líka rætt við fólk utan Vodafone um þessi mál. Hér eru dæmi um það sem fólk úr ýmsum stéttum hefur að segja um hvað séu góð samskipti:

Með þetta í huga sömdum við sérstaka samskiptayfirlýsingu sem starfsfólk Vodafone hefur skrifað undir á vegg í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Skútuvogi. Þessi samskiptayfirlýsing mun jafnframt birtast í auglýsingaformi í fjölmiðlum næstu daga.

Samskiptayfirlýsing Vodafone og undirskriftir starfsfólks

Við hjá Vodafone erum afar stolt af þeirri vinnu sem liggur á bak við samskiptayfirlýsinguna og höfum mikla trú á að með því að hafa góð samskipti ávallt í huga við leik og starf munum við ná enn betri árangri í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur. Við vonum að þessi hvatning okkar muni snerta streng hjá fleirum en bara starfsfólki Vodafone og þannig getum við öll í sameiningu stuðlað að betri samskiptum.

Athugasemdir

athugasemdir

Á Vodafone blogginu birtum við fréttir af ýmsu sem tengist starfsemi, vörum og þjónustu Vodafone. Við leggjum okkur að sjálfsögðu fram um að upplýsingar sem hér birtast séu réttar, en alltaf geta einhverjar villur slæðst með sem við leiðréttum ef þær finnast. Eðli bloggsins vegna má búast við að upplýsingar sem hér birtast geti úrelst með tímanum.

Copyright © Vodafone    Skútuvogi 2    104 Reykjavík    Sími 599 9000    Fax 599 9001    Þjónustuver sími 1414    Hafðu samband    Skilmálar þjónustu

Netspjall / Panta símtal / Fyrirspurn