Hefurðu einhverjar spurningar um þjónustu eða vörur Vodafone? Hér finnur þú svörin við flestum þeim algengustu.

Reikningar

Allt sem tengist reikningum: Inniheimtuferli, reikningstímabil, útskriftargjald, greiðslufrestur og fleira.

 

Í netverslun okkar geturðu á einfaldan hátt leitað eftir tegund, verði eða eiginleikum símtækja og þannig fundið rétta símann sem hentar þér.

Við erum með eitt mesta úrval landsins. Kíktu líka við í verslunum okkar.

Sendu SMS í 1414

Í dag tókum við í notkun nýja leið til að hafa samband við þjónustuver Vodafone. Nú er hægt að senda fyrirspurn eða þjónustubeiðni með SMS í 1414 og við svörum um hæl.

Sendu okkur SMS í 1414 og við svörum um hælSMS í 1414 er einföld og þægileg leið til að fá svör við spurningum eða aðstoð frá þjónustuverinu. Þú einfaldlega skrifar SMS með spurningu eða beiðni um aðstoð – best er að nefna hvort það snerti farsíma, heimasíma, internet, sjónvarp, fyrirtækjaþjónustu eða reikninga – sendir á númerið 1414 og þjónustuver Vodafone bregst við. Einföldum spurningum getum við oft svarað með SMS, en við flóknari úrlausnir hringjum við til baka.

Við munum alltaf svara innan 24 tíma, en meðalsvartíminn verður mun styttri en það. Í neyðartilvikum er með öðrum orðum betra að hringja í 1414 en senda SMS, en í öllum öðrum tilvikum er einfaldast og þægilegast að senda SMS í 1414 og losna við bið eftir aðstoð í símaverinu. Að sjálfsögðu er alveg gjaldfrjálst að senda SMS í 1414.

Þessi þjónusta er glæný hjá okkur og því ekki alveg búið að sníða alla vankanta af – við getum til dæmis ekki tekið á móti íslenskum stöfum enn sem komið er, en það ætti að komast í lag innan nokkurra daga. Thannig ad naestu daga vaeri fint ef skilabod inniheldu ekki islenska stafi. :)

Prófið SMS í 1414 næst þegar þið þurfið að fá aðstoð hjá Vodafone – og finnið muninn!

Athugasemdir

athugasemdir

Á Vodafone blogginu birtum við fréttir af ýmsu sem tengist starfsemi, vörum og þjónustu Vodafone. Við leggjum okkur að sjálfsögðu fram um að upplýsingar sem hér birtast séu réttar, en alltaf geta einhverjar villur slæðst með sem við leiðréttum ef þær finnast. Eðli bloggsins vegna má búast við að upplýsingar sem hér birtast geti úrelst með tímanum.

Copyright © Vodafone    Skútuvogi 2    104 Reykjavík    Sími 599 9000    Fax 599 9001    Þjónustuver sími 1414    Hafðu samband    Skilmálar þjónustu

Netspjall / Panta símtal / Fyrirspurn