Hefurðu einhverjar spurningar um þjónustu eða vörur Vodafone? Hér finnur þú svörin við flestum þeim algengustu.

Reikningar

Allt sem tengist reikningum: Inniheimtuferli, reikningstímabil, útskriftargjald, greiðslufrestur og fleira.

 

Í netverslun okkar geturðu á einfaldan hátt leitað eftir tegund, verði eða eiginleikum símtækja og þannig fundið rétta símann sem hentar þér.

Við erum með eitt mesta úrval landsins. Kíktu líka við í verslunum okkar.

Ber það sem eftir er

Fræðsluátakið „Ber það sem eftir er: Um sexting, hefndarklám og netið“ er nú komið af stað. Haldnir verða fyrirlestrar fyrir foreldra í öllum grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og víðar og stendur verkefnið fram á vor.

Hér verður sagt reglulega frá fyrirlestrum átaksins og dagskráin birt. Næstu fyrirlestrar eru:

 • Háaleitisskóli fimmtudaginn 29. janúar kl. 20:00
 • Hólabrekkuskóli þriðjudaginn 3. febrúar kl. 20:00
 • Garðaskóli miðvikudaginn 4. febrúar kl. 20:00
 • Hamraskóli fimmtudaginn 5. febrúar kl. 20:00

Hér má finna ítarefni um Ber það sem eftir er: sexting, hefndarklám og netið.

Skrifað 29. janúar 2015:

Það var sannarlega góðmennt á fyrsta fyrirlestrinum í Sæmundarskóla í Grafarholti í gærkvöld. Á kafla mátti heyra saumnál detta og áhugi áheyrenda leyndi sér ekki. Í kjölfarið spunnust umræður sem lágu alla leið út á bílastæði, eða þangað til þátttakendum var orðið svo kalt að þeir hröktust inn í bíl eða af stað heim. Sumsé vel heppnað „frumsýningarkvöld“ í alla staði og þakka ég öllum sem komu.

Háaleitisskóli er næstur í röðinni og ég er spennt að leggja leið mína þangað.

saemundarskoli-btsee

Það var vel mætt á fyrsta fund átaksins, sem fram fór í Sæmundarskóla.

Skrifað 27. janúar 2015:

Nú förum við af stað með forvarnar- og fræðsluátak í þágu foreldra á höfuðborgarsvæðinu og víðar, þeim að kostnaðarlausu. Markmiðið er að vekja athygli á orsökum og afleiðingum myndbirtinga á netinu, sem geta haft mikil áhrif á líf og framtíð þeirra sem fyrir því verða. Upplýst samfélag er jú besta forvörnin.

Ég hlakka til að hefja leikinn með foreldra barna í Sæmundarskóla á morgun, 28. janúar. Þetta er fyrsta fræðslukvöldið af mörgum sem koma skal, ævintýrið er rétt að byrja!

thordis-elva-fyrirlestur

Frá fyrirlestri um ofbeldisforvarnir sem ég hélt í Menntaskólanum á Akureyri á alþjóðlega mannréttindadaginn.

Eins og nærri má geta er það ærið verkefni að heimsækja alla grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem við stefnum einnig að því að heimsækja landsbyggðina eins og kostur er. Mér til aðstoðar verður Sigríður Sigurjónsdóttir, MSc í sálfræði, sem hefur sérhæft sig á sviði kynferðisofbeldis gegn ungmennum og áhrif nettælingar á andlega heilsu brotaþola.

Ég mun gefa reglulega út fundardagskrána hér á Vodafone.is, auk þess sem ég hef tekið saman ítarupplýsingar, ráðleggingar og fleira efni á vefsíðu verkefnisins.

 

Ódýrara að hringja í útlöndum

Vodafone hefur lækkað verulega verð á símtölum viðskiptavina á ferð í Bandaríkjunum, Kanada, Rússlandi og Ástralíu. Lækkunin er á bilinu 11 – 57%.

Vodafone hefur lækkað reikiverðskrá umtalsvert í nokkrum löndum. Þar á meðal má nefna að mínútuverð fyrir símtal í Bandaríkjunum og Kanada lækkar um ríflega 40% og kostnaður við netnotkun í þessum löndum lækkar um 57%.

Kostnaður við að hringja á ferð um Rússland lækkar um 22%. Enn meiri lækkun er fyrir Ástralíu, en þar lækkar símtalskostnaður um helming, 50%. Samhliða þessu lækkar verð fyrir SMS sendingar í þessum löndum.

reikiverd-laekkun-x1

Þessu til viðbótar bætast Mön, Jersey og Guernesey við þau lönd sem EuroTraveller þjónusta Vodafone býðst í, en með henni er greitt eitt daggjald ef síminn er notaður og svo gildir íslensk verðskrá það sem eftir lifir dags. Grænland hefur nýlega bæst í þennan hóp og því eru EuroTraveller löndin orðin 35 talsins. Við minnum einnig á að þrátt fyrir verðlækkunina í Bandaríkjunum og Kanada nú fæst hagkvæmasta símnotkunin í þessum löndum áfram með USA Traveller þjónustu Vodafone.

Þá hafa nýir samningar náðst við fjölda fjarskiptafyrirtækja víða um heim, sem allir miða að því að auka þjónustu fyrir viðskiptavini Vodafone á ferðalögum erlendis. Þar á meðal má nefna:

 • XL Indonesia – 3G þjónusta
 • T-Mobile USA – Frelsisþjónusta
 • BTC Bahamas – Gagnaflutningur og 3G þjónusta
 • C&W Panama – símaþjónusta, gagnaflutningur og 3G þjónusta
 • Telefonica Panama – Gagnaflutningur og 3G þjónusta
 • Telefonica Guatemala – Símaþjónusta
 • Viaero USA – símaþjónusta, gagnaflutningur og 3G þjónusta
 • Orange Rúmeníu – Frelsisþjónusta
 • O2 UK – Gagnaflutingur og frelsisþjónusta
 • Idea Indlandi – 3G þjónusta
 • Vimpelkom Rússlandi – 3G þjónusta
 • Plus Albaníu – símaþjónusta, gagnaflutningur og 3G þjónusta
 • Hutchinson Macau – Gagnaflutningur og 3G þjónusta
 • Armentel Armeníu – Gagnaflutningur og 3G þjónusta
 • True move Thailandi – símaþjónusta, gagnaflutningur og 3G þjónusta
 • Vodacom Kongó – Gagnaflutningur

Hér má finna nánari upplýsingar um verðskrá reikiþjónustu Vodafone.

Tímamót hjá RÚV

Þann 2. febrúar verður slökkt á hliðrænu sjónvarpsdreifikerfi RÚV. Útsendingin verður þá alfarið á stafrænu dreifikerfi Vodafone sem þýðir stórbætta þjónustu um allt land.

 • ruv-lokanirSlökkt á hliðrænu sjónvarpskerfi RÚV
 • Nýtt stafrænt dreifikerfi nær til 99,9% heimila
 • Betri myndgæði og aukin þjónusta fyrir þúsundir heimila
 • Ef þú ert með myndlykil þarftu ekkert að gera
 • Mörg sjónvörp hafa innbyggðan stafrænan móttakara og geta nýtt hann

Mánudagurinn 2. febrúar 2015 mun marka tímamót í íslenskri sjónvarpssögu, því slökkt verður á hliðræna dreifikerfinu sem hefur verið í notkun allt frá upphafi sjónvarpsútsendinga RÚV árið 1966. Þess í stað verður alfarið sent út í gegnum stafrænt dreifikerfi Vodafone. Gæði stafrænna útsendinga eru hins vegar umtalsvert meiri og möguleikar í útsendingum aukast.

Vorið 2013 sömdu RÚV og Vodafone um að Vodafone myndi sjá um stafræna útsendingu fyrir RÚV næstu 15 árin. Í samningnum fólst að Vodafone myndi efla stafrænt sjónvarpsdreifikerfi sitt umtalsvert þannig að það gæti dreift háskerpuútsendingu til 99,8% landsmanna að meðtöldum helstu sumarhúsasvæðum.

Þéttara og öflugra dreifikerfi

Síðan þá hefur Vodafone eflt sjónvarpsdreifikerfi sitt umtalsvert og m.a. þrefaldað fjölda stafrænna sjónvarpssenda á landinu. Jafnframt hefur verið tekin í notkun ný útsendingartækni sem hentar til háskerpuútsendinga. Búið er að setja upp alla senda og hefja háskerpuútsendingar á flestum svæðum. Þessar vikurnar er unnið að því að opna á háskerpuútsendingar á þeim sendum sem eftir eru. Nýja kerfið nær til 99,9% allra heimila á landinu.

Frá uppbyggingu sjónvarpskerfisins, en tæknimenn Vodafone hafa oft þurft að glíma við erfiðar aðstæður á meðan á verkefninu hefur staðið.

Frá uppbyggingu sjónvarpskerfisins, en tæknimenn Vodafone hafa oft þurft að glíma við erfiðar aðstæður.

Auk þess að geta boðið upp á háskerpuútsendingar eru stafrænu útsendingarnar mikið framfaraspor frá hliðræna útsendingarkerfinu. Myndgæði aukast verulega og „snjókoman“ sem margir kannast við úr gamla kerfinu heyrir sögunni til.

Þessu til viðbótar eru fleiri stöðvar sendar út um stafræna kerfið og geta því þúsundir heimila í hinum dreifðu byggðum nú í fyrsta sinn séð fleiri sjónvarpsstöðvar en bara RÚV.

Þessar stöðvar eru:

 • Stöð 2
 • Stöð 3
 • Bíóstöðin
 • Krakkastöðin
 • Stöð 2 Sport
 • Stöð 2 Sport 2
 • Skjár Einn
 • Auk 9 útvarpsstöðva sem nást í gegnum myndlykil eða stafrænan móttakara í sjónvarpi

Hvað þarftu að gera?

Nú þegar er búið að slökkva á gamla hliðræna kerfinu víða um land. Þann 2. febrúar næstkomandi verður hins vegar slökkt alfarið á kerfinu á þeim svæðum sem eftir eru og þá hætta hliðrænar útsendingar á nokkuð stórum svæðum víðsvegar um land.

Síðustu lokanirnar verða á eftirtöldum stöðum:

 • Höfuðborgarsvæðinu
 • Reykjanesi
 • Akranesi
 • Ísafjarðardjúpi
 • Skagafirði
 • Ströndum
 • Vestur-Húnavatnssýslu
 • Austur-Húnavatnssýslu

Þeir sem búa á þessum svæðum og eru ekki tilbúnir til að taka á móti stafrænum útsendingum þurfa því að gera ráðstafanir til að ná sjónvarpi eftir 2. febrúar.

Vodafone býður m.a. upp á háskerpumyndlykil með upptökueiginleika. Sjá nánar.

Vodafone býður m.a. upp á háskerpumyndlykil með upptökueiginleika. Sjá nánar.

Ef þú ert nú þegar með myndlykil þarftu ekkert að gera. Ef þú ert ekki með myndlykil gætirðu hins vegar þurft að bregðast við. Flest nýrri sjónvörp eru með innbyggðum stafrænum móttakara og þá þarftu ekki sérstakan myndlykil nema þú viljir geta horft á læstar stöðvar. Í slíkum tilvikum ætti að vera nóg að láta sjónvarpið leita að stafrænu útsendingunni ef þú ert ekki að nota hana nú þegar.

Ef sjónvarpið þitt er hins vegar ekki með stafrænum móttakara þarftu stafrænan móttakara eða myndlykil til að ná útsendingunni. Slíka móttakara má leigja af Vodafone eða kaupa í helstu raftækjaverslunum.

Nánari upplýsingar og svör við algengum spurningum má finna á vefsíðu verkefnisins.

Hægt er að panta myndlykla og fá nánari upplýsingar um sjónvarpsþjónustu Vodafone í næstu verslun Vodafone, í síma 1414 eða með netspjallinu.

Notaðu farsímann áhyggjulaust

Vodafone RED hefur slegið í gegn, enda er það áhyggjulaus farsímaáskrift þar sem símtöl og SMS eru ótakmörkuð – og fjölskyldan nýtur einnig góðs af.

Frá því að Vodafone RED kom fyrst á markaðinn síðasta vor hafa þúsundir Íslendinga skipt yfir í þessa áhyggjulausu farsímaáskrift. Með henni er hægt að hringja í alla heimasíma og farsíma innanlands og senda SMS endalaust fyrir fast mánaðargjald.

red-banner

Hagkvæmt fyrir alla fjölskylduna

Þessu til viðbótar getur öll fjölskyldan fengið aðgang að Vodafone RED með enn hagkvæmari hætti ef einn í fjölskyldunni gerist áskrifandi. Þannig geta allir fjölskyldumeðlimir hringt og sent SMS ótakmarkað.

Ef einn í fjölskyldunni er í Vodafone RED geta hinir fengið:

 • RED Family. Það veitir ótakmörkuð SMS og símtöl innanlands – fyrir einungis 2.954 kr. á mánuði. RED Family áskrifendur deila gagnamagni með aðaláskriftinni.
 • RED Young. Ef börn undir 18 ára eru á heimilinu er þetta jafnvel enn betra: Þau geta fengið RED Young fyrir 0 kr. á mánuði. Í RED Young hringja börnin og senda SMS endalaust og fá að auki 50 MB gagnamagn mánaðarlega.

Gagnamagnið stýrir stærðinni

Þegar þú velur Vodafone RED áskrift er stóra spurningin hversu mikið gagnamagn þú notar að jafnaði. Þrjár áskriftarleiðir eru í boði:

RED_blog_580x350

Meira innifalið í stærri leiðum

Ef innifalið gagnamagn klárast bætist meira við fyrir 682 kr. Í RED S færðu 250 MB, í RED M færðu 500 MB en RED L færðu 1 GB.

Ýmsir ávinningar fara jafnframt stigvaxandi eftir því sem stærri áskriftarleið er valin. T.d. fylgja 1000 mínútur til útlanda með RED L og í þeirri áskriftarleið getur þú fengið RED Data gagnakort fyrir spjaldtölvur án þess að greiða aukalega.

Skiptu í áhyggjulausa farsímaáskrift!

Ef þú hefur ekki nú þegar skipt yfir í áhyggjulausa farsímaáskrift er rétti tíminn núna til að taka skrefið fyrir þig og þína fjölskyldu. Þú getur pantað þína RED áskriftarleið hér á Vodafone.is, rætt málin á netspjallinu eða í síma 1414 eða komið í næstu verslun Vodafone.

Hættu að telja mínútur og SMS og notaðu símann áhyggjulaust!

Bestu æfingaöppin

Viltu hressa skrokkinn við eftir hátíðarnar? Hér eru nokkur öpp sem geta hjálpað við líkamsræktina.

Í upphafi árs vilja margir koma sér af stað í ræktinni eftir rólegheitin yfir jól og áramót (og kannski jafnvel rólegheit síðustu ára þar á undan).

Þá er um að gera að nýta sér eitthvað hinna fjölmörgu snjallsíma- og spjaldtölvuappa sem geta hjálpað til við heilsuræktina. Úrvalið er endalaust en hér eru nokkur af bestu öppunum fyrir þá sem vilja nýta snjalltæknina við heilsuræktina.

Tony-Gonzalez-Fit-Star

FitStar (iOS)
Með Fitstar færðu þinn eigin stafræna einkaþjálfara, sem aðlagar æfingarnar að þínu getustigi, þannig að þær verða alltaf krefjandi án þess að verða of erfiðar.

 

strava

Strava (Android, iOS)
Strava er frábært fyrir hjólreiðamenn og hlaupara til að fylgjast með æfingunum sínum og félaga sinna. Það besta er að þú getur borið þig saman við aðra hjólreiðamenn (og fyrri ferðir þínar) með því að fylgjast með frammistöðunni á sérstökum leiðarbútum (segments).

 

jefit

JEFIT (Android, iOS)
Öppin frá JEFIT.com bjóða upp á frábæran gagnagrunn yfir þúsundir æfinga sem hjálpa þér að setja upp æfingaprógramm sem hentar þér. Bæði til í ókeypis og PRO-útgáfu.

 

endomondo

Endomondo (Android, iOS, Windows Phone)
Eitt vinsælasta forritið til að fylgjast með hlaupum, hjólreiðum og svo til hvaða íþrótt sem nöfnum tjáir að nefna. Góð tenging við samfélagsmiðla auðveldar þér að nýta hópeflið til að hvetja þig áfram.

 

challenges

Challenges (Android og iOS)
Með þessu forriti gerir þú líkamsræktina að keppni milli þín og félaga þinna. Nýttu keppnisskapið til að safnaðu stigum og skáka félögunum!

 

johnsons-workout

Johnson & Johnson Official 7 minute Workout App (Android, iOS)
Fínt æfingakerfi sem byggir á 7 mínútna æfingum auk lengri og ítarlegri æfinga.

 

nexusae0_Runtastic1

Runtastic Six Pack Abs (Android, iOS)
Þetta app leiðir þig í gegnum 10 vikna æfingaprógramm sem hannað er til að styrkja magavöðvana auk þess að bjóða upp á tugi mismunandi æfinga sem miða allar að því að draga vöðvana fram fyrir bumbuna!

 

Zombies-Run

Zombies, Run! (Android og iOS)
Skemmtilegt hlaupaapp sem breytir hlaupunum þínum úr því að vera sami leiðindahringurinn í flótta upp á líf og dauða frá uppvakningum. Maður hleypur aldrei hraðar en þegar holdsétandi zombíar eru á hælunum á manni!

Nokkur Windows Phone öpp
Þeir sem eru með Windows síma þurfa ekki að örvænta – það er til fullt af góðum líkamsræktaröppum fyrir þá líka. Nokkur góð eru Gym Pocketguide, MyFitness Pal, Runtastic, Adidas miCoach train and run og Sportstracker svo nokkur séu nefnd.

Svo má ekki gleyma snjalltækjunum sem geta nýst við líkamsræktina – við bjóðum upp á ýmsar slíkar græjur í verslunum Vodafone. Kynntu þér t.d. Jawbone UP snjallarmbandið og FitBit One klemmuna sem fylgjast með hreyfingu og svefni, iHealth snjallvigtina sem mælir miklu meira en bara þyngdina og allar hinar lífstílsgræjurnar okkar!

Jólagjöf til viðskiptavina Vodafone

Vodafone gefur viðskiptavinum jólagjöf yfir hátíðarnar – á jóladag mun kosta 0 krónur að hringja til útlanda úr heimasíma auk þess sem SkjárEinn og SkjárKrakkar verða í boði Vodafone frá 24.-26. desember. Gleðilega hátíð!

Við hjá Vodafone óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla – og gefum um leið jólagjöf sem vonandi nýtist sem flestum viðskiptavinum. Viðskiptavinum með Vodafone Sjónvarp gefum við aðgang að glæsilegri jóladagskrá SkjásEins á aðfangadag, jóladag og annan í jólum. Það gildir fyrir bæði þá sem eru með sjónvarpsþjónustu yfir nettengingu og loftnet. Þú þarft ekkert að skrá þig eða gera neitt sérstaklega – við einfaldlega opnum á dagskrána á þessum dögum! hatidardagsrka Þeir sem eru með sjónvarp yfir nettengingu fá að auki aðgang að Skjákrökkum, en þar má horfa á mikið úrval barnamynda og barnaþátta. Einnig fæst aðgangur að frelsisefni SkjásEins, en þar má finna fjölda sjónvarpsþátta sem eru reglulega á dagskrá SkjásEins Hringdu til útlanda fyrir 0 kr. á jóladag Við viljum vera í sambandi við fólkið okkar á jólunum. Þess vegna bjóðum við viðskiptavinum okkar með heimasíma að hringja án endurgjalds í allt að 1000 mínútur til útlanda á jóladag. Þetta gildir bæði fyrir símtöl í heimasíma og erlenda farsíma. Nýttu tækifærið og heyrðu í fjarstöddum ættingjum og vinum. Um leið og við þökkum viðskiptavinum Vodafone fyrir viðskiptin á árinu óskum við öllum Íslendingum farsældar á komandi ári. Gleðilega hátíð! featured_jol_phonehome

Allt snjallt í jólapakkann

Stílhrein heyrnartól, krúttlegir hátalarar, snjallúr og heilsuarmbönd – allt þetta og miklu meira til færðu í næstu verslun Vodafone.

Ertu að leita að einhverju snjöllu, sniðugu og nytsamlegu í jólapakkann? Þá hefurðu úr ógrynni skemmtilegra hugmynda að velja í næstu verslun Vodafone eða hér á Vodafone.is – en hjá okkur færðu fría heimsendingu ef þú pantar í gegnum vefinn.

Aukahlutur-Selfie_330

Selfie stöngin er frábær fyrir sjálfsmyndirnar.

Fyrir sjálfsmyndarann
Stöng til að taka selfie er nauðsynleg í farteski þess sem hefur gaman af að mynda sjálfan sig við flest tækifæri. Með henni nærðu fleirum inn á myndina við hópmyndatöku eða meiri bakgrunni ef þú vilt að umhverfið sjáist – snilld á ferðalögum!

Fyrir tónlistaráhugafólkið
Úrvalið af heyrnartólum og hátölurum sem auðvelt er að tengja við snjallsímann er endalaust. Þarftu vatnsheldan, þráðlausan hátalara sem hægt er að nota til að svara í símann? Ecogear Ecoxbt er málið. Lítinn og einfaldan hátalara sem má raðtengja við fleiri til að fá betri hljóm? Coloud Bang svarar kallinu. Flottan en nettan með góðum hljómi? Lepow Modre. Krúttlegan hátalarakall? Xoopar Boy er málið. Og svo mætti lengi telja.

aukahlutir-hatalarar

Flottir hátalarar: Ecogear Ecoxbt, Coloud Bang, Lepow Modre og Xoopar Boy

Svo er Belkin Bluetooth Receiver snilld fyrir þá sem vilja senda tónlistina beint úr snjallsímanum í heimilisgræjurnar.

En svo vilja margir hafa tónlistina bara fyrir sjálfa sig. Þá höfum við t.d. Urbanista heyrnartólin, Copenhagen, London og Miami, en hjá Urbanista er unnið eftir þeirri heimspeki að við viljum ekki bara góðan hljóm, heldur líka líta vel út með heyrnartólin. Svo má nefna Urbanears heyrnartólin, sem eru til í fjölmörgum litum – og svo mætti lengi telja. Skoðið úrvalið á jólagjafasíðunni okkar.

Fyrir sjónvarpskartöflurnar

Apple TV er snilld.

Apple TV er snilld.


Viltu spila sjónvarpsefni á einfaldan hátt af netinu? Þá er Apple TV eða Google Chromecast algerlega málið. Þessar snilldargræjur gera þér kleift að spila efni beint af tölvunni, Google Play eða öðrum myndveitum beint af netinu í sjónvarpinu þínu.

Fyrir heilsufríkin
Snjallheilsugræjur af öllum stærðum og gerðum má finna í næstu Vodafone verslun. Þar má t.d. nefna Fitbit Flex og Jawbone UP heilsuarmböndin sem fylgjast með svefni, hreyfingu, kaloríubrennslu og fleiru og Fitbit One klemmuna, sem gerir nokkurn veginn það sama. iHealth blóðþrýstingsmælirinn sendir upplýsingar beint í app og leyfir þér að fylgjast með yfir tíma og með iHealth snjallvigtinni getur þú fylgst með þyngd, fituprósentu, vöðvamassa og ýmsu fleiru.

Moto 360

Moto 360

Fyrir græjufíklana
Snjallúrin eru það heitasta í tækniheiminum í dag. Með þeim færðu mikilvægar tilkynningar í símanum án þess að þurfa að taka hann úr vasanum, stýrir tónlistarspilaranum, stýrir helstu öppum, mælir skref, getur talað í símann… já, og svo geturðu séð hvað klukkan er. Við bjóðum fjölbreytt úrval snjallúra, t.d. Moto 360 og LG G Watch.

Svo er auðvitað tilvalið að nota snjallsímann í eitthvað sniðugra en að hanga á Facebook eða spila Kingdom Rush Origins – eins og t.d. að fjarstýra leikfangabíl. Við bjóðum einmitt upp á flotta fjarstýrða bíla frá iCess sem þú stýrir með Android eða iOS snjalltækjum. Frábær leiktæki fyrir börn á öllum aldri!

Aukahlutur-iCess

iCess bílana má fá sem eftirlíkingar af Mercedes, BMW, Porsche og Lamborghini.

En þá er einungis búið að nefna örfá dæmi um snjallar og skemmtilegar jólagjafir sem þú getur fengið hjá Vodafone. Á jólagjafasíðunni okkar getur þú fengið yfirlit yfir enn fleiri, pantað og fengið sent heim þér að kostnaðarlausu. Svo er líka um að gera að líta í heimsókn til okkar í Kringluna, Smáralind, Skútuvog eða á Glerártorg á Akureyri.

Svo má heldur ekki gleyma sjálfum snjallsímunum, sem eru að sjálfsögðu frábær jólagjöf – kynntu þér jólatilboðssímana okkar hér.

Opnunartímar um jól og áramót

Síðustu vikurnar fyrir jól og fram yfir áramót verða ýmsar breytingar á opnunartíma verslana Vodafone og opnunartíma þjónustuvers. Hér er yfirlit yfir opnunartíma okkar yfir hátíðarnar.

Ertu að leita að sniðugri jólagjöf? Kynntu þér þá jólatilboðssíma okkar sem fást með frábærum Vodafone RED kaupauka. Svo erum við með ýmsar sniðugar og skemmtilegar smærri jólagjafir, svo sem selfie-stöng, ferðahátalara, snjallúr, fjarstýrða bíla og svo mætti lengi telja. Skoðaðu úrvalið hér á vefnum eða í næstu verslun Vodafone.

Opnunartími verslana:

opnunartimar-jol2014-b

Opnunartími þjónustuvers

Opnunartími þjónustuvers Vodafone breytist á helstu hátíðisdögunum en er með hefðbundnum hætti aðra daga. Með því að smella hér má sjá almennan opnunartíma í þjónustuveri, en þá daga sem opnunartími breytist má sjá hér fyrir neðan. Hægt er að hafa samband við þjónustuver í síma 1414, með netspjallinu eða með því að senda SMS í 1414.

1414-opnunartimi-jol2014

Við óskum viðskiptavinum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári!

Á Vodafone blogginu birtum við fréttir af ýmsu sem tengist starfsemi, vörum og þjónustu Vodafone. Við leggjum okkur að sjálfsögðu fram um að upplýsingar sem hér birtast séu réttar, en alltaf geta einhverjar villur slæðst með sem við leiðréttum ef þær finnast. Eðli bloggsins vegna má búast við að upplýsingar sem hér birtast geti úrelst með tímanum.
Netspjall / Panta símtal / Fyrirspurn