Hefurðu einhverjar spurningar um þjónustu eða vörur Vodafone? Hér finnur þú svörin við flestum þeim algengustu.

Reikningar

Allt sem tengist reikningum: Inniheimtuferli, reikningstímabil, útskriftargjald, greiðslufrestur og fleira.

 

Í netverslun okkar geturðu á einfaldan hátt leitað eftir tegund, verði eða eiginleikum símtækja og þannig fundið rétta símann sem hentar þér.

Við erum með eitt mesta úrval landsins. Kíktu líka við í verslunum okkar.

Opnunartími verslana og þjónustuvers um páskana

Við óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra páska. Opnunartími verslana Vodafone og þjónustuvers okkar yfir hátíðirnar verður eftirfarandi:

Þjónustuver Vodafone er opið alla hátíðardagana, en opnunartími styttist suma dagana.

Opnunartimar-paskar2014-4

Við vekjum einnig athygli á að netspjallið okkar er jafnframt opið á opnunartímum þjónustuversins.

 

Skynsamlegt að endurnýja lykilorð

Fyrr í vikunni var tilkynnt um öryggisveikleika í OpenSSL, hugbúnaði sem notaður er í stórum hluta dulkóðaðra vefsíða í heiminum.

passwordÖryggislekinn hefur verið kallaður Heartbleed og talsvert verið fjallað um hann í heimsfréttunum síðustu daga, enda hefur hann áhrif á öryggi margra vinsælustu vefsíða í heimi.

Vodafone uppfærði allan viðeigandi hugbúnað hjá sér um leið og tilkynning barst þann 8.apríl auk þess að skipta um alla viðeigandi öryggislykla tengdum þessum veikleika.

Öryggisveikleikinn er mjög alvarlegur, enda getur hann leitt til þess að tölvuþrjótar komist yfir lykilorð og aðrar persónuupplýsingar. Enn sem komið er hafa þó ekki komið fram dæmi um að þessi öryggisveikleiki hafi verið nýttur til að stela mikilvægum gögnum, en engu að síður er ekki er hægt að útiloka að það hafi verið gert. Hér má fá nánari upplýsingar um öryggisveikleikann á vefsíðu Cert.is.

Skynsamlegt að endurnýja lykilorð
Þessi öryggisveikleiki sýnir enn og aftur mikilvægi þess að endurnýja reglulega lykilorð á þeim vefsíðum og vefþjónustu sem notuð er. Þótt engin dæmi hafi komið fram um að þessi öryggisveikleiki hafi verið nýttur af óprúttnum aðilum er gott að vera á varðbergi. Því hvetjum við alla til að skipta um lykilorð sitt alls staðar þar sem mikilvæg gögn eru geymd.

Góð regla til að hafa öryggi sinna gagna á netinu sem mest er að endurnýja lykilorð á þeim vefsíðum sem maður notar á þriggja mánaða fresti.

Að þessu sögðu má þó nefna að engin sérstök þörf er á að skipta um lykilorð að Mínum síðum hjá Vodafone. Það er vegna þess að innskráning á Mínar síður Vodafone.is krefst SMS-auðkenningar til viðbótar við notendanafn og lykilorð.

Hvað er gott lykilorð?
Gott lykilorð er langt, inniheldur bæði hástafi, lágstafi og tölustafi og er auðvelt að muna. Víða á netinu má finna tillögur um hvernig best sé að smíða lykilorð og má til dæmis benda á þessar fínu tillögur á íslensku.

Hvar ætti að endurnýja lykilorð?
Lykilorð eru notuð mjög víða á netinu. Hér er listi yfir ýmsar algengar vefsíður og vefþjónustu þar sem endurnýja ætti lykilorð reglulega.

Nám og vinna

 • Lykilorð tengd vinnu, eins og að tölvupósti eða öðrum vinnutengdum tölvukerfum
 • Lykilorð tengd námi, eins og inn á Ugluna í HÍ eða Mentor
 • Dropbox
 • Google reikningur
 • Vefpóstur eins og Gmail, Hotmail, Outlook og þess háttar

Afþreyingarefni

 • Apple ID (iTunes) Google Play Windows Market Hulu Netflix Playstation Network Microsoft Store (Xbox) OZ appið
 • Spotify
 • Tonlist.is

Innlendar síður sem gætu innihaldið launa- eða fjármálaupplýsingar

 • VR.is
 • Skattur.is
 • Heimabanki

Netverslanir

 • PayPal
 • Ebay
 • Amazon – þar á meðal Kindle
 • AliExpress

Samfélagsmiðlar

 • Facebook
 • Instagram
 • Snapchat
 • Twitter
 • Skype
 • Pinterest
 • Google+
 • Tumblr
 • Bloggsíður
 • LinkedIn

Íslensk fyrirtæki með „mitt svæði“, sér í lagi þau sem eru með greiðsluupplýsingum.
Dæmi:

 • Lotto.is
 • 365
 • Skjárinn
 • Leggja.is

Samsung Galaxy S5 mætir á svæðið!

Loksins, loksins – S5 er að koma! Verið velkomin á kennslu á nýjum Samsung Galaxy S5 í verslun Vodafone í Skútuvogi, föstudaginn 11. apríl kl. 9 – 10.

Samsung-GALAXY-S5-Official-Hands-on-630x354

Loksins er komið að útgáfudegi Samsung Galaxy S5, sem margir hafa beðið eftir með óþreyju. Hann kemur í verslanir okkar föstudaginn 11. apríl og af því tilefni bjóðum við öllum sem áhuga hafa á græjunni í morgunverð í verslun okkar í Skútuvogi kl. 9-10 þar sem græjan verður sýnd og kennt á helstu nýjungar.

Það er ekki nema von að mikil spenna sé fyrir komu Samsung Galaxy S5, enda hefur S-línan frá Samsung verið gríðarlega vinsæl síðustu ár. Eins og Pétur Hreiðar fjallaði um í bloggi sínu í mars er hann með endurbætta myndavél, fingrafaraskanna, er ryk- og rakavarinn og að sjálfsögðu með öflugustu símum sem eru á markaðnum í dag.

Við erum hrikalega spennt fyrir því að sýna þessa mögnuðu græju – og vonumst til að sjá ykkur sem flest á morgun!

Málum Akureyri rauða!

Það verður fjör á Akureyri um helgina. Söngkeppni framhaldsskólanna, Skíðamót Íslands og AK Extreme verða haldin þar – og Vodafone verður að sjálfsögðu á staðnum!

RED-AkVodafone er aðalstyrktaraðili söngkeppni framhaldsskólanna, sem heitir því Söngkeppni Vodafone. Þema keppninnar er því rautt í ár og verður Hof, þar sem keppnin verður haldin, uppljómað í rauðum lit. Keppendur munu svo undirbúa sig fyrir sönginn og bíða úrslita dómnefndar í RED herberginu. Öllu þessu geta landsmenn fylgst með í beinni útsendingu á RÚV.

Blað keppninnar kom einnig út í dag, en þar eru hraðfréttastrákarnir Benni og Fannar, kynnar keppninnar, á forsíðunni. Hér má lesa blaðið, sem er stútfullt af fróðleik um Söngkeppni Vodafone.

Vodafone býður svo almenningi í skautapartý í Skautahöll Akureyrar á laugardaginn 5. apríl frá kl. 15-18. Frítt verður inn og boðið upp á ýmis skemmtiatriði auk þess sem allir geta spreytt sig á svellinu. Við mælum að sjálfsögðu með að allir mæti í rauðu!

Vodafone mun að einnig taka þátt í að mála Skíðamót Íslands og AK Extreme rauð í orðsins fyllstu merkingu, m.a. með rauðum snjó sem verður áberandi á keppnisstöðum.

Það verður stuð á Akureyri um helgina – og við hlökkum til að taka þátt í því með heimafólki og gestum. Sjáumst!

red_stor-skautaholl2

Hvað er Vodafone RED?

Það eru nýir tímar í farsímaheiminum með nýrri tækni. Við tökum breytingunum fagnandi og kynnum með stolti Vodafone RED – nýja hugsun í farsímaþjónustu sem farið hefur sigurför um heiminn.

Vodafone RED er þróað af Vodafone fyrir alþjóðlegan markað og hefur verið tekið í notkun í fjölmörgum löndum um allan heim. Hvarvetna hefur Vodafone RED verið tekið opnum örmum enda um byltingu að ræða í því hvernig við hugsum um farsímaþjónustu.

Með Vodafone RED hættum við að telja mínútur og SMS í íslensk fastlínu- og farsímanúmer – þú notar símann eins mikið og þú vilt fyrir fast mánaðargjald. Í Vodafone RED eru þrjár áskriftarleiðir; RED S, RED M og RED L. Munurinn liggur í mismiklu gagnamagni í hverri leið auk þess sem misjafnlega mikið fylgir af annarri aukaþjónustu á borð við útlandamínútur, gagnakort, pláss til öryggisafritunar og fleira. Þú velur einfaldlega leið sem hentar þér best.

RED-adalEn Vodafone RED er ekki bara þjónusta fyrir einstaklinga, því þú getur deilt Vodafone RED með fjölskyldunni á hagkvæman hátt. Það fylgir því áhyggjuleysi að geta talað ótakmarkað – sérstaklega fyrir þá sem reka stórt heimili. Þess vegna bjóðum við Vodafone RED Family – ef einn í fjölskyldunni er í Vodafone RED geta aðrir fjölskyldumeðlimir líka fengið ótakmarkaðar mínútur og SMS fyrir lægra mánaðargjald. Saman deilir fjölskyldan svo gagnamagninu sem er innifalið í áskriftarleiðinni.

Vodafone RED er reyndar miklu meira en þetta. Með Vodafone RED færðu m.a. aðgang að fjórum öflugum snjallsímaforritum sem öll miða að því að auka öryggi símans þíns og þeirra mikilvægu gagna sem hann geymir. Forritin eru hönnuð fyrir alþjóðamarkað af Vodafone, stærsta farsímafélagi heims. Samstarf okkar þýðir að við getum boðið Íslendingum þessi frábæru öpp sem hluta af farsímaáskriftinni og þannig stuðlað að öruggum samskiptum.

Taktu þátt í byltingunni! Kynntu þér kosti Vodafone RED og skráðu þig í farsímaþjónustuna sem hefur farið sigurför um heiminn.

RED Family: Ótakmarkað fyrir fjölskylduna

Það er ekkert gaman að því að bara einn í fjölskyldunni sé með ótakmarkaðar mínútur og SMS. Þess vegna bjóðum við RED Family – byltingarkennda farsímaáskrift fyrir fjölskyldur.

RED-familyEf einn í fjölskyldunni er í Vodafone RED geta aðrir fjölskyldumeðlimir fengið RED Family á einstaklega hagstæðu verði – 2.990 kr. á mánuði fyrir hvert númer. Þannig fær öll fjölskyldan ótakmörkuð símtöl og SMS í alla farsíma og heimasíma á Íslandi óháð kerfi auk aðgangs að þeirri þjónustu sem fylgir Vodafone RED.

Öll fjölskyldan nýtir saman gagnamagnið sem fylgir RED áskriftarleiðinni. Þannig velur fjölskyldan RED áskriftarleið með því gagnamagni sem fjölskyldan þarf í heildina og tengir númer allra fjölskyldumeðlima við hana.

Hægt er að bæta ótakmörkuðum fjölda RED Family númera við eina aðaláskrift – eina skilyrðið er að öll farsímanúmerin séu á einum og sama reikningnum.

RED-family2Hvernig virkar þetta?
Tökum dæmi um fjögurra manna fjölskyldu. Erna vill fá stöðugan reikning þar sem hún þarf ekki að hafa áhyggjur af því hversu mikið hún hringir. Hún notar símann sinn til að fara á samfélagsmiðla og streyma tónlist þegar hún fer í göngutúra. Einar, maðurinn hennar, skoðar reglulega fréttamiðla í símanum, en notar netið ekki mikið að öðru leyti. Jón, tvítugur sonur þeirra, notar ýmis öpp sem krefjast gagnamagns og það sama má segja um Sigríði, fimmtán ára dóttur þeirra.

Samanlögð gagnamagnsnotkun fjölskyldunnar er jafnan um 2 GB á mánuði. Því velur Erna sér RED M með 2,5 GB og Einar, Jón og Sigríður fá öll RED Family. Öll fjölskyldan fær ótakmarkaðar mínútur og SMS og notar saman þau 2,5 GB sem fylgja RED M. Ef gagnamagnið klárast innan mánaðar bætast 500 MB við fyrir 690 kr. Erna er látin vita um stöðu gagnamagnsins reglulega.

Gagnakortum fyrir önnur tæki heimilisins bætt við
Þessu til viðbótar má einnig bæta gagnaflutningskortum við Vodafone RED. Segjum t.d. að fjölskyldan sem nefnd er hér að ofan sé með eina spjaldtölvu og einn nettengil sem notaður er einstaka sinnum. Þá gætu Erna og fjölskylda fengið sér tvö RED Data kort fyrir þessi tæki. Notkunin á þessum tækjum fer svo líka af 2,5 GB gagnamagninu sem er innifalið í áskriftarleiðinni hennar Ernu.

Taktu þátt í byltingunni! Á Vodafone RED síðunni getur þú fundið út hvaða leið hentar þinni fjölskyldu best og pantað Vodafone RED strax í dag.

RED Data – fyrir nettækin

Ef þú ert í Vodafone RED getur þú fengið RED Data gagnakort og notað til að tengja spjaldtölvu heimilisins eða önnur tæki sem tengjast 3G eða 4G.

RED-dataRED Data gagnakortin nýta gagnamagnið sem fylgir Vodafone RED áskrift heimilisins.

Tökum dæmi: Erna er með RED M og með því fylgja 2,5 GB á mánuði. Ef hún fær sér RED Data gagnakort í spjaldtölvu og annað í nettengil nota snjallsíminn hennar Ernu, spjaldtölvan og nettengillinn þau 2,5 GB sem fylgja með áskriftinni.

Þeir sem eru með RED L greiða ekkert fyrir RED Data gagnakort. Í áskriftarleiðunum RED M eða RED S er greitt hóflegt mánaðaverð fyrir RED Data: 490 kr. fyrir hvert kort. Þannig er RED Data einföld og ódýr lausn til að nettengja þau tæki heimilisins sem geta tengst 3G eða 4G.

Ekkert hámark er á fjölda RED Data gagnakorta fyrir hverja RED áskrift en hafðu í huga við val á áskriftarleið að öll tækin nota sama gagnamagnið í RED áskriftinni. Ef gagnamagn áskriftarinnar klárast innan mánaðarins bætist við gagnamagn á hagstæðu verði – 690 kr. Því stærri sem áskriftarleiðin er, því meira bætist við. Í RED S bætast 250 MB við, í RED M bætast 500 MB við og í RED L bætist 1 GB við.

Nýttu þér kosti hins ört vaxandi 4G kerfis Vodafone með RED Data! Kynntu þér Vodafone RED og finndu þá áskriftarleið sem hentar þinni fjölskyldu best!

RED Pro – bylting fyrir íslensk fyrirtæki

Það er með miklu stolti sem við kynnum Vodafone RED – nýja og byltingarkennda farsímaþjónustu sem farið hefur sigurför um heiminn.

RED-ProMeð Vodafone RED hættum við að telja mínútur og SMS í farsímaþjónustu – þeir sem eru í Vodafone RED hringja ótakmarkað í alla farsíma og fastlínusíma á Íslandi.

Íslensk fyrirtæki njóta góðs af innleiðingu Vodafone RED, því við bjóðum sérstaka fyrirtækjaútgáfu – Vodafone RED Pro. Með henni getur þitt starfsfólk hringt og sent SMS ótakmarkað innanlands fyrir fast mánaðargjald, sem er frábær kostur fyrir þá sem nota símann mikið við vinnuna. Vodafone RED Pro mun því nýtast mörgum íslenskum fyrirtækjum til að auka notkun farsíma við dagleg störf en lækka um leið fjarskiptakostnað.

Fjölbreytt aukaþjónusta

Vodafone RED snýst þó ekki bara um ótakmarkaðar mínútur og SMS, því ýmiss konar aukaþjónusta sem mun án efa nýtast íslenskum fyrirtækjum vel fylgir með í kaupbæti. Þar má t.d. nefna Vodafone Cloud, gagnageymsluþjónustu sem getur tekið sjálfkrafa afrit af mikilvægum gögnum í símanum og vistað í skýinu. Þannig glatast gögn ekki þótt síminn týnist og eru að auki aðgengileg í tölvunni þinni eða spjaldtölvunni þegar þér hentar. Vodafone Protect eykur öryggi símans með því að hjálpa þér að finna hann, eyða öllum gögnum ef þig grunar að óviðkomandi aðilar hafi komist yfir símann og verja hann gegn vírusum. Vodafone Contacts auðveldar þér svo að halda utan um tengiliðina í símanum.

Þar með er ekki allt upptalið. Ef starfsfólkið þitt hringir reglulega til útlanda má bæta sérstökum útlandapakka við áskriftina til að fá mínúturnar á lægra verði.

Að sjálfsögðu er svo Vodafone EuroTraveller hluti af Vodafone RED. Sú þjónusta hefur slegið í gegn hjá Vodafone eftir að hún var innleidd síðasta sumar, enda þýðir hún margfalt minni fjarskiptakostnað viðskiptavina á ferðum um Evrópu.

Kjarabót fyrir þitt starfsfólk

Í Vodafone RED Pro getur þinn starfsmaður veitt fjölskyldumeðlimum aðgang að RED Family og þannig lækkað fjarskiptakostnað heimilisins án aukakostnaðar fyrir þitt fyrirtæki. Fjölskyldumeðlimir greiða þá aðeins 2.990 kr. á mánuði fyrir hvert númer og fá ótakmörkuð símtöl og SMS. Fjölskyldumeðlimir nýta ekki innifalið gagnamagn í RED Pro áskrift starfsmannsins, en hann getur valið sjálfur að greiða 690 kr. til viðbótar og þá fá þeir sem eru í RED Family 1 GB gagnamagnspakka sem þeir nota saman.

Starfsmaðurinn getur líka fengið RED Data gagnakort og notað það til að nettengja spjaldtölvu sína eða annan búnað fyrir 3G eða 4G. Gagnanotkun þessara tækja fer þá líka af  sameiginlega 1 GB gagnapakkanum.

Með Vodafone RED opnast íslenskum notendum leið inn í nýja tíma í fjarskiptaþjónustu. Nú hættum við að hugsa um mínútu- og SMS-fjölda og notum einfaldlega farsímann þegar við þurfum á því að halda. Kynntu þér kosti RED Pro fyrir þitt fyrirtæki – hafðu samband við þinn viðskiptastjóra hjá Vodafone eða hjá fyrirtækjaþjónustu í síma 599 9500 strax í dag!

Á Vodafone blogginu birtum við fréttir af ýmsu sem tengist starfsemi, vörum og þjónustu Vodafone. Við leggjum okkur að sjálfsögðu fram um að upplýsingar sem hér birtast séu réttar, en alltaf geta einhverjar villur slæðst með sem við leiðréttum ef þær finnast. Eðli bloggsins vegna má búast við að upplýsingar sem hér birtast geti úrelst með tímanum.

Copyright © Vodafone    Skútuvogi 2    104 Reykjavík    Sími 599 9000    Fax 599 9001    Þjónustuver sími 1414    Hafðu samband    Skilmálar þjónustu

Netspjall / Panta símtal / Fyrirspurn