Hefurðu einhverjar spurningar um þjónustu eða vörur Vodafone? Hér finnur þú svörin við flestum þeim algengustu.

Reikningar

Allt sem tengist reikningum: Inniheimtuferli, reikningstímabil, útskriftargjald, greiðslufrestur og fleira.

 

Í netverslun okkar geturðu á einfaldan hátt leitað eftir tegund, verði eða eiginleikum símtækja og þannig fundið rétta símann sem hentar þér.

Við erum með eitt mesta úrval landsins. Kíktu líka við í verslunum okkar.

Jólin eru RED í ár!

Hó hó hó! Ef þú ert að leita að snjöllum jólagjöfum þá finnurðu eitthvað við allra hæfi hjá okkur. Glæsilegur RED kaupauki fylgir völdum snjalltækjum og úrvalið af aukahlutum er endalaust!

jolin-2014-grafikJólin eru komin hjá Vodafone! Ef þú kaupir eitt af jólasnjalltækjum Vodafone færðu glæsilegan RED-kaupauka sem gildir í 12 mánuði. Svona virkar hann:

Kaupaukinn er í formi ávísunar sem þú getur ráðstafað að vild – látið fylgja með í jólapakkann, nýtt fyrir eigið númer eða gefið öðrum. Ef þú ert ekki nú þegar í Vodafone RED er þetta tilvalin ástæða til að uppfæra í áhyggjulausa farsímaáskrift!

Jólasnjalltæki Vodafone sem fást með þessum frábæra kaupauka eru:

Vodafone Smart 4 mini: Snjallsími fyrir unga fólkið
Vodafone Smart Tab 4: Flott spjaldtölva á toppverði
iPhone 6: Sá flottasti frá Apple
iPhone 6 Plus: Loksins stór sími frá Apple
Sony Xperia z3 Compact: Glæsilegur orkubolti
Samsung Galaxy Alpha: Verulega flottur og stílhreinn sími
Samsung Galaxy S5: Sá vinsælasti frá Samsung
LG G3: Einn af símum ársins – og snjallúr fylgir!
Nokia Lumia 530: Litríkur og skemmtilegur
Nokia Lumia 635: Snilldarsími frá Nokia
Nokia Lumia 735: Frábær myndavélasími

Fjölbreyttir og skemmtilegir aukahlutir

Þessu til viðbótar má finna mikið úrval af skemmtilegum aukahlutum í verslunum Vodafone fyrir jólin. Þar má m.a. finna litríka hátalara af ýmsum gerðum sem smellpassa við snjallsímana, heyrnartól af öllum stærðum og gerðum, selfie-stöng fyrir sjálfsmyndirnar, bíla sem fjarstýra má með snjallsímanum, heilsuarmband og svo mætti lengi telja.

Þú finnur mikið úrval snjallsíma og aukahluta í næstu verslun Vodafone. Komdu í heimsókn og finndu snjöllustu jólagjöfina í ár!

Yfirlit yfir tilboðssímana má einnig sjá í jólablaði Vodafone:

 

Icelandair semur við Vodafone

Icelandair Group og Vodafone hafa samið um að Vodafone sjái um alla fastlínu-, internet- og farsímaþjónustu fyrir fyrirtækið. Starfsfólk Icelandair mun á næstu vikum skipta yfir í Vodafone RED Pro.

Icelandair Group og Vodafone hafa gert með sér samning um alhliða fjarskiptaþjónustu samstæðunnar. Um er að ræða heildarfjarskiptasamning, sem kveður á um alla fastlínu-, internet- og gsm-þjónustu fyrir fyrirtækið og hefur hann þegar tekið gildi. Á næstu vikum mun starfsfólk Icelandair Group skipta yfir í Vodafone RED PRO þjónustuleið Vodafone, sem fylgir öflug fjarskipta- og gagnaflutningsþjónusta.

Starfsmenn Icelandair Group eru ríflega þrjú þúsund talsins í dag, í níu dótturfélögum. Sem leiðandi aðili í ferðaþjónustu og flutningum til og frá landinu, heldur félagið úti fjölda starfsstöðva, á borð við ferðaskrifstofur, hótel, flutningaþjónustu og flugafgreiðslu, víða um land. Því er mikilvægt að fjarskiptaþjónusta sé sem tryggust og best. Vodafone RED PRO þjónustuleiðirnar stuðla að áhyggjulausri notkun auk þess að einfalda notendum yfirsýn yfir fjarskiptareikninga sína í heild.

Frá undirskrift samningsins, (f.v.) Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone og  Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.

Frá undirskrift samningsins, (f.v.) Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone og
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group:
„Það er ánægjuefni að samningar hafi náðst við Vodafone. Starfsemi Icelandair Group er margþætt og kröfurnar miklar, enda starfar félagið á líflegum, alþjóðlegum markaði. Við væntum mikils af samningi okkar við Vodafone og efum ekki að félagið muni standast væntingar.“

Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone:
„Við erum stolt af því að Icelandair Group hafi valið okkur sem samstarfsaðila sinn á sviði fjarskipta. Félagið er það stærsta á íslenskum markaði og leiðandi í ferðaþjónustu, bæði til og frá landinu. Hjá Vodafone hlökkum við mikið til samstarfsins.“

Fulltrúar Vodafone og Icelandair Group við undirskrift samningsins.

Fulltrúar Vodafone og Icelandair Group við undirskrift samningsins.

Nú hringja börnin og senda SMS fyrir 0 kr. í alla

Vodafone kynnir viðbót við RED áskriftarleiðirnar: RED Young. Með henni hringja börn RED farsímaáskrifenda fyrir 0 krónur í alla, óháð kerfi.

Young-frettBörn viðskiptavina í RED áskriftarleiðunum geta nú hringt ótakmarkað innanlands og sent SMS fyrir 0 krónur í alla – óháð kerfi. Með RED Young fær unga fólkið líka 50 MB gagnamagn, sem endurnýjast mánaðarlega. Áhyggjur af því að þau verði inneignarlaus eða að telja þurfi mínútur og SMS eru því úr sögunni.

Um er að ræða framhald á þróun RED vara Vodafone en með þeim var stigið stórt skref í breyttri nálgun í verðlagningu fjarskiptaþjónustu fyrr á árinu. Gagnamagn varð þar útgangspunkturinn, í stað mínútna og smáskilaboða áður, í samræmi við breyttar þarfir með tilkomu snjallsíma.

Rétt eins og Vodafone RED, snýst RED Young fyrst og fremst um möguleikann á því að geta hringt í hvern sem er, óháð kerfi og notið þess áhyggjuleysis sem því fylgir.

Ávinningurinn er allt í senn – minni áhyggjur, aukið hagræði, einfaldari fjarskiptareikningur og betri yfirsýn.

Fyrir hverja RED áskrift er hægt að fá tvær RED Young áskriftir – þannig að ef báðir foreldrar eru með RED S, M eða L geta alls fjögur börn hringt og sent SMS fyrir 0 krónur í alla.

Hér má lesa meira um RED Young. Hafðu samband við þjónustuver Vodafone til að fá RED Young fyrir þín börn og ungmenni!

Note 4 – sími og spjaldtölva

Samsung Galaxy Note 4 er kominn í verslanir Vodafone. Þetta er öflugur snjallsími sem hentar frábærlega fyrir þá sem þurfa mikið skjápláss.

Note4-notaÞegar Samsung Galaxy Note kom fyrst á sjónarsviðið sögðu margir að Samsung væri alveg í ruglinu að búa til svona stóran síma. Annað kom á daginn – eftirspurnin reyndist umtalsverð og nú er fjórða kynslóð þessa snjallsíma/spjaldtölvu komin á markað.

Note 4 er það sem kallað er „Phablet“ (dregið af orðunum Phone og Tablet), þ.e. millistig milli spjaldtölvu og snjallsíma. Skjárinn er 5,7 tommur og hentar því vel fyrir þá sem vilja hafa virkilega mikið skjápláss til að vinna með, hvort sem það eru forrit fyrir vinnu eða afþreyingu.

Annað sérkenni símans er að honum fylgir penni sem eykur notagildi símans, því hann má nota til ýmissa verkefna sem erfiðara er framkvæma með hefðbundnum hætti.

Ég hef verið að prófa símann í nokkra daga og líst mjög vel á gripinn. Í vídeóinu hér fyrir neðan fer ég yfir helstu eiginleika hans:

Hér má finna verð og frekari tæknilegar upplýsingar um Samsung Galaxy Note 4. Endilega við í næstu verslun Vodafone og prófið Samsung Galaxy Note 4!

Samherji semur við Vodafone

Samherji og Vodafone hafa gert með sér heildarfjarskiptasamning, sem kveður á um að Vodafone veitir Samherja fastlínu-, net- og farsímaþjónustu.

Starfsmenn Samherja munu á næstunni skipta yfir í Vodafone RED PRO þjónustuleið Vodafone, sem fylgir öflug fjarskipta- og gagnaflutningsþjónusta.

Samherji er hópi umsvifamestu sjávarútvegsfyrirtækja landsins með höfuðstöðvar á Akureyri. Hjá fyrirtækinu starfa ríflega 700 manns hér á landi við útgerð, fiskvinnslu og fiskeldi. Þar sem starfsemi félagsins nær til sjós og lands reynir á að fjarskipti séu sem best og öryggi og hraði í fyrirúmi. Vodafone RED PRO þjónustuleiðirnar einfalda notendum yfirsýn yfir fjarskiptareikninga sína í heild.

Samningurinn er til þriggja ára og hefur þegar tekið gildi.

Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja (t.h.), og Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, við opnun nýrrar og endurbættrar verslunar Vodafone á Akureyri á dögunum.

Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja (t.h.), og Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, við opnun nýrrar og endurbættrar verslunar Vodafone á Akureyri á dögunum.

Finnbogi Reynisson, yfirmaður upplýsingatæknimála, Samherja:
„Samherji byggir starfsemi sína á þátttöku í flestum greinum sjávarútvegsins, allt frá veiðum úti á miðunum og vinnslu í landi, til sölu á mörkuðum ytra. Öryggi, aðgengi og hröð fjarskiptaþjónusta gegna þar mikilvægu hlutverki. Það er því ánægjulegt að fjarskiptasamningur við Vodafone sé í höfn.“

Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Vodafone:
„Við erum stolt af því að Samherji kjósi að skipta við Vodafone. Félagið er í fararbroddi í útgerð, vinnslu í landi og markaðsstarfi utan landsteinanna. Miklu skiptir að fjarskiptakostur slíkrar starfsemi sé sem öflugastur og öruggur. Vodafone RED áskriftarleiðirnar stuðla að áhyggjulausri farsímanotkun. Við hlökkum til samstarfsins.“

Google Play komið til Íslands

Í vikunni opnaði Google fyrir Play Music og Play Movies hér á landi. Það eru frábærar fréttir fyrir íslenskt tónlistar- og kvikmyndaáhugafólk!

Ísland var í hópi 8 landa sem fengu aðgang að kvikmyndahlutanum Google Play Movies og eitt 13 landa sem fengu aðgang að Google Play Music.

Þar með eykst enn aðgengi Íslendinga að kvikmyndum og tónlist á netinu sem er algjör snilld! Allir Íslendingar geta skráð sig hjá Google Play og horft hvar og hvenær sem er – hvort sem það er á heimatengingunni eða í gegnum 4G. Þá skiptir máli að vera á stærsta 4G þjónustusvæði landsins hjá Vodafone!

Google-play

Almennt um Google Play

  • Play þjónustan er aðgengileg á vefnum á play.google.com og í gegnum öppin Google Play Movies og Google Play Music sem fást á helstu snjallsímastýrikerfum.
  • Hægt er að streyma kvikmyndum og tónlist í Chromecast með tölvu eða Android síma sem fjarstýringu. Þú getur keypt Chromecast í næstu verslun Vodafone.

Google Play Movies

  • Hægt er að kaupa og leigja myndir í gegnum Movies.
  • Leigutíminn er 48 stundir og hægt að hefja afspilun hvenær sem er innan mánaðar frá kaupum.
  • Ekki er í boði íslenskur texti eða tal fyrir þessa titla.

Google Play Music

  • Veitir aðgang að 22 milljónum laga.
  • Hægt að geyma allt að 20.000 lög úr eigin safni.
  • Einnig er hægt að kaupa stök lög og plötur.

Rafræn skilríki vinsæl hjá Vodafone

Nú hafa þúsundir viðskiptavina Vodafone fengið SIM-kort sem hægt er að nýta sem rafræn skilríki. Búast má við að þeim fjölgi mikið á næstu vikum vegna skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar.

Gert er ráð fyrir að þeir sem sóttu um skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar fái birta útkomu leiðréttra verðtryggðra fasteignaveðlána og ráðstöfun á séreignarsparnaði fyrri hluta nóvember. Til að staðfesta leiðréttinguna eða eiga í frekari samskiptum vegna hennar verður nauðsynlegt að nota rafræn skilríki.

rafraen-skilriki-490x490Vertu tilbúinn!

Vodafone er tilbúið fyrir innleiðingu rafrænna skilríkja á Íslandi, en síðustu vikur hafa þúsundir viðskiptavina okkar fengið send SIM-kort sem styðja rafræn skilríki.

Við minnum á að það er mjög einfalt að færa þitt símanúmer til Vodafone – þú gerir það með því að smella á græna hnappinn á vefsíðu farsímaáskriftar (við höfum svo samband og finnum bestu þjónustuleiðina fyrir þig), með einu símtali í 1414 eða í næstu verslun Vodafone!

Rafræn skilríki í farsíma eru þau handhægustu sem bjóðast, en auk þess að nýtast við afgreiðslu leiðréttingarinnar munu þau nýtast áfram í rafrænum samskiptum við fjölmörg fyrirtæki og stofnanir. Sem dæmi má nefna að rafræn skilríki má nú þegar nota til innskráningar í netbanka Arion banka og Íslandsbanka.

Búast má við að mikil eftirspurn verði eftir rafrænum skilríkjum í farsíma eftir að niðurstöður skuldaleiðréttingarinnar verða birtar. Því hvetjum við viðskiptavini sem vilja síður lenda í biðröðum til að sækja um nýtt SIM-kort sem fyrst.

Sæktu um á einfaldan hátt

SIM-kort

Ferlið er þannig að fyrst þarf að sækja um nýtt SIM-kort hjá Vodafone, sem við sendum án endurgjalds á lögheimili. Eftir að búið er að setja nýja kortið í símann og virkja það á Mínum síðum þarf að fara á eina af skráningarstöðvum Auðkennis með löggild persónuskilríki á borð við vegabréf, ökuskírteini eða nafnskírteini til að virkja rafrænu skilríkin.

Smellið hér til að sækja um nýtt SIM-kort og fá frekari upplýsingar um umsóknarferlið.

Oftast nær er einfalt að skipta um SIM kort í farsímum, en séu tengiliðir vistaðir á eldra SIM-korti þarf að byrja á að vista þá á símann. Við settum saman nokkur leiðbeiningamyndbönd þar sem SIM-kortaskipti eru sýnd á nokkrum algengum símtegundum.

Ekki lenda í biðröð – sæktu um nýtt SIM kort fyrir nýja tíma strax í dag!

Okkar fólk í Reykjanesbæ

Tölvulistinn er nýr umboðsmaður Vodafone í Reykjanesbæ. Við bjóðum Suðurnesjamenn og gestkomandi velkomna í heimsókn!

Tolvulistinn-reykjanesbaer2Nokkrar breytingar urðu á þjónustu Vodafone í Reykjanesbæ fyrir skömmu, þegar Tölvulistinn tók við hlutverki umboðsmanns Vodafone svæðinu. Þar geta íbúar á svæðinu og þeir sem eiga leið um því komið við og sótt sér fjölbreytta fjarskiptaþjónustu Vodafone, hvort sem það er í farsíma-, heimasíma-, net- eða sjónvarpsþjónustu.

Tölvulistann þekkja væntanlega allir íbúar Reykjanesbæjar, en hann hefur verið starfandi í bæjarfélaginu frá 2006. Verslun Tölvulistans er staðsett á Hafnargötu 90 í Reykjanesbæ.

Vodafone jók fyrir skömmu verulega þjónustu sína í bæjarfélaginu með því að taka í notkun stærsta 4G þjónustusvæði á Suðurnesjum, eins og við sögðum frá. Það má því segja að það sé vel við hæfi að nýr umboðsmaður taki við þjónustu í bænum á þessum tímamótum.

Við bjóðum Tölvulistann velkominn í hóp öflugra umboðsmanna Vodafone um land allt og hvetjum Suðurnesjamenn og aðra til að koma í heimsókn á Hafnargötuna sem fyrst!

Á Vodafone blogginu birtum við fréttir af ýmsu sem tengist starfsemi, vörum og þjónustu Vodafone. Við leggjum okkur að sjálfsögðu fram um að upplýsingar sem hér birtast séu réttar, en alltaf geta einhverjar villur slæðst með sem við leiðréttum ef þær finnast. Eðli bloggsins vegna má búast við að upplýsingar sem hér birtast geti úrelst með tímanum.
Netspjall / Panta símtal / Fyrirspurn