Hefurðu einhverjar spurningar um þjónustu eða vörur Vodafone? Hér finnur þú svörin við flestum þeim algengustu.

Reikningar

Allt sem tengist reikningum: Inniheimtuferli, reikningstímabil, útskriftargjald, greiðslufrestur og fleira.

 

Í netverslun okkar geturðu á einfaldan hátt leitað eftir tegund, verði eða eiginleikum símtækja og þannig fundið rétta símann sem hentar þér.

Við erum með eitt mesta úrval landsins. Kíktu líka við í verslunum okkar.

4G á miðunum

4G þjónusta Vodafone nær nú út á mörg af helstu fiskimiðum Íslands og áframhaldandi uppbygging er í vændum til hagsbóta fyrir sjófarendur.

Á árinu 2015 mun Vodafone leggja kapp á að byggja upp háhraða 4G samband á öllum helstu fiskimiðum landsins, með bætta þjónustu við sjávarútvegsfyrirtæki og aðra sjófarendur að markmiði.

Notkun 4G tækninnar bætir gæði og upplifun sambands úti á miðunum auk þess að vera hagkvæmara fyrir sjávarútvegsfyrirtæki en aðrar lausnir sem hafa verið í boði á sömu svæðum.

Uppbyggingin þegar hafin

Uppbygging 4G dreifisvæðis Vodafone á haf út er þegar hafin og nær 4G svæði félagsins þegar út á hafsvæði frá Reykjanesi og austur fyrir Vík í Mýrdal. Á árinu verður sérstök áhersla einnig lögð á hafflötinn út af Norð-Austurlandi, Austurlandi og Norð-Vesturlandi.

Uppbyggingin er unnin í samstarfi við viðskiptavini Vodafone í sjávarútvegi þar sem þarfir útgerða og sjómanna eru hafðar að leiðarljósi. Hefur þetta þegar skilað sér í nýjum viðskiptavinum úr sjávarútvegi eins og Samherja og Vinnslustöðinni, Bergi og Auðbjörgu.

Á meðal svæða þar sem langdrægir 4G sendar hafa verið gangsettir að undanförnu sem hafa það sérstaka hlutverk að bæta háhraðasamband út á hafi má nefna Háfell við Vík og Þorbjarnarfell við Grindavík. Áður hefur langdrægur sendir verið virkjaður í Bláfjöllum en sá dreifir 4G sambandi suður af landi yfir miðin á milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja. Auk þess hefur langdrægur 4G sendir á Bolafjalli einnig dreift háhraðasambandi yfir miðin vestur af Bolungarvík og út á Djúp frá því í vetur.

Mynd yfir áætlaða útbreiðslu farsímakerfis Vodafone í lok árs 2015. Háhraða 4G samband er þegar komið á yfir miðin út frá Bolafjalli, sunnanverðu Reykjanesi og að Vík. Framundan er gangsetning 4G úti fyrir Austurlandi og norður fyrir.

Mynd yfir áætlaða útbreiðslu farsímakerfis Vodafone í lok árs 2015. Háhraða 4G samband er þegar komið á yfir miðin út frá Bolafjalli, sunnanverðu Reykjanesi og að Vík. Framundan er gangsetning 4G úti fyrir Austurlandi og norður fyrir.

Allt frá því uppbygging 4G þjónustusvæðis félagsins hófst fyrir tveimur árum hefur Vodafone lagt ríka áherslu á að byggja upp hámarks dreifingu jafnt á landsbyggðinni sem og á höfuðborgarsvæðinu. Vodafone er leiðandi á Íslandi í notkun hins langdræga 4G tíðnibands á 800MHz sem gefur viðskiptavinum félagsins framúrskarandi upplifun í notkun á gagnaflutningi í farsímakerfunum.

Vodafone PLAY: nýjung í íslensku sjónvarpi

Við kynnum Vodafone PLAY – fyrstu íslensku áskriftarveituna fyrir alla fjölskylduna í anda Netflix.

Vodafone-PLAY-banner

Í Vodafone PLAY færðu ótakmarkaðan aðgang að miklu úrvali gæðasjónvarpsefnis fyrir eitt fast mánaðargjald. Þjónustan er aðeins í boði í Vodafone Sjónvarpi.

Vodafone PLAY er sérstaklega hannað fyrir íslenskan markað. Í áskriftarveitunni má finna erlendar kvikmyndir frá öllum heimshornum með íslenskum texta, auk íslenskra kvikmynda, tónleika, talsetts barnaefnis og lesinna ævintýra.

Fjöldi titla verður aðgengilegur áskrifendum strax frá byrjun en nýtt efni mun bætast við reglulega og fara sívaxandi næstu vikur og mánuði. Þú getur pantað allt efni í Vodafone PLAY áhyggjulaust eins oft og þig lystir  - öll notkun er innifalin í mánaðargjaldinu.

Prófaðu Vodafone PLAY til 31. maí

Í upphafi þurfa viðskiptavinir með gagnvirkt sjónvarp frá Vodafone ekkert að gera til að fá aðgang að þjónustunni, hún mun einfaldlega birtast í aðalvalmynd myndlykilsins jafnvel strax í dag á sumum myndlyklum. Ýttu á Menu-hnappinn á fjarstýringunni til að fá upp aðalvalmyndina.

Vodafone PLAY er aðgengilegt af forsíðu Leigunnar.

Vodafone PLAY er aðgengilegt af forsíðu Leigunnar.

Frá fimmtudeginum 16. apríl verða allir viðskiptavinir með gagnvirkt sjónvarp Vodafone komnir með Vodafone PLAY. Þeim býðst að nota þjónustuna án viðbótarendurgjalds og skuldbindinga til og með 31. maí næstkomandi.

Viðskiptavinir sem skrá sig í þjónustuna á þessu tímabili fá einn mánuð til viðbótar án viðbótarkostnaðar en eftir það mun þjónustan kosta 2.490 krónur á mánuði. Þeir sem eru með gagnvirkt sjónvarp Vodafone geta skráð sig í þjónustuna hér á Vodafone.is. Engu skiptir hversu oft er horft á efni, öll notkun áskriftarveitunnar er innifalin í mánaðargjaldinu.

Enn meira úrval

Nú þegar er mikill fjöldi titla í boði í Vodafone PLAY og við munum svo bæta myndum reglulega við á næstu mánuðum. Áskrifendur munu því geta valið úr sífellt fleiri titlum þegar fram líður.

Vertu með frá byrjun! Prófaðu að nota Vodafone PLAY við fyrsta tækifæri. Ef þú hefur einhverjar ábendingar um þjónustuna viljum við endilega heyra frá þér – sendu okkur póst á play@vodafone.is.

Ef þú ert ekki nú þegar með Vodafone Sjónvarp getur þú pantað þjónustuna hjá okkur í síma 1414, með netspjallinu eða í næstu verslun Vodafone.

Opnunartími yfir páskana

Breytingar verða á opnunartíma verslana og þjónustuvers, 1414, yfir páskahátíðina. Hér má finna yfirlit yfir þjónustu Vodafone fram yfir páska.

Opnunartími verslana og þjónustuvers Vodafone verður eftirfarandi yfir páskana (smellið á myndina til að sjá hana stærri):

opnunartimar-paskar2015

Við minnum einnig á að á opnunartíma þjónustuvers er hægt að hafa samband við okkur með netspjallinu.

Gleðilega hátíð!

4G í útlöndum í fyrsta sinn

Ertu á leið til útlanda á næstunni? Þá gætirðu verið á háhraða 4G sambandi á ferðalaginu með glænýrri þjónustu Vodafone.

4g-reiki-haVodafone hefur samið við farsímafyrirtæki í tólf löndum um afnot af 4G háhraða gagnaflutningssambandi og geta viðskiptavinir Vodafone nýtt 4G reikiþjónustu á ferðalögum sínum í þessum löndum.

Löndin eru Bretland, Grikkland, Holland, Írland, Portúgal, Rúmenía, Spánn, Tékkland og Þýskaland, sem eru þegar tengd, auk þess sem Ítalía, Nýja Sjáland og Suður-Afríka munu bætast við á næstu vikum.

Ferðamenn frá öllum þessum löndum munu á sama hátt geta nýtt sér 4G kerfi Vodafone á ferðalögum sínum á Íslandi.

EuroTraveller er hagkvæmast

Til að nýta 4G á ferðalögum til þessara landa þarftu ekki að gera neitt sérstakt – þegar þú lendir í viðkomandi landi ertu sjálfkrafa á 4G netinu þegar kveikt er á símanum. Til að nýta þjónustuna á eins hagkvæman hátt og hægt er mælum við með EuroTraveller þjónustunni, en með henni greiðir þú eitt daggjald og færð eftir það símtöl og gagnamagn á mun lægra verði en í hefðbundnu reiki.

Hægt er að skrá sig í EuroTraveller á Mínum síðum á Vodafone.is eða með því að senda SMS-ið „Euro“ í 1414.

Fyrst á Íslandi

Vodafone er fyrst íslenskra fjarskiptafyrirtækja til að bjóða upp á þessa þjónustu, til innlendra og erlendra ferðamanna, vegna alþjóðlegs samstarfs við Vodafone Group, sem sýnir mikilvægi þess fyrir Vodafone að eiga náið tæknilegt samstarf við eitt stærsta farsímafyrirtæki heims.

Með þessari þjónustu er markmiðið að viðskiptavinir geti upplifað sem hraðvirkasta og besta gagnatengingu í snjallsímum og spjaldtölvum á ferðalaginu hvort sem um er að ræða Íslendinga á faraldsfæti eða sífellt vaxandi markað ferðamanna sem sækja Ísland heim.

Nýttu þér 4G á ferðalaginu – þú finnur muninn!

Stórmyndin Interstellar í Leigunni

Stórmyndin Interstellar er komin í Leiguna í Vodafone Sjónvarpi og bætist þar við yfir 4.000 titla sem fá má í Leigunni.

interstellar

Stórmyndin Interstellar sem leikstýrt er af verðlaunaleikstjóranum Christopher Nolan skartar stjörnunum Matthew McConaughey, Anne Hathaway, Jessica Chastain og Michael Caine. Myndin, sem tekin var upp á Íslandi 2013, fjallar um teymi geimfara sem ferðast gegnum ormaholu í leit nýrra heimkynna fyrir mannkynið.

Myndin hlaut Óskarsverðlaunin fyrir bestu tæknibrellur og var tilnefnd til fjölda annarra verðlauna.

Myndin var tekin upp að hluta á Íslandi en leikstjórinn Christopher Nolan hafði áður myndað hér kvikmyndina Batman Begins. Flytja þurfti til landsins 10.000 tonna geimskip sem hluta af leikmyndinni og komu 350 manns að tökunum, þar á meðal 130 Íslendingar.

Íslenska landslagið var talið heppilegur vettvangur fyrir myndina, sem gerist á óþekktri plánetu. Tökustaðir voru m.a. Svínafellsjökull og Kirkjubæjarklaustur.

Þess má geta að ein aðalleikkonan, Anne Hathaway, ofkældist við tökur þar sem misfarist hafði að loka nægilega vel blautbúningnum sem hún klæddist. Hathaway lýsir reynslu sinni á þennan hátt:

anne-hathaway„Öllum var kalt á þessum tímapunkti. Við vorum búin að vera við tökur lengi og það var ekki eins og mér einni liði illa. Ég var bara sú eina sem leið sérstaklega illa, og ég vildi ekki tefja tökurnar. En svo kom að því að ég var ekki viss um að ég fyndi fyrir tánum [...] og ég var farin að sjá allt í móðu. Þá sneri ég mér að aðstoðarleikstjóranum og spurði hvort hann þekkti einkenni ofkælingar.“

Myndin hefur hlotið fínustu dóma og má sem dæmi nefna að á vefnum Rottentomatoes, sem tekur saman gagnrýni víðsvegar að, fær hún einkunnina 72%. Nýttu þér tækifærið og leigðu Interstellar á Leigunni – við mælum eindregið með henni!

Galaxy S6 á leiðinni

Nú styttist í að Samsung Galaxy S6 mæti í verslanir Vodafone. Það er óhætt að segja að þessi nýi ofursími frá Samsung sé algjör bomba.

samsung-galaxy-s6-a-s6-edge

***Nýtt: Þú getur nú forpantað þinn síma hér á Vodafone.is - tryggðu þér eintak úr fyrstu sendingunum!***

Samsung Galaxy S-símarnir hafa verið gríðarlega vinsælir síðustu ár, enda er þessi lína jafnan helsta flaggskip Samsung. Það er því eðlilega mikil spenna fyrir því þegar ný útgáfa er væntanleg – og nú styttist aldeilis í það.

Við höfum verið með Galaxy S6 í prófunum undanfarna daga og getum ekki sagt annað en að það sé full ástæða fyrir því að símaáhugamenn bíði spenntir eftir þessari græju. Samsung hefur tekið stórt skref fram á við og má búast við að Galaxy S6 muni njóta mikilla vinsælda.

Framfaraskref í hönnun

Stóri munurinn frá fyrri útgáfum liggur í hönnuninni. S6 er með ramma úr málmi og gleri og er því flottari og sterkbyggðari en eldri útgáfur sem eru úr plasti. Í raun má segja að þarna sé Samsung komið í beinni samkeppni við Apple í útlitshönnuninni en áður hefur verið. Síminn mun koma í fjórum litum, svörtum, hvítum, gráum og bláum.

samsung-Galaxy-s6

Myndavélin hefur verið uppfærð mynduglega, bæði með umtalsvert meiri upplausn, sem er núna 16 megapixlar (5 Mpix að framan) og betra F1,9 ljósopi, sem þýðir að myndgæði við lægri birtuskilyrði aukast.

Skjárinn er 5,1 tomma, bjartur og skarpur með 2560X1440 upplausn. Undir húddinu malla svo 64 bita örgjörvi og 64 bita stýrikerfi sem sjá til þess að vinnslan sé eins og best verður á kosið.

Samsung-Galaxy-S6-edge

Edge er ofurflottur

Auk hefðbundnu S6 útgáfunnar mun líka koma á markaðinn sérstök útgáfa, S6 Edge, þar sem skjárinn nær út fyrir kanta símans. Það eru alveg ótrúlega flottir símar, sem segja má að séu nokkurs konar lúxusútgáfa af Galaxy S6.

Kemur 11. apríl

Fyrstu eintökin af Samsung Galaxy S6 munu koma í verslanir Vodafone 11. apríl næstkomandi. Þá koma svartar og hvítar útgáfur, bæði 32 og 64 GB. Aðrir litir og aðrar útgáfur auk Samsung Galaxy Edge munu svo koma til landsins í kringum 23. apríl.

Upplýsingar um verð má finna í netverslun Vodafone:

Upplýsingar um Samsung Galaxy S6

Upplýsingar um Samsung Galaxy S6 Edge

Þú getur nú forpantað þinn síma hér á Vodafone.is – tryggðu þér eintak úr fyrstu sendingunum!

4G til yfir 80% landsmanna

Vodafone heldur áfram að leiða háhraða 4G væðingu landsins en 4G dreifikerfi Vodafone nær nú til yfir 80% landsmanna.

***uppfært 1. apríl 2015***

Við getum glatt íbúa og gesti sumarhúsa í Hvalfirði með að nú hefur verið kveikt á 4G sendi í Svínadal. Hann skilar háhraða 4G netsambandi til sumarhúsasvæðisins í Svínadal og jafnframt víðar í Hvalfirðinum, t.d. í sumarhúsasvæði við Stampa á Hálsnesi og í Eilífsdal, eins og sjá má á meðfylgjandi korti (smellið til að fá stórt):

4G-svinadalur

Upprunalegur póstur frá 23. mars:

Allt frá því uppbygging 4G þjónustusvæðis Vodafone hófst fyrir tveimur árum hefur félagið lagt ríka áherslu á að byggja upp hámarks dreifingu jafnt á landsbyggðinni sem og á höfuðborgarsvæðinu. Vodafone er leiðandi á Íslandi í notkun hins langdræga 4G tíðnibands á 800MHz sem gefur viðskipavinum félagsins framúrskarandi upplifun í notkun á gagnaflutningi í farsímakerfunum.

Á meðal nýjunga sem félagið hefur innleitt er að nýta 4G tæknina til að bæta fjarskiptasamband úti á miðum landsins en þannig eykur 4G lífsgæði, hagkvæmni og öryggi sjófarenda. Hefur þessi nýja nálgun mælst sérlega vel fyrir og þegar stuðlað að fjölgun viðskiptavina úr sjávarútvegi hjá Vodafone.

4G-thjonustusvaedi-0315b

4G þjónustusvæði Vodafone stækkar ört og nær nú út á mikilvæg fiskimið.

4G út á miðin út frá Vestmannaeyjum, Bláfjöllum og Bolafjalli
Ötullega hefur verið unnið að því að efla og styrkja háhraða samband Vodafone á hafsvæðinu í kringum Ísland. Á dögunum var gangsettur 4G sendir í Bláfjöllum, sem dreifir langdrægu 4G sambandi suður af landi yfir miðin á milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja. Fyrr í vetur voru einnig gangsettir sendar á Vestfjörðum sem dreifa háhraðasambandi út á miðin vestur af Ísafjarðardjúpi og inn í Ísafjarðardjúp og Ísafjarðarbæ. Snjöll nýting 4G tækninnar, til að bæta sjósamband, stuðlar þannig á hagkvæman hátt að bættri upplifun sjófarenda.

Hafsvæðið milli lands og Eyja er nú í sterku 4G sambandi.

Hafsvæðið milli lands og Eyja er nú í sterku 4G sambandi.

Áfram verður unnið að frekari uppbyggingu 4G þjónustusvæðis Vodafone og fleiri sendar gangsettir víða um land á næstunni. Næstu svæði sem unnið er að því að tengja eru Hvalfjörður og Svínadalur, Grindavík og hafsvæði suðvestur af Reykjanesi, Meðalfellsvatn, hafsvæðið suður af Vík auk Mýrdalssands, ásamt Blönduósi og nágrenni. Gert er ráð fyrir að þessir sendar verði komnir í notkun á næstu vikum.

Flutningshraði og viðbragð 4G tengingar er sem kunnugt er umtalsvert meiri en 3G tengingar. Þetta þýðir að þar sem ekki er hægt að ná internettengingu með öðrum hætti, má nýta 4G til að streyma tónlist og myndböndum, spila tölvuleiki og fylgjast með fréttum, til dæmis með einföldum netbúnaði sem getur tengt eitt eða fleiri tæki við 4G netið.

4G þjónustusvæði Vodafone nær nú til eftirfarandi svæða:

• Höfuðborgarsvæðið
• Húsavík og nágrenni
• Akureyri, Dalvík, og Hrísey ásamt Eyjarfirði suður fyrir Hrafnagil
• Siglufjörður, Sauðárkrókur ásamt stórum hluta Skagarfjarðar
• Ísafjörður, Hnífsdalur ásamt hafsvæðinu norður af Bolafjalli og hluta Ísafjarðardjúps
• Akranes, Borgarnes, Mýrar og uppsveitir Borgarfjarðar kringum Varmaland
• Reykholt, Húsafell og Skorradalur
• Keflavík og nágrenni
• Selfoss, Eyrabakki, Stokkseyri og sumarhúsasvæði á Suðurlandi
• Laugarás, Flúðir, Reykholt, Laugarvatn og Þingvallavatn
• Vestmannaeyjar og hafsvæðið í kringum eyjarnar
• Egilsstaðir og nágrenni

Stuðlað að aukinni fagmennsku við myndun stjórna

Í fyrsta sinn á íslenskum hlutabréfamarkaði mun svokölluð tilnefningarnefnd vera að störfum fyrir aðalfund Fjarskipta hf. (Vodafone). Hlutverk nefndarinnar er að tilnefna frambjóðendur til stjórnarsetu í félaginu en við vinnu sína skal nefndin taka mið af heildarhagsmunum hluthafa. Einnig er kosið í nefndina sjálfa á aðalfundi.

Fjarskipti varð fyrst skráðra félaga á markað á Íslandi til að koma á fót tilnefningarnefnd síðastliðið haust. Hlutverk nefndarinnar er að tilnefna frambjóðendur til stjórnarsetu í félaginu fyrir aðalfund þess sem fer fram þann 19. mars næstkomandi. Við vinnu sína skal nefndin taka mið af heildarhagsmunum hluthafa. Á meðal verkefna nefndarmanna er; að meta hæfni, reynslu og þekkingu tilvonandi kandídata til stjórnarsetu, einnig að meta óhæði þeirra, gæta að kynjahlutföllum í stjórn, upplýsa nýja stjórnarmenn um ábyrgð fylgjandi stjórnarsetu í félaginu og sjá til þess að hluthöfum berist upplýsingar um stjórnarmenn.

Unnt er að koma framboðum til stjórnar á framfæri við nefndina allt að tveimur vikum fyrir aðalfund. (samanber meðfylgjandi auglýsingu). Tillaga nefndarinnar um tilnefningar stjórnarmanna til hluthafafundar mun liggja fyrir eigi síðar en 10 dögum fyrir hluthafafund.

Auk þess að kjósa aðila í stjórn félagsins á aðalfundinum gefst hluthöfum einnig færi á að kjósa tvo af þremur fulltrúum í tilnefningarnefndina á sama fundi, en nefndin er undirnefnd stjórnar. Auk þess sem kallað hefur verið eftir framboðum til stjórnarsetu hefur einnig verið kallað eftir framboðum til nefndarinnar.

Ragnheiður Dagsdóttir, formaður tilnefningarnefndar Fjarskipta hf.:
Það er ánægjulegt að tilnefningarnefnd Fjarskipta komi nú í fyrsta sinn að aðalfundi félagsins. Hlutverk nefndarinnar er að stuðla að fagmennsku og gagnsæi við mat á frambjóðendum til stjórnar félagsins, hluthöfum jafnt sem öðrum hagsmunaaðilum til heilla. Starf nefndarinnar er hluti af áherslu félagsins á ástundun ábyrgra stjórnarhátta , að fyrirmynd sem gefist hefur vel á alþjóðavettvangi, og er vonandi það sem koma skal hjá fleirum hér á landi.

Tilgangurinn með myndun tilnefningarnefndar
Tilgangurinn með myndun tilnefningarnefndar er að að stuðla að aukinni fagmennsku, gagnsæi og skilvirkni við myndun stjórna félaga og er skipan nefndarinnar í samræmi við leiðbeiningar Viðskiptaráðs Íslands, Nasdaq OMX Iceland hf. og Samtaka atvinnulífsins, um stjórnarhætti fyrirtækja, frá árinu 2012 og leiðbeiningar OECD frá árinu 1999.
Stjórn félagsins samþykkti að þrír aðilar skipi tilnefningarnefndina, þar af meirihlutinn óháður Fjarskiptum hf. og daglegum stjórnendum félagsins. Núverandi tilnefningarnefnd skipa Ragnheiður Dagsdóttir, meðeigandi og sérfræðingur í ráðningum hjá Capacent sem jafnframt er formaður nefndarinnar, Ásdís Jónsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu háskóla og vísinda í Menntamálaráðneytinu og Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Fjarskipta.

Á Vodafone blogginu birtum við fréttir af ýmsu sem tengist starfsemi, vörum og þjónustu Vodafone. Við leggjum okkur að sjálfsögðu fram um að upplýsingar sem hér birtast séu réttar, en alltaf geta einhverjar villur slæðst með sem við leiðréttum ef þær finnast. Eðli bloggsins vegna má búast við að upplýsingar sem hér birtast geti úrelst með tímanum.
Netspjall / Panta símtal / Fyrirspurn