Hefurðu einhverjar spurningar um þjónustu eða vörur Vodafone? Hér finnur þú svörin við flestum þeim algengustu.

Reikningar

Allt sem tengist reikningum: Inniheimtuferli, reikningstímabil, útskriftargjald, greiðslufrestur og fleira.

 

Í netverslun okkar geturðu á einfaldan hátt leitað eftir tegund, verði eða eiginleikum símtækja og þannig fundið rétta símann sem hentar þér.

Við erum með eitt mesta úrval landsins. Kíktu líka við í verslunum okkar.

Ný verslun á Akureyri

Við vorum að opna nýja og endurbætta verslun Vodafone á Glerártorgi á Akureyri. Akureyringar geta nú státað sig af glæsilegustu Vodafone-verslun landsins.

Akureyri-uppi

Nýja verslunin er sú fyrsta hér á landi sem er innréttuð samkvæmt stöðlum Vodafone Global um samræmt útlit verslana Vodafone.

Breytingarnar á Akureyri gefa tóninn um það sem koma skal í öðrum verslunum Vodafone á Íslandi. Miða þær að því að viðskiptavinir verði fyrir sömu upplifun og ef þeir væru staddir í verslun Vodafone hvar sem er í heiminum. Auk þess opnaði kaffihús Te & kaffi einnig í sama rými sem eykur enn við ferskan andblæ húsakynnunum.

Akureyri2

Þægilegt og einfalt aðgengi að vörum og þjónustu

Í ár eru liðin 14 ár síðan verslunarmiðstöðin á Glerártorgi var opnuð en verslun Vodafone hefur verið þar frá upphafi. Starfsemin hefur undið upp á sig á þessum árum og var búin að sprengja utan af sér rýmið. Því sömdum við í mars síðastliðnum að stækka verslunina og breyta henni í samræmi við staðla Vodafone Global.

Akureyri4

Á meðal nýjunga í endurbættri verslun á Glerártorgi, fyrir utan heildarhönnun rýmisins, má m.a. nefna fjölmarga skjái sem nýttir eru til að lífga upp á rýmið og kynna vöruframboð Vodafone. Öll hönnun miðar að því að aðgengi viðskiptavina að vörum og þjónustu sé auðveldast og þægilegast.

Inn af versluninni er einnig sérstakt fyrirtækjasvið og fundarherbergi fyrir viðskiptavini og starfsfólk. Kaffihúsið frá Te & kaffi lífgar síðan enn frekar upp á rýmið en það er opið öllum viðskiptavinum Glerártorgs.

Akureyri3

Við bjóðum Akureyringa og gesti bæjarins velkomna til okkar á nýjan stað – hlökkum til að sjá ykkur!

VodafoneOpnunAkFinale-6

Í kjölfar niðurstöðu í máli STEF gegn Fjarskiptum hf.

Sem kunnugt er felldi héraðsdómur úrskurð sinn í máli STEF gegn Fjarskiptum hf., vegna skráarskiptisíðnanna Deildu.is og Pirate Bay, þann 14. október síðastliðinn.

Fjölskipaður héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að sýslumanni bæri að leggja lögbann á aðgang viðskiptavina Fjarskipta að skráarskiptisíðunum.

Það er mat Fjarskipta hf. að dómur hins fjölskipaða héraðsdóms í málinu hafi verið vel rökstuddur, m.a. með vísun í fordæmi Hæstaréttar í máli ÍSTORRENT. Munu Fjarskipti hf. því una niðurstöðu héraðsdóms.

Fyrir liggur að STEF hefur óskað eftir fyrirtöku í lögbannsmálum á hendur flestum fjarskiptafélögunum á markaðnum. Lögmenn Fjarskipta munu fylgjast grannt með framvindu þeirra mála enda eðlilegt að jafnræðis verði gætt með fjarskiptafélögum við framkvæmd dómsins. Komi til lögbanns sýslumanns á hendur fjarskiptafyrirtækjum vegna dómsins mun verða lokað fyrir umræddar síður.

Hrekkjavaka í Leigunni

Það verður hryllileg stemmning í Leigunni næstu vikurnar, því við bjóðum upp á fjölda mynda sem fá hárin til að rísa!

hrekkjavaka-featured
Eins og glöggir notendur Leigunnar hafa eflaust tekið eftir þá höfum við í samvinnu við góðvini okkar hjá Warner Brothers boðið upp á klassíska titla frá Warner á tilboðsverði undanfarnar vikur. Mánaðarlega eru titlarnir endurnýjaðir en tilboðið mun standa fram að áramótum.

Goodfellas, Interview With The Vampire, Flags of Our Fathers og The Shining eru meðal titla sem eru á boðstólum frá Warner í október og á næstu vikum er svo að vænta stórbrotinna titla eins og The Hangover, Blood Diamond, Mad Max og Charlie & The Chocolate Factory.

Gremlins taka að sjálfsögðu þátt í hrekkjavöku Leigunnar!

Gremlins taka að sjálfsögðu þátt í hrekkjavöku Leigunnar!

Warner hryllingsmyndir á tilboðsverði

Til að kóróna gleðina blásum við nú til sérstakrar Warner-hrekkjavökuhátíðar. Dagana 24. október til 10. nóvember verða sérvaldir Warner titlar í anda hrekkjavöku á tilboðsverði, til viðbótar við hina tilboðstitlana. Þar verður boðið upp á Beetlejuice, The Exorcist og Gremlins ásamt fjölda annarra mynda sem fá hárin til að rísa. Þessir hrekkjavökutitlar eru aðgengilegir í flokknum Warner klassík.

Til viðbótar við Warner-hrekkjavökuflokkinn munum við einnig bjóða upp á sérstakan hrekkjavökuflokk þar sem verða valdar myndir frá öðrum kvikmyndaframleiðendum. Hægt er að finna hann með því að velja Kvikmyndir og síðan Hrekkjavaka.

Slökkvið ljósin, skríðið undir teppi og látið Leiguna hræða úr ykkur líftóruna!

Miðnæturopnun í kvöld

iPhone 6 og iPhone 6 Plus koma í verslanir Vodafone 31. október. Við verðum með miðnæturopnun í kvöld kl. 00:00 – 02:00 af því tilefni. Komdu og tryggðu þér eintak!

iPhone6_iPhone6Plus_Combo_SpGry-WW-EN-SCREENÞað bíða margir spenntir eftir því að iPhone 6 og iPhone 6 Plus símarnir komi loks til Íslands. Útgáfudagurinn er 31. október og verður hægt að kaupa fyrstu símana í verslun okkar í Skútuvogi á miðnætti aðfararnótt 31. október.

Opið verður til kl. 02:00 um nóttina og boðið upp á kynningu á iPhone 6, tónlist og fleira skemmtilegt. Þar á meðal verður lukkupottur og mun einn heppinn iPhone 6 kaupandi fá símann sinn endurgreiddan. Allir velkomnir!

 

Verð símanna er nú orðið ljóst, en það verður eftirfarandi:

 

Sumir eru heppnari en aðrir og hafa þegar fengið að nota iPhone 6 í nokkrar vikur. Sindri Már Björnsson, starfsmaður Vodafone í Kringlunni, er einn þeirra. Við fengum hann til að segja okkur nánar frá símanum og helstu kostum hans.

Enn meira 4G og 3G

Herjólfur, Kjölur, Kerlingarfjöll og Ísafjarðardjúp fá enn betra samband við þjónustusvæði Vodafone.

Lítið lát hefur verið á stækkun háhraðaþjónustusvæðis Vodafone það sem af er ári. Fjöldi nýrra, langdrægra 3G og 4G senda hefur verið gangsettur og tæknimenn ekki slegið slöku við, vítt og breitt um land allt.

Í háhraða 4G sambandi í Herjólfi
Nýr langdrægur 4G háhraðasendir var á dögunum gangsettur á Klifinu í Vestmannaeyjum. Er hann kærkomin viðbót við fyrri 4G sendi Vodafone sem gangsettur var á Hánni síðastliðið sumar. Með nýja sendinum kemst hafsvæðið á milli lands og Eyja í háhraða netsamband, þ.á.m. siglingaleið Herjólfs. Nú er því hægt að vafra um á netinu, um borð á milli Landeyjarhafnar og Eyja, og það á blússandi ferð. Ekki er nóg með það, því 4G sambandið ætti einnig að teygja sig við góð skilyrði nokkuð langt upp á fasta landið.

4G samband við Vestmannaeyjar fyrir og eftir gangsetningu nýja sendisins. Eins og sjá má hefur þjónustusvæðið stækkað verulega.

4G samband Vodafone við Vestmannaeyjar fyrir og eftir gangsetningu nýja sendisins. Eins og sjá má hefur þjónustusvæðið stækkað verulega.

Flutningshraði 4G tengingar er sem kunnugt er umtalsvert meiri en 3G og jafnast á við góða heimanettengingu. Með slíkri tengingu má sem dæmi með auðveldum hætti fylgjast með sjónvarpsútsendingum á spjaldtölvum eða í snjallsímanum, fylgjast með fréttum eða streyma tónlist og myndefni greiðlega. Allt sem þarf er 4G sími eða netbúnaður sem getur tengt eitt eða fleiri tæki við 4G netið.

Þessu til viðbótar má einnig nefna að nýr 3G sendir bættist við í Vestmannaeyjum á dögunum. Er sá einnig staðsettur á Klifinu og styrkir samband jafnt til sjós og lands verulega.

Ísafjarðardjúp fær 3G

4G uppbygging Vodafone hefur ekki einungis verið hröð á árinu – vöxtur 3G þjónustusvæðis félagsins er einnig á öruggri siglingu og hvergi nærri hættur. Netsamband hefur verið stórbætt í Ísafjarðardjúpi, þar sem nýr 3G sendir var nýverið gangsettur við Bæjahlíð, innst í Djúpinu. Þekur 3G svæði Vodafone nú norðanverða Vestfirði langt um betur en áður þekktist.

Í stórum hluta Ísafjarðardjúps má nú fá 3G samband. Hér sést 3G sambandið fyrir og eftir uppsetningu nýjasta sendis Vodafone.

Í stórum hluta Ísafjarðardjúps má nú fá 3G samband. Hér sést dreifikerfið fyrir og eftir uppsetningu nýjasta sendisins.

Hveravellir, Kjölur og Kerlingarfjöll á 3G

3G samband á Hveravöllum og nágrenni.

3G samband á Hveravöllum og nágrenni.

Tveir 3G sendar voru einnig ræstir á hálendinu á dögunum.Þar með komust hin sögufrægu Kerlingarfjöll og Hveravellir á Kili í gott 3G samband. Það er því ekki ástæða til að örvænta um að verða sambandslaus, hvort sem ekið er, gengið eða skíðað á þessum slóðum.

Hröð uppbygging um land allt
Háhraðaþjónustukerfi Vodafone nær nú til mikils meirihluta landsmanna. Tugir nýrra og langdrægra 4G senda hafa m.a. verið teknir í notkun á undanförnum misserum víðs vegar um landið og nær sú þjónusta nú til ríflega 70% landsmanna. Hér má skoða gagnvirkt kort af farsímaþjónustusvæði Vodafone.

Við fögnum þessum góðu viðbótum nú og erum stolt af kerfinu okkar.

 

Varasamar hringingar frá útlöndum

Af gefnu tilefni minnum við viðskiptavini á að gefa aldrei upp lykilorð símleiðis. Vodafone mun aldrei hafa samband við viðskiptavini til að óska eftir slíkum upplýsingum.

Borist hafa ábendingar um að erlendur aðili hringi í íslenska heimasíma og kynni sig sem starfsmann fjarskiptafyrirtækis. Í kjölfarið er falast eftir upplýsingum um netbeini heimilisins ásamt notendanafni og lykilorði.

Það er full ástæða til að vara við þessum símtölum – þau eru ekki á okkar vegum.

Við minnum viðskiptavini sem og aðra góðfúslega á að gefa aldrei upp lykilorð símleiðis.

Skjót og einföld frelsisáfylling

Það eru fjölmargar leiðir í boði til að fylla á frelsið. Þær einföldustu eru án efa hraðáfylling og sjálfvirk áfylling.

frelsisafyllingar

Sjálfvirk áfylling

Viltu fá áfyllinguna reglulega inn á númerið án þess að þurfa að hugsa sérstaklega um það? Þá er sjálfvirk áfylling lausnin. Með henni er ákveðin upphæð lögð inn á númerið með reglulegu millibili, t.d. vikulega eða mánaðarlega.

Sjálfvirk áfylling hentar sérstaklega vel ef þú vilt vera viss um að vera alltaf með virkan frelsispakka á borð við RED Frelsi. Þá lætur þú einfaldlega sjálfvirka áfyllingu á pakkann á 30 daga fresti. Eftir það ertu alltaf með RED Frelsi á númerinu þínu án þess að þurfa að muna að fylla á!

Hafðu samband við þjónustuver Vodafone í síma 1414 til að skrá debet- eða kreditkortanúmer og tilgreina hvers konar sjálfvirka áfyllingu þú vilt á frelsisnúmerið.

Hraðáfylling

Viltu geta fyllt á frelsið á örfáum sekúndum? Þá er hraðáfylling frábær kostur. Hún virkar þannig að þú slærð inn einfaldan kóða, ýtir á hringja-hnappinn og áfyllingin er afgreidd. Best er að vista áfyllingarkóðann sem þú notar oftast í tengiliðaskrá símans og þá tekur áfyllingin örskotsstund.

Hraðáfyllinguna má nýta bæði til að fylla á eigið frelsisnúmer og frelsisnúmer annarra. Hér getur þú séð hraðáfyllingarkóðana - hafðu samband við þjónustuver okkar í síma 1414 til að skrá kortanúmerið og þá ertu tilbúin/n!

 

iPhone 6 kemur 31. október!

Þá er það orðið ljóst – 31. október verður iPhone 6 dagurinn á Íslandi! Forpöntun er í fullum gangi.

iphone6-6plusLoksins loksins – Apple hefur tilkynnt að formlegur útgáfudagur iPhone 6 og iPhone 6 Plus á Íslandi verði föstudagurinn 31. október.

Eftirvæntingin hefur verið mikil eftir komu iPhone 6 til landsins, enda hefur síminn notið gríðarlegra vinsælda á þeim mörkuðum sem þegar hafa hafið sölu á símanum. Hér heima skráðu fjölmargir sig fyrir síma í forskráningu Vodafone. Haft verður samband við þá fyrir útgáfudag til að tryggja að þeir fái sinn síma strax þann 31. október.

Enn er endanlegt verð á iPhone 6 og iPhone 6 Plus hjá Vodafone ekki orðið ljóst, en það verður tilkynnt fljótlega.

Á Vodafone blogginu birtum við fréttir af ýmsu sem tengist starfsemi, vörum og þjónustu Vodafone. Við leggjum okkur að sjálfsögðu fram um að upplýsingar sem hér birtast séu réttar, en alltaf geta einhverjar villur slæðst með sem við leiðréttum ef þær finnast. Eðli bloggsins vegna má búast við að upplýsingar sem hér birtast geti úrelst með tímanum.
Netspjall / Panta símtal / Fyrirspurn