Hefurðu einhverjar spurningar um þjónustu eða vörur Vodafone? Hér finnur þú svörin við flestum þeim algengustu.

Reikningar

Allt sem tengist reikningum: Inniheimtuferli, reikningstímabil, útskriftargjald, greiðslufrestur og fleira.

 

Í netverslun okkar geturðu á einfaldan hátt leitað eftir tegund, verði eða eiginleikum símtækja og þannig fundið rétta símann sem hentar þér.

Við erum með eitt mesta úrval landsins. Kíktu líka við í verslunum okkar.

Ótrúleg aukning á #12stig tístum milli ára

Vinsældir #12stig tístanna halda áfram að aukast – og í raun má tala um algjöra sprengingu milli ára. Tvöfalt fleiri #12stig tíst komu á undanúrslitakvöldi Íslands í ár heldur en í fyrra.

Í gær birtust alls 13.495 tíst merkt #12stig, en í fyrra voru þau rétt um 6.000 á undanúrslitakvöldi Íslands. Því sendu íslenskir Eurovision tístarar út rúmlega helmingi fleiri tíst í ár heldur en í fyrra. Svo mikil var notkunin á þessu merki að um tíma var það meðal vinsælustu tístmerkja í heiminum.

Aukningin var einnig mikil á fyrra undanúrslitakvöldinu, því á þriðjudaginn voru send út rúmlega 6.000 tíst merkt #12stig, en 2014 voru þau um 3.600 kvöldið sem Ísland tók ekki þátt.

graph_12stig_twitter-2015

Eins og sjá má hefur alltaf verið aukning milli ára, en þó var hún ekki mjög mikil milli áranna 2013-2014. Veruleg breyting varð því á þessu í ár, þegar #12stig tvöfaldast. Þetta er vísbending um að Twitter-samfélagið á Íslandi hafi stækkað umtalsvert síðustu 12 mánuðina – og að Eurovision-áhuginn fer síst minnkandi í þeim hópi.

Athyglisvert verður hins vegar að fylgjast með umræðunni á laugardagskvöldið, því þetta er í fyrsta sinn síðan #12stig varð til sem Ísland tekur ekki þátt í lokakeppninni.

Vinsælasta tístið hingað til, þ.e. það tíst sem oftast hefur verið endurtíst í vikunni, á Ari Eldjárn frá því í gær:

arieldjarn

Svona lítur svo listinn yfir fimm vinsælustu tístin út eftir undankeppnina, þ.e. bæði þriðjudags- og fimmtudagskvöldið:

retweet-flest

 

Þótt Ísland verði því miður ekki með í lokakeppninni er ekki þar með sagt að fjörið sé búið. Íslenskir tístarar hafa kannski bara þeim mun meiri tíma til að ræða hina keppendurna annað kvöld! Við minnum á tístsjónvarpsstöðina sem verður að sjálfsögðu á sínum stað á laugardaginn. Hana er að finna á aukarás RÚV (sem stundum er kölluð íþróttarás RÚV) sem er á rás 996 á sjónvarpi yfir nettengingar og 196 á sjónvarpi yfir örbylgju .

 

 

#12stig í sjónvarpinu

Eins og síðustu ár verður sérstök #12stig tístsjónvarpsstöð í Vodafone Sjónvarpi. Þar getur þú séð umræðuna um Eurovision á Twitter ásamt sjónvarpsútsendingunni, en margir segja það gera keppnina margfalt skemmtilegri.

Það styttist í að Ísland stígi á stokk í Eurovision, sem þýðir að tístsjónvarpsstöð Vodafone og RÚV er á leiðinni í loftið!

Evrovision-tiststod

Skjámynd frá fyrra ári

Frá 2012 hefur Vodafone boðið upp á sjónvarpsstöð þar sem hægt er að fylgjast með #12 stig tístum landsmanna á skjánum meðan á keppni stendur. Segja má að á Twitter fari stærsta Eurovision partíið fram, því þar ræða þúsundir Íslendinga saman um keppnina meðan á henni stendur – oft á alveg óborganlega fyndinn hátt.

Mun fólk eflaust ekki slá slöku við fram yfir keppni og líflegar samræður skapast, m.a. um bestu lögin, verstu búningana, skemmtilegasta skeggvöxtinn og annað slíkt. Tístin munu sem fyrr birtast á skjánum við hlið útsendingar RÚV frá keppninni en þannig má fá stemmninguna hjá landsmönnum beint í æð um leið og horft er á herlegheitin.

maria-olafs-featured

Þú getur líka tekið þátt – það eina sem þarf er Twitter aðgangur og að tísta um keppnina undir merkinu #12stig. Þótt #12stig tístin séu of mörg til að hægt sé að birta þau öll á sjónvarpsstöðinni eru umsjónarmenn stöðvarinnar lunknir við að finna bestu tístin og birta þau.

Aukarás RÚV (sem stundum er kölluð íþróttarás RÚV) má finna á rás 996 á sjónvarpi yfir nettengingar og 196 á sjónvarpi yfir örbylgju .

Fylgstu með íslensku keppendunum á Eurovision vefnum og Snapchat

Við minnum einnig á Eurovision-vefinn okkar og íslensku Eurovision keppendanna, en þar má lesa bloggið þeirra frá Vín, sjá myndbönd frá lífinu í Eurovision-landi, skoða myndir og margt fleira.

 

Jafnframt má fylgjast með hópnum á Snapchat á Vodafone Snapchatinu – vodafoneis. Fylgist með þar til að fá innsýn í lífið bak við tjöldin!

Morgunverðarfundur um Eurovison

Þar að auki má nefna að Advania mun halda morgunverðarfund um Eurovision á morgun, föstudaginn 22. maí, m.a. í samstarfi við Vodafone. Þar mun ég m.a. stíga á stokk og skoða #12stig umræðuna frá ýmsum sjónarhornum, Gylfi Steinn frá Advania mun spá fyrir um úrslitin með hjálp Google, Felix Bergsson verður í beinni frá Vín og margt fleira. Sjáumst þar!

 

M2M á Hakkaþoni í HR

Hefurðu hugmynd um hvernig eigi að búa til vöru sem nýtir M2M gögn um bílaflota á hagnýtan hátt? Þá skaltu skrá þig í Hakkaþon í HR 23.-24. maí nk.

hackathon

Hjá Vodafone leggjum við mikla áherslu á stuðning við öflugt frumkvöðla- og nýsköpunarstarf og er félagið annað af tveimur aðalstyrktaraðilum Startup Iceland 2015. Vodafone leggur þar til verkefnið í HAKKAÞONI ráðstefnunnar í ár en þetta er í fjórða skipti sem hakkaþon er hluti af dagskrá Startup Iceland. Það er /sys/tur – félag kvenna í tölvunarfræðum við HR sem sér um framkvæmd viðburðarins.

Verður án vafa mikið fjör í HR dagana 23.-24. maí nk. þar sem frumkvöðlaandinn mun svífa yfir vötnum og fólk hvatt til að hugsa út fyrir boxið.

hakkathon-stefan-bala

Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone og Bala Kamallakharan, stofnandi og forsvarsmaður Startup Iceland.

M2M í brennidepli
Hakkaþon er viðburður þar sem þátttakendur hafa ákveðinn tíma, í þessu tilfelli 36 klst, til að byggja eða skila af sér tilbúinni afurð sem tengist fyrirfram gefnu þema. Keppt er í liðum en bæði er hægt að skrá til leiks fullskipuð lið og eins einstaklinga, sem síðan er þá skipað í lið áður en blásið er til leiks.

Þema hakkaþonsins í ár er „Everything digital“ og felst í að vinna með M2M-gögn sem safnað hefur verið í gagnagrunn um bílnotkun, þ.e. upplýsingar um staðsetningu bifreiða, hraða, eyðslu o.fl. Verkefni keppenda er að koma með hugmynd og útfærslu af vöru sem vinnur með þessar upplýsingar á hagnýtan hátt og túlkar þær, til verðmætasköpunar fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Þátttöku geta fylgt spennandi tækifæri, allt frá öflugra tengslaneti til starfa hjá eftirsóttum fyrirtækjum . Í verðlaun eru þúsund dalir auk færis á að kynna og þróa vinningstillöguna frekar.

Vodafone Startup Iceland HackathonHvað er HAKKAÞON?Ert þú skapandi, hugmyndafrjó/r, markaðs -og viðskipta þenkjandi, drífandi og lausnamiðaður/-uð?#Systur #vodafoneis #hakkaþon

Posted by Vodafone IS on 18. maí 2015

Fyrir allt frá hökkurum til hönnuða
Ekki er nauðsynlegt að kunna að forrita til að taka þátt í viðburðinum.Til að skapa gott lið þarf fólk með styrkleika á ýmsum sviðum. Þátttakendur í hakkaþoni geta því til dæmis verið hönnuðir, forritarar, viðskiptafræðingar, verkfræðingar, listfræðingar og í raun hvaðeina.

Ekkert kostar að taka þátt og sér Startup Iceland þátttakendum fyrir nægum mat og drykk meðan á keppni stendur. Við hvetjum áhugasama til að kynna sér málið og skrá sig sem fyrst!

Vodafone rukkar ekki fyrir símtöl til Nepal

Til að aðstoða viðskiptavini sem eiga ættingja og vini í Nepal við að ná sambandi við sitt fólk mun Vodafone ekki gjaldfæra símtöl frá Íslandi til Nepal til 31. maí nk.

header-nepal-blogg3

Til að aðstoða viðskiptavini við að ná sambandi við sitt fólk á svæðinu rukkar Vodafone ekki fyrir símtöl úr heimasímum og farsímum í áskrift frá Íslandi til Nepal til 31. maí nk. Vonumst við til að þetta muni auðvelda viðskiptavinum að leita ættingja og vina og halda tengslum við þá á meðan neyðin er mest.

Vodafone vill nota tækifærið og minna alla sem vilja leggja hjálparstarfinu lið á hjálparsíma Rauða Krossins, sem eru 904 1500 fyrir þá sem vilja greiða 1.500 kr. í söfnunina, 904 2500 fyrir 2.500 kr. og 904 5500 ef greiða á 5.500 kr. Framlagið rennur óskert í söfnunarsjóð Rauða krossins.

4G á miðunum

4G þjónusta Vodafone nær nú út á mörg af helstu fiskimiðum Íslands og áframhaldandi uppbygging er í vændum til hagsbóta fyrir sjófarendur.

Á árinu 2015 mun Vodafone leggja kapp á að byggja upp háhraða 4G samband á öllum helstu fiskimiðum landsins, með bætta þjónustu við sjávarútvegsfyrirtæki og aðra sjófarendur að markmiði.

Notkun 4G tækninnar bætir gæði og upplifun sambands úti á miðunum auk þess að vera hagkvæmara fyrir sjávarútvegsfyrirtæki en aðrar lausnir sem hafa verið í boði á sömu svæðum.

Uppbyggingin þegar hafin

Uppbygging 4G dreifisvæðis Vodafone á haf út er þegar hafin og nær 4G svæði félagsins þegar út á hafsvæði frá Reykjanesi og austur fyrir Vík í Mýrdal. Á árinu verður sérstök áhersla einnig lögð á hafflötinn út af Norð-Austurlandi, Austurlandi og Norð-Vesturlandi.

Uppbyggingin er unnin í samstarfi við viðskiptavini Vodafone í sjávarútvegi þar sem þarfir útgerða og sjómanna eru hafðar að leiðarljósi. Hefur þetta þegar skilað sér í nýjum viðskiptavinum úr sjávarútvegi eins og Samherja og Vinnslustöðinni, Bergi og Auðbjörgu.

Á meðal svæða þar sem langdrægir 4G sendar hafa verið gangsettir að undanförnu sem hafa það sérstaka hlutverk að bæta háhraðasamband út á hafi má nefna Háfell við Vík og Þorbjarnarfell við Grindavík. Áður hefur langdrægur sendir verið virkjaður í Bláfjöllum en sá dreifir 4G sambandi suður af landi yfir miðin á milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja. Auk þess hefur langdrægur 4G sendir á Bolafjalli einnig dreift háhraðasambandi yfir miðin vestur af Bolungarvík og út á Djúp frá því í vetur.

Mynd yfir áætlaða útbreiðslu farsímakerfis Vodafone í lok árs 2015. Háhraða 4G samband er þegar komið á yfir miðin út frá Bolafjalli, sunnanverðu Reykjanesi og að Vík. Framundan er gangsetning 4G úti fyrir Austurlandi og norður fyrir.

Mynd yfir áætlaða útbreiðslu farsímakerfis Vodafone í lok árs 2015. Háhraða 4G samband er þegar komið á yfir miðin út frá Bolafjalli, sunnanverðu Reykjanesi og að Vík. Framundan er gangsetning 4G úti fyrir Austurlandi og norður fyrir.

Allt frá því uppbygging 4G þjónustusvæðis félagsins hófst fyrir tveimur árum hefur Vodafone lagt ríka áherslu á að byggja upp hámarks dreifingu jafnt á landsbyggðinni sem og á höfuðborgarsvæðinu. Vodafone er leiðandi á Íslandi í notkun hins langdræga 4G tíðnibands á 800MHz sem gefur viðskiptavinum félagsins framúrskarandi upplifun í notkun á gagnaflutningi í farsímakerfunum.

Vodafone PLAY: nýjung í íslensku sjónvarpi

Við kynnum Vodafone PLAY – fyrstu íslensku áskriftarveituna fyrir alla fjölskylduna í anda Netflix.

Vodafone-PLAY-banner

Í Vodafone PLAY færðu ótakmarkaðan aðgang að miklu úrvali gæðasjónvarpsefnis fyrir eitt fast mánaðargjald. Þjónustan er aðeins í boði í Vodafone Sjónvarpi.

Vodafone PLAY er sérstaklega hannað fyrir íslenskan markað. Í áskriftarveitunni má finna erlendar kvikmyndir frá öllum heimshornum með íslenskum texta, auk íslenskra kvikmynda, tónleika, talsetts barnaefnis og lesinna ævintýra.

Fjöldi titla verður aðgengilegur áskrifendum strax frá byrjun en nýtt efni mun bætast við reglulega og fara sívaxandi næstu vikur og mánuði. Þú getur pantað allt efni í Vodafone PLAY áhyggjulaust eins oft og þig lystir  - öll notkun er innifalin í mánaðargjaldinu.

Prófaðu Vodafone PLAY til 31. maí

Í upphafi þurfa viðskiptavinir með gagnvirkt sjónvarp frá Vodafone ekkert að gera til að fá aðgang að þjónustunni, hún mun einfaldlega birtast í aðalvalmynd myndlykilsins jafnvel strax í dag á sumum myndlyklum. Ýttu á Menu-hnappinn á fjarstýringunni til að fá upp aðalvalmyndina.

Vodafone PLAY er aðgengilegt af forsíðu Leigunnar.

Vodafone PLAY er aðgengilegt af forsíðu Leigunnar.

Frá fimmtudeginum 16. apríl verða allir viðskiptavinir með gagnvirkt sjónvarp Vodafone komnir með Vodafone PLAY. Þeim býðst að nota þjónustuna án viðbótarendurgjalds og skuldbindinga til og með 31. maí næstkomandi.

Viðskiptavinir sem skrá sig í þjónustuna á þessu tímabili fá einn mánuð til viðbótar án viðbótarkostnaðar en eftir það mun þjónustan kosta 2.490 krónur á mánuði. Þeir sem eru með gagnvirkt sjónvarp Vodafone geta skráð sig í þjónustuna hér á Vodafone.is. Engu skiptir hversu oft er horft á efni, öll notkun áskriftarveitunnar er innifalin í mánaðargjaldinu.

Enn meira úrval

Nú þegar er mikill fjöldi titla í boði í Vodafone PLAY og við munum svo bæta myndum reglulega við á næstu mánuðum. Áskrifendur munu því geta valið úr sífellt fleiri titlum þegar fram líður.

Vertu með frá byrjun! Prófaðu að nota Vodafone PLAY við fyrsta tækifæri. Ef þú hefur einhverjar ábendingar um þjónustuna viljum við endilega heyra frá þér – sendu okkur póst á play@vodafone.is.

Ef þú ert ekki nú þegar með Vodafone Sjónvarp getur þú pantað þjónustuna hjá okkur í síma 1414, með netspjallinu eða í næstu verslun Vodafone.

Opnunartími yfir páskana

Breytingar verða á opnunartíma verslana og þjónustuvers, 1414, yfir páskahátíðina. Hér má finna yfirlit yfir þjónustu Vodafone fram yfir páska.

Opnunartími verslana og þjónustuvers Vodafone verður eftirfarandi yfir páskana (smellið á myndina til að sjá hana stærri):

opnunartimar-paskar2015

Við minnum einnig á að á opnunartíma þjónustuvers er hægt að hafa samband við okkur með netspjallinu.

Gleðilega hátíð!

4G í útlöndum í fyrsta sinn

Ertu á leið til útlanda á næstunni? Þá gætirðu verið á háhraða 4G sambandi á ferðalaginu með glænýrri þjónustu Vodafone.

4g-reiki-haVodafone hefur samið við farsímafyrirtæki í tólf löndum um afnot af 4G háhraða gagnaflutningssambandi og geta viðskiptavinir Vodafone nýtt 4G reikiþjónustu á ferðalögum sínum í þessum löndum.

Löndin eru Bretland, Grikkland, Holland, Írland, Portúgal, Rúmenía, Spánn, Tékkland og Þýskaland, sem eru þegar tengd, auk þess sem Ítalía, Nýja Sjáland og Suður-Afríka munu bætast við á næstu vikum.

Ferðamenn frá öllum þessum löndum munu á sama hátt geta nýtt sér 4G kerfi Vodafone á ferðalögum sínum á Íslandi.

EuroTraveller er hagkvæmast

Til að nýta 4G á ferðalögum til þessara landa þarftu ekki að gera neitt sérstakt – þegar þú lendir í viðkomandi landi ertu sjálfkrafa á 4G netinu þegar kveikt er á símanum. Til að nýta þjónustuna á eins hagkvæman hátt og hægt er mælum við með EuroTraveller þjónustunni, en með henni greiðir þú eitt daggjald og færð eftir það símtöl og gagnamagn á mun lægra verði en í hefðbundnu reiki.

Hægt er að skrá sig í EuroTraveller á Mínum síðum á Vodafone.is eða með því að senda SMS-ið „Euro“ í 1414.

Fyrst á Íslandi

Vodafone er fyrst íslenskra fjarskiptafyrirtækja til að bjóða upp á þessa þjónustu, til innlendra og erlendra ferðamanna, vegna alþjóðlegs samstarfs við Vodafone Group, sem sýnir mikilvægi þess fyrir Vodafone að eiga náið tæknilegt samstarf við eitt stærsta farsímafyrirtæki heims.

Með þessari þjónustu er markmiðið að viðskiptavinir geti upplifað sem hraðvirkasta og besta gagnatengingu í snjallsímum og spjaldtölvum á ferðalaginu hvort sem um er að ræða Íslendinga á faraldsfæti eða sífellt vaxandi markað ferðamanna sem sækja Ísland heim.

Nýttu þér 4G á ferðalaginu – þú finnur muninn!

Á Vodafone blogginu birtum við fréttir af ýmsu sem tengist starfsemi, vörum og þjónustu Vodafone. Við leggjum okkur að sjálfsögðu fram um að upplýsingar sem hér birtast séu réttar, en alltaf geta einhverjar villur slæðst með sem við leiðréttum ef þær finnast. Eðli bloggsins vegna má búast við að upplýsingar sem hér birtast geti úrelst með tímanum.
Netspjall / Panta símtal / Fyrirspurn