Hefurðu einhverjar spurningar um þjónustu eða vörur Vodafone? Hér finnur þú svörin við flestum þeim algengustu.

Reikningar

Allt sem tengist reikningum: Inniheimtuferli, reikningstímabil, útskriftargjald, greiðslufrestur og fleira.

 

Í netverslun okkar geturðu á einfaldan hátt leitað eftir tegund, verði eða eiginleikum símtækja og þannig fundið rétta símann sem hentar þér.

Við erum með eitt mesta úrval landsins. Kíktu líka við í verslunum okkar.

Öflugt 4G samband og stemmning á Þjóðhátíð!

Það verður blússandi 4G samband á Þjóðhátíð – og skemmtileg Vodafone stemmning þar sem meðal annars verður hægt að vinna miða á Justin Timberlake!

Staerst_4G_490x490-03-03Á dögunum gangsetti Vodafone fyrstu 4G senda félagsins í Vestmannaeyjum. Þar með bættust Eyjar við ört stækkandi 4G kerfi Vodafone um land allt. Tímabundnum 2G og 3G sendum hefur einnig verið bætt við á svæðinu, til að tryggja viðskiptavinum sem best net- og símasamband yfir Þjóðhátíð. Það ætti því enginn að þurfa að vera í slæmu netsambandi í Herjólfsdal.

4G sendar Vodafone í Vestmannaeyjum eru tveir. Varanlegur sendir hefur verið settur upp í Hánni. Færanlegur 4G sendir verður einnig í Herjólfsdal yfir Þjóðhátíð og tryggir gestum háhraðasamband í dalnum. Auk þessa verða einnig tímabundnir viðbótar-sendar fyrir bæði 2G og 3G í Eyjum yfir helgina, m.a. á sviðinu í Herjólfsdal, til að mæta álagi ef þörf krefur.

4G kerfi Vodafone er í örum vexti þessa dagana. Auk Vestmannaeyja nú er kerfi félagsins einnig orðið aðgengilegt á á Siglufirði, í Eyjafirði og Skagafirði, á Egilsstöðum, Húsavík, í helstu sumarhúsabyggðum á Suðurlandi og í Borgarfirði, auk höfuðborgarsvæðisins. Það ætti því að vera auðsótt mál að vera í háhraðasambandi í sumarfríinu.

Þjóðhátíðaraugnablik

Skemmtilegur leikur á laugardeginum og hápunkturinn með Quarashi

Vodafone verður í miklu stuði á Þjóðhátíð. Í samstarfi við Þjóðhátíðarnefnd bjóðum við upp á laugardagsferð á hátíðina í fyrsta sinn í sögu hennar. Á laugardeginum verður mikil stemmning víða um Vestmannaeyjabæ því Vodafone mun þar gefa þónokkra miða á Justin Timberlake tónleikana, sem fram fara þann 24.ágúst næstkomandi. Miðarnir verða vandlega faldir í ísklumpum víða um Heimaey og vísbendingarnar verða í formi Vodafone-merktra gasblaðra. Það er því vert að fylgjast vel með í Eyjum á laugardeginum því ef þú sérð blöðru þá gæti leynst þar ísklumpur!

Dagskráin um kvöldið verður síðan ekki af verri endanum en Quarashi verður aðalbandið á eftir flugeldasýningunni kl.24:00. Quarashi á í samstarfi við Vodafone og hljómar nýjasta lagið þeirra, Rock-on, í nýjustu auglýsingu Vodafone fyrir RED Frelsi.

Bein útsending frá brekkusöngnum í sjónvarpi

Vodafone slær botninn í hátíðahöldin með því að bjóða upp á beina útsendingu frá brekkusöngnum í Herjólfsdal á sunnudagskvöldinu. Verður það í fyrsta sinn sem sýnt er beint frá brekkusöngnum í sjónvarpi. Útsendingin er í samstarfi við sjónvarpsstöðina Bravó og send út á rásum 22 og 522 (í háskerpu) á sjónvarpi yfir ADSL, ljósnet og ljósleiðara og á rás 42 í sjónvarpi yfir loftnet (Digital Ísland).

Fylgist vel með okkur á Facebook og góða skemmtun um verslunarmannahelgina!

Hér má skoða 4G þjónustusvæði Vodafone. Til að nýta 4G til fullnustu bjóðum við 4G netbúnað sem hentar við allar aðstæður.

ROCK ON!!

Fallið mastur í Öxarfirði orsök truflana

Í ljósi umfjöllunar um dreifingu FM-útsendinga Rásar I og Rásar II á Kópaskeri vill Vodafone koma eftirfarandi á framfæri.

Útvarpssendar RÚV í Öxarfirði hafa í nokkra mánuði verið tengdir varasambandi eftir að mastur á Viðarfjalli féll um síðustu áramót. Umrætt mastur þjónaði útvarpssendingum til útvarpsendurvarpa í Öxarfirði. Þetta varasamband bilaði fyrir tveim vikum og hefur truflana gætt á útsendingum í kjölfarið. Þetta hefur nú verið lagfært.

Tæknimenn Vodafone hafa síðustu vikur unnið að bættu fyrirkomulagi útvarpssendinga RÚV á þessu svæði. Ætti það að bæta upplifun allra útvarpshlustenda RÚV í Öxarfirði til framtíðar. Þessa dagana er m.a. unnið að því að reisa nýtt mastur á Viðarfjalli í stað þess sem féll í vetur.

Frá því Vodafone tók við rekstri dreifikerfa RÚV þann 1. apríl 2013 hefur kapp verið lagt á að yfirfara eldri senda og endurnýja þar sem við á. Markmiðið er ávallt að tryggja landsmönnum greiðan aðgang að útsendingum útvarps allra landsmanna, á öllum tímum.

Vodafone ekki enn fengið formlega kröfu

Með tilvísun til frétta af mögulegri málssókn á hendur Vodafone, vill Vodafone koma eftirfarandi á framfæri:

Vodafone hefur ekki ennþá fengið formlega kröfu frá Málsóknarfélaginu og getur því ekki tjáð sig um tilvist hinnar meintu kröfu eða efni hennar. Þegar og ef slík krafa kemur fram um bætur vegna miska mun félagið taka afstöðu til þess þegar og ef þar að kemur.

Rétt er að ítreka að ráðist var á félagið, þótt varnir hafi ekki haldið voru þær til staðar. Þetta er því miður áhætta sem fyrirtæki á Íslandi þurfa að búa við og árásin án efa opnað augu margra annarra fyrirtækja fyrir þessari ógn sem stöðugt er að aukast. Vodafone brást við með því að draga lærdóm af árásinni, yfirfæra alla innviði og styrkja starfsemina á öllum sviðum og hyggjumst vera í fararbroddi í öryggismálum á næstu árum eins og vonandi önnur íslensk fyrirtæki, sbr. fréttatilkynningu um netöryggisvottun fyrirtækisins sem send var fjölmiðlum fyrr í vikunni.

Nánari upplýsingar veita Advel lögmenn (s: 692 0757)

Mikilvægum áfanga náð

Mikilvægur áfangi náðist í vikunni þegar The British Standard Institution staðfesti að Vodafone á Íslandi uppfyllti kröfur alþjóðlega upplýsingaöryggisstaðalsins ISO 27001.

ISO-vottun-brefMeð vottun BSI hefur viðurkenndur og óháður aðili með formlegum hætti gefið út, að starfsfólk Vodafone vinni eftir skýru verklagi og fyrirfram skilgreindum ferlum í upplýsingaöryggismálum. Vottunin er sú víðtækasta sem íslenskt fjarskiptafyrirtæki hefur fengið og er mikilvæg staðfesting á áherslu Vodafone á öryggismál.

ISO-vottun krefst ítarlegs undirbúnings og naflaskoðunar. Allir innviðir fyrirtækisins voru yfirfarnir í aðdraganda hennar, öryggisferlar endurskoðaðir, vinnulag við meðferð gagna skýrt og fræðsla í upplýsingaöryggismálum efld stórlega, svo fátt eitt sé nefnt. Mikilvægust er þó líklega sú aukna meðvitund og þekking sem orðið hefur til innan fyrirtækisins meðal stjórnenda og starfsmanna á sviði öryggismála.

Rétt meðhöndlun og öryggi gagna er afar mikilvægt og í því samhengi eru fagleg vinnubrögð og gott skipulag lykilatriði. ISO-vottunin er mikilvægt verkfæri í framkvæmd þeirrar vinnu, en hún tryggir jákvætt aðhald og stöðugar umbætur í upplýsingaöryggismálum. Fyrirtækið mun undirgangast endurúttekt á hverju ári þar sem sannreynt verður hverju sinni að unnið er eftir ströngum kröfum.

Hjá Vodafone höfum við einsett okkur að vera í fararbroddi á sviði öryggismála hér á landi til framtíðar. Við munum þannig halda vinnunni á þessu sviði áfram af krafti og efla meðal annars enn frekar samstarfið við Vodafone Global á sviði net- og upplýsingaöryggismála. Það er mikill styrkur fyrir okkur og viðskiptavini okkar að eiga nánu samstarfi við eitt stærsta fjarskiptafyrirtæki í heimi og hafa þannig aðgang að nýjustu reynslu, greiningum og kenningum á sviði öryggismála. Við hjá Vodafone hlökkum til að vinna áfram að þessum áherslum á næstu árum til hagsbóta fyrir viðskiptavini.

Árni H. Kristinsson, fyrir hönd BSI, afhendir formlega staðfestingu á ISO-vottun félagsins.

Árni H. Kristinsson, fyrir hönd BSI, afhendir formlega staðfestingu á ISO-vottun félagsins.

LEGO Movie í 3D

Fyrsta 3D myndin sem komið hefur í Leiguna í Vodafone Sjónvarpi var frumsýnd fyrir skömmu en það var kvikmyndin The LEGO Movie.

lego-mynd-frettLego Movie naut mikilla vinsælda þegar hún var sýnd í kvikmyndahúsum hér á landi fyrr á árinu og því skemmtilegt að geta boðið upp á hana í þrívídd í Leigunni.

Sífellt fleiri heimili búa nú yfir 3D sjónvörpum, en fjöldi nýrra sjónvarpa getur sýnt myndir í 3D. Vodafone kemur þannig til móts við vaxandi eftirspurn eftir 3D efni með þessari frumsýningu.

Vinsældir efnis í 3D hafa verið miklar í kvikmyndahúsum síðari ár, sérstaklega í barnaefni og hasarmyndum og hefur sú þróun nú hafið innreið sína af fullum krafti í nýjustu sjónvörpin á markaðnum. Með framförum í tækni fyrir sjónvörp, aukinni flutningsgetu sjónvarpsþjónustu Vodafone, sífellt fleiri háhraða ljósleiðara- og ljósnetstengingum og ört fjölgandi 3D sjónvörpum á heimilum landsmanna hafa skapast skilyrði til að hefja 3D útsendingar í Vodafone Sjónvarpi.

LEGO Movie 3D er bara fyrsta skrefið og má búast við að 3D myndir verði reglulega í boði í Leigunni á næstu misserum.

Þannig að nú er um að gera að nýta tækifærið, sækja poppið, setja upp 3D gleraugun og prófa tæknina með þessari stórskemmtilegu mynd um hinn venjulega Hemma sem fær óvænt hið vanþakkláta starf að bjarga heiminum!

Í tengslum við frumsýningu Lego Movie í Leigunni efndum við til Facebook leiks þar sem fjölmargir vinningar voru í boði. Aðalvinninginn hlaut Aníta Sólveig Jónsdóttir Owen, stóran Lego Movie kubbakassa.

Í tengslum við frumsýningu Lego Movie í Leigunni efndum við til Facebook leiks þar sem fjölmargir vinningar voru í boði. Aðalvinninginn hlaut Aníta Sólveig Jónsdóttir Owen, stóran Lego Movie kubbakassa.

Vodafone hlýtur ISO-27001 vottun

Vodafone hefur fengið vottað og staðfest að stjórnkerfi fyrirtækisins fyrir upplýsingaöryggi samræmist alþjóðlega upplýsingaöryggisstaðlinum ISO 27001.

BSI-Red Assurance-Mark-ISO-27001-RedVottunin felur í sér formlega viðurkenningu á því að upplýsingaöryggi sé stjórnað samkvæmt fyrirfram ákveðnum ferlum og fagleg vinnubrögð séu viðhöfð í hvívetna. Hún tryggir ennfremur stöðugar umbætur í upplýsingaöryggismálum. Vottunin nær til stjórnkerfis upplýsingaöryggis fyrir farsíma-, landlínu- og netþjónustu Vodafone.

Markvisst hefur verið unnið að uppbyggingu á öflugu stjórnkerfi upplýsingaöryggis hjá Vodafone með fagleg vinnubrögð að leiðarljósi. Allir innviðir hafa verið yfirfarnir og öryggisferlar endurskoðaðir. Ýmis tæknileg mál hafa verið rýnd og þeim breytt þar sem þess var þörf. Vinnulag við meðferð gagna hefur verið skýrt og fræðsla í upplýsingaöryggismálum efld stórlega. Nýtt og betra verklag hefur verið innleitt í samskiptum við eftirlitsaðila og lögreglu og meðhöndlun kortaupplýsinga hefur verið breytt til samræmis við hinn alþjóðlega PCI staðal. Samhliða hefur vöru- og þjónustuframboð Vodafone í auknum mæli tekið mið af þörfum viðskiptavina fyrir öryggislausnir og áhyggjuleysi við notkun. Tilgangurinn með öllu ofangreindu er að styrkja fyrirtækið og bæta þjónustuna við viðskiptavini.

Úttektin á upplýsingaöryggismálum Vodafone var í höndum The British Standard Institution (BSI), sem rýndi í vinnulag, ferla og virkni innan Vodafone. Úttektin náði m.a. til vinnulags við skráningar, vinnslu, geymslu og eyðingu gagna hjá fyrirtækinu. Niðurstöður úttektarinnar voru mjög jákvæðar og hefur Vodafone nú fengið afhent vottunarskírteini frá BSI til staðfestingar á fylgni við ISO-27001 staðalinn. Héðan í frá verður endurúttekt á stjórnkerfinu gerð árlega, sem tryggir jákvætt aðhald og stöðugar umbætur í upplýsingaöryggismálum.

Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone:
„Það er mikið ánægjuefni fyrir viðskiptavini og starfsfólk Vodafone að þessum áfanga skuli vera náð. ISO-vottunin staðfestir mikla og faglega vinnu sem átt hefur sér stað innan fyrirtækisins í upplýsingaöryggismálum og er mikilvægt skref í verkefni sem héðan í frá er viðvarandi og lýkur í raun aldrei. Við ætlum okkur að vera í fararbroddi á sviði öryggismála hér á landi til framtíðar og munum stýra upplýsingaöryggismálum með faglegum og ábyrgum hætti.

Samstarf Vodafone á Íslandi við Vodafone Group á sviði net- og upplýsingaöryggismála hefur aukist mikið. Samstarfið hefur mikla þýðingu fyrir okkar viðskiptavini, enda er Vodafone eitt öflugasta fjarskiptafyrirtæki í heimi með ómælda reynslu og þekkingu á öryggismálum. Samstarfið hefur nú þegar skilað viðskiptavinum Vodafone áþreifanlegum árangri og mun áfram koma íslenskum fyrirtækjum og samfélagi til góða.“

Nýtt og endurbætt Vodafone app

Við kynnum með mikilli ánægju nýtt og endurbætt Vodafone app fyrir snjallsíma. Þar færðu á einfaldan hátt yfirlit yfir alla þína fjarskiptaþjónustu hjá Vodafone.

iphone_heimsskjarÁ upphafsskjá nýja appsins sérðu strax teljara fyrir farsímanúmer símans sem þú ert að nota og með því að velja „Þjónustur“ færðu svo heildaryfirlit yfir alla þína fjarskiptaþjónustu. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt er í boði fyrir fjarskiptaþjónustu í íslensku appi.

Ef slegið er inn notendanafn og lykilorð að Mínum síðum má svo fá enn ítarlegri aðgang að upplýsingum og stillingum.

Meðal helstu kosta nýja appsins er:

• Á upphafsskjánum sérðu alla teljara þess númers sem þú skráðir þig inn á, mínútur, SMS, gagnamagn og inneign
• Þú færð aðgang að lista af allri þeirri þjónustu sem þú ert með hjá Vodafone og stöðu hennar. Til dæmis:
o Gagnamagn nettengingar heimilisins
o 4G áskrift/frelsi
o Númer barnanna þinna og RED Family númer

• Þú getur fyllt á frelsi, bæði venjuleg frelsisnúmer og 4G netfrelsi
• Þú getur fengið aðstoð þjónustufulltrúa í gegnum netspjall auk hnappa til að senda SMS eða hringja í 1414

Nýja appið er í boði fyrir Android (útgáfu 4 og nýrri) og iOS (útgáfu 7 og nýrri).

Ef þú ert með eldri útgáfu af Vodafone appinu á símanum þínum getur þú einfaldlega sótt uppfærslu fyrir hana og þú færð nýtt og endurbætt Vodafone app. Annars getur þú farið hingað til að sækja Android útgáfuna og hingað til að sækja iPhone útgáfuna.

Þegar appið er uppsett þarftu að byrja á að slá inn símanúmerið í símanum þínum og þá færðu kóða sendan með SMS í símann. Þann kóða þarftu að slá inn í appið og þá færðu aðgang að upplýsingum um notkun á viðkomandi símanúmeri.

Prófaðu appið strax í dag – það er einfaldasta leiðin til að fá yfirlit yfir alla þína fjarskiptaþjónustu!

app-myndir

Nýtt myndband frá Quarashi

Vodafone og Quarashi munu í sumar vinna saman að ýmsum verkefnum. Samstarfið hefst með frumsýningu á myndbandi við lagið „Rock On“ – en lagið verður þemalag RED Frelsis.

quarashi-featuredHljómsveitin Quarashi gefur í dag út sitt fyrsta lag og myndband í nær áratug. Á átta ára ferli sínum seldi Quarashi um 400 þúsund plötur á heimsvísu, hélt hundruði tónleika í fjórum heimsálfum auk þess að vinna og spila með heimsþekktum listamönnum eins og Cypress Hill og The Prodigy, Eminem, Guns and Roses, Weezer og fleirum.

Síðast gaf hljómsveitin út hljómplötuna ‘Guerilla Disco’ árið 2005 en Quarashi koma aftur með krafti í ár. Þann 15. maí kom út nýtt lag sem heitir ‘Rock on’, hefur heyrst víða í útvarpsstöðvum landsins. Nú er svo frumsýnt nýtt myndband þar sem koma við sögu þeir Egill “TINY” Ólafur Thorarensen, Steinar Fjeldsted og Sölvi Blöndal. Myndbandinu, sem er leikstýrt af Eilífi Erni Þrastarsyni, er ferðalag inn í þá 90′s nostalgíu sem hljómsveitin stendur fyrir en þar koma meðal annars til sögu úrelt tækni á borð við kassettur og VHS tæki.

Rock On verður þemalag RED Frelsis – nýrrar hugsunar í farsímaþjónustu á Íslandi. Quarashi verður jafnframt aðalhljómsveitin á laugardagskvöldinu á Þjóðhátíð – en Vodafone mun þann 7. júlí bjóða upp á forsölu á sérstökum laugardagspössum fyrir Þjóðhátíð.

Á Vodafone blogginu birtum við fréttir af ýmsu sem tengist starfsemi, vörum og þjónustu Vodafone. Við leggjum okkur að sjálfsögðu fram um að upplýsingar sem hér birtast séu réttar, en alltaf geta einhverjar villur slæðst með sem við leiðréttum ef þær finnast. Eðli bloggsins vegna má búast við að upplýsingar sem hér birtast geti úrelst með tímanum.

Copyright © Vodafone    Skútuvogi 2    104 Reykjavík    Sími 599 9000    Fax 599 9001    Þjónustuver sími 1414    Hafðu samband    Skilmálar þjónustu

Netspjall / Panta símtal / Fyrirspurn