Hefurðu einhverjar spurningar um þjónustu eða vörur Vodafone? Hér finnur þú svörin við flestum þeim algengustu.

Reikningar

Allt sem tengist reikningum: Inniheimtuferli, reikningstímabil, útskriftargjald, greiðslufrestur og fleira.

 

Í netverslun okkar geturðu á einfaldan hátt leitað eftir tegund, verði eða eiginleikum símtækja og þannig fundið rétta símann sem hentar þér.

Við erum með eitt mesta úrval landsins. Kíktu líka við í verslunum okkar.

Gagnasendingar 24-földuðust á Menningarnótt

Það er óhætt að segja að helgin hafi verið stór á höfuðborgarsvæðinu – bæði Menningarnótt og Justin Timberlake. Gestir á báðum viðburðunum notuðu snjallsímana óspart til að deila upplifuninni.

timberlake-featuredÍslendingar tóku JTv sjónvarpsstöð Vodafone og merkinu #JTKorinn opnum örmum um helgina. Miklum fjölda tísta og Instagram mynda var deilt í gegnum stöðina fyrir, á meðan og eftir að Justin Timberlake lék listir sínar í Kórnum á sunnudagskvöld. Alls voru yfir 5.000 myndir merktar #JTKorinn birtar á Instagram í síðustu viku.

Upplifuninni deilt í Kórnum
Gestir voru iðnir við að deila upplifun sinni á tónleikum Timberlake á sunnudagskvöld. Var tíst, snappað og instagrammað sem enginn væri morgundagurinn. Víða hafði líka verið stillt á JTv í upphitunarpartýum en stöðin var auk þess höfð uppi við á skjám á veitingasvæðum í Kórnum og jók þannig enn á stemmninguna.

Vodafone hafði fjölgað sendum á svæðinu umtalsvert fyrir tónleikana, til að tryggja sem best samband. Voru engir hnökrar á því og nýttu viðskiptavinir Vodafone gott gagnasamband til hins ítrasta til að deila upplifuninni af tónleikunum.

Eins og sjá má af grafinu hér fyrir neðan jókst gagnanotkun snjallsímanna í Kórnum jafnt og þétt frá kl. 19, en minnkaði svo eftir kl. 21, þegar tónleikarnir hófust og gestir einbeittu sér að því að fylgjast með listamanninum.

simnotkun-justin2

Símnotkun í Kórnum á tónleikum Justin Timberlake. Rauða lína er gagnanotkun en græna línan er hefðbundin símtöl.

Ein stór undantekning er hins vegar um kl. 21:45, þegar gagnaumferðin tók kipp og náði hápunkti. Líklegt er að það hafi verið um það leyti þegar Timberlake flutti lagið Until the end of time en þá bað hann alla í salnum um að setja síma sína á loft og brugðust gestir ekki kallinu.

Á grafinu sést einnig hvernig snarlega dró úr talumferð í Kórnum um leið og kappinn steig á svið kl. 21 og náði talið ekki aftur fyrri hæðum fyrr en að tónleikunum loknum, þegar tími var til að halda heim.

flugeldasyningGestir bergnumdir á Töfrum
Mikill mannfjöldi fylgdist með þegar flugeldasýningin „Töfrar“ sló botninn í Menningarnótt í miðborginni á laugardagskvöld. Talið er að um 100 þúsund gestir hafi sótt miðborgina heim á deginum. Líkt og í fyrra var listræn stjórnun viðburðarins í höndum danshöfundarins Siggu Soffíu og sýningin í boði Vodafone. Verður ekki annað sagt en að verkið hafi verið mikið sjónarspil, þar sem gestir upplifðu samspil flugelda, hljómsveitar og kirkjuklukkna.

Af talumferð á svæðinu má sjá að hún jókst jafnt og þétt frá kl. 22:00 og tók kipp um það leyti sem hljómsveitin Nýdönsk lauk leik um kl. 22:45. Snarlega dró úr símnotkuninni um leið og klukkan sló 23 og fyrstu flugeldarnir hófu sig á loft. Náði umferð síðan fullum krafti á ný um leið og síðustu sprengjurnar ómuðu en minnkaði svo jafnt og þétt eftir því sem fólkið streymdi úr miðbænum eftir hátíðahöldin.

simnotkun-talumferd-midbae2

Símtöl í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt.

Gagnanotkun í miðbænum á Menningarnótt var jafnframt margföld á við það sem gengur og gerist að jafnaði, enda varla við öðru að búast þegar svo margir koma saman og vilja fylgjast með og deila upplifun sinni á samfélagsmiðlum. Eins og sjá má af grafinu hér fyrir neðan varð alger sprenging í gagnanotkun á laugardeginum, bæði í niðurhali og upphali, sem náði hámarki um það leyti sem flugeldasýningin fór fram en minnkaði hratt eftir það.

simnotkun-gogn-midbae2

Gagnanotkun í farsímakerfinu í miðbæ Reykjavíkur 22.-24 ágúst 2014. Rauða línan er niðurhal en sú græna er upphal.

Tölur Vodafone sýna að niðurhal í farsímakerfinu nær tífaldaðist þegar borið er saman tímabilið 20:00 til 00:00 föstudaginn 22. 8. og laugardaginn 23.8. Miklu meiri munur er hins vegar á upphali, því það ríflega 24-faldaðist á þessum tíma! Það er því ljóst að gestir Menningarnætur voru duglegir við að taka myndir og deila upplifun sinni á samfélagsmiðlum.

Hér fyrir neðan má sjá stutt samantektarmyndband frá sjónvarpsstöðinni JTv sem sýnir stemmninguna fyrir tónleika Justin Timberlake. Við hjá Vodafone þökkum fyrir samveruna um helgina og vonum að þið hafið haft jafn gaman af þessum tveimur mögnuðu viðburðum og við!

Pong á Hörpu

Tölvuleikurinn Pong verður spilaður á ljósavegg Hörpu næstu daga. Líttu við og spilaðu tölvuleik á sannkölluðum risaskjá!

pong-myndDagana 23. – 31. ágúst býðst almenningi að spila tölvuleikinn sígilda PONG á ljósahjálmi Hörpu. Um er að ræða nýtt listaverk eftir Atla Bollason og Owen Hindley sem verður frumsýnt á Menningarnótt og varir allt til loka Reykjavík Dance Festival þann 31. ágúst. PONG er unnið í samstarfi við okkur hér hjá Vodafone og Hörpu.

Hver sem vill spila leikinn kemur sér fyrir á Arnarhóli með gott útsýni yfir Hörpu. Þar hefur verið komið fyrir sérstöku þráðlausu neti sem spilarar tengjast með snjallsíma. Snjallsímann nota leikendur svo til að stýra spöðunum í leiknum. Framhlið Hörpu gegnir síðan hlutverki skjás og þar geta spilarar (og aðrir) fylgst með framvindu leiksins á 714 ljósum!

Hvernig tekur þú þátt?

Leikurinn verður fyrst spilaður á Menningarnótt frá kl. 21:30 – 23:00. Þá sjá listamennirnir spilurum fyrir símum og spila ávallt tveir í einu. Símarnir verða afhentir á litlu sviði við Kalkofnsveg gegnt Hörpu.

Næstu kvöld á eftir, eða frá 24. – 31. ágúst, getur hver sem er mætt með eigin snjallsíma og spilað frá klukkan 21:30. Það sem þú þarft að gera er að tengja snjallsímann þinn við WiFi netið ‘PONG’ sem verður í boði á svæðinu í kringum Arnarhól. Um leið og síminn tengist netinu birtist gluggi þar sem þér er boðið að spila leikinn og allar frekari leiðbeiningar koma fram.

Hvað er Pong?

The-Making-Of-Pong

Tölvuleikurinn Pong kom fyrst á markað árið 1972 og er stundum nefndur „fyrsti tölvuleikurinn“. Þótt um það megi eflaust deila er víst að hann er fyrsti tölvuleikurinn til að ná verulegri útbreiðslu. Leikurinn er ekki flókinn, en hann gengur út á að lítill bolti svífur yfir skjáinn en spilararnir tveir færa stiku upp og niður til að varna því að boltinn fari út af þeirra megin.

Allir sem hafa kynnt sér sögu tölvuleikjanna þekkja Pong og þeir sem eru komnir um miðjan aldur spiluðu hann eflaust á sínum yngri árum. Þetta er því frábært tækifæri til að fá að grípa í einn af lykilleikjum tölvuleikjasögunnar – og það á stærsta skjá sem í boði er hér á landi!

Yfir 70% þjóðarinnar með aðgang að 4G

4G þjónusta Vodafone nær nú til meira en 70% landsmanna eftir að tugir nýrra 4G senda hafa verið teknir í notkun á undanförnum misserum víðs vegar um landið.

Við uppbygginguna höfum við lagt jafna áherslu á höfuðborgina og landsbyggðina. Meðal svæða sem komin eru í 4G samband eru höfuðborgarsvæðið, Akranes, Borgarnes, Borgarfjörður, Mýrar, Sauðárkrókur, Varmahlíð, Skagafjörður, Siglufjörður, Dalvík, Hrísey, Akureyri, Hrafnagil, Eyjafjörður, Grenivík, Húsavík, Egilstaðir, Fljótsdalshérað, Vestmannaeyjar, Laugarvatn, Grímsnes, Flúðir, Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Þingvellir.

4G þjónusta Vodafone nær nú til yfir 70% þjóðarinnar.

4G þjónusta Vodafone nær nú til yfir 70% þjóðarinnar.

Vodafone á Íslandi byggir á reynslu Vodafone Global sem hóf uppbyggingu á 4G í Þýskalandi árið 2010. Reynslan ytra sýnir að gagnamagnsnotkun eykst mikið með tilkomu 4G, ekki aðeins vegna notkunar á myndum og lifandi myndefni í snjalltæki heldur einnig vegna aukinnar notkunar á öppum af ýmsum toga. Á landsbyggðinni kemur 4G sér einnig vel, ekki síst á svæðum þar sem hefðbundnar nettengingar eru ekki í boði, t.d. í orlofshúsabyggðum þar sem 4G getur tryggt gott netsamband.

Ekki þarf sérstaka 4G áskrift fyrir símnotendur, eins og tíðkast víða erlendis, en notendur þurfa þó að hafa 4G SIM-kort í snjallsímanum sínum sem þeir geta nálgast hjá Vodafone. Einnig eru í boði 4G netbeinar, sem nýtast á sama hátt og venjulegir netbeinar á heimilum.

Nánar má skoða 4G þjónustusvæðið á kortinu okkar. Hér má svo finna yfirlit yfir 4G netbúnað Vodafone, sem hentar vel fyrir heimili, sumarbústaði og þá sem vilja vera í góðu sambandi á ferðinni.

JTv: Upphitun fyrir stærsta partý ársins!

Við hitum upp fyrir tónleika Justin Timberlake með sérstakri sjónvarpsstöð – JTv – í Vodafone Sjónvarpi.

Justin-Timberlake-tonleikarNú styttist í tónleika ársins á Íslandi – Justin Timberlake í Kórnum sunnudaginn 24. ágúst. Vodafone vill hjálpa öllum að komast í JT stuð næstu daga með sérstakri sjónvarpsstöð, JTv, sem send verður út í Vodafone Sjónvarpi frá deginum í dag og fram á mánudagskvöld.

Á sjónvarpsstöðinni verða tónlist, viðtöl, Instagram myndir sem merktar eru #JTKorinn og fjölmargt fleira sem kemur okkur í stuð fyrir sunnudaginn! Á sunnudaginn sjálfan verðum við með beina útsendingu frá svæðinu þar sem gestir verða teknir tali og stemmningunni úr Kórnum sjónvarpað beint heim í stofu.

Einnig munu tíst merkt #JTKorinn birtast á sjónvarpsstöðinni, þannig að umræða Íslendinga um tónleikana á Twitter mun fá góðan sess á sjónvarpsskjánum næstu daga.

Fylgstu með stemmningunni magnast

JTv verður þannig frábær sjónvarpsstöð fyrir þá sem vilja koma sér í gírinn dagana fyrir tónleikana og svo fylgjast með stemmningunni magnast á sjálfan tónleikadaginn. Um leið geta þeir sem ætla sér ekki á tónleikana fylgst með heima í stofu og fengið þó ekki nema nasaþefinn af því sem þeir eru að missa af!

Tónleikarnir verða svo í beinni útsendingu hjá Yahoo – þannig að það er hægt að fylgast með þeim beint á netinu og sjá um leið svipmyndir af svæðinu í JTv meðan á tónleikunum stendur.

Á mánudaginn verða svo áfram birtar Instagram myndir og tíst, sem gerir tónleikagestum kleift að endurupplifa stemmninguna og ræða um tónleikana daginn eftir.

Miðar á tónleikana og flugmiðar í vinning!

Með því að taka mynd og merkja #JTKorinn tekur þú ekki bara þátt í stemmningunni, heldur áttu líka möguleika á að vinna miða á tónleikana á sunnudaginn! Vodafone og WOW air munu draga út einn heppinn myndasmið á hverjum degi sem fær tvo miða á tónleikana. Daginn eftir tónleikana mun svo heppinn Instagrammari verða dreginn út og fá flugmiða fyrir tvo til Evrópu!

Athugið: Til þess að myndin birtist í útsendingu og komist í pottinn þarf Instagramprófíllinn að vera opinn. Það er stillt með því að fara í prófílinn í Instagram, velja Edit your Profile og tryggja að slökkt sé á Posts are Private.

jtv

Hvar finnur þú JTv?

JTv er aðgengilegt í Vodafone Sjónvarpi á rásum 195 á örbylgjuútsendingu og rásum 994 og 995 (HD) í Vodafone Sjónvarpi um ljósleiðara, ljósnet eða ADSL.

Það styttist í þetta og spennan magnast… Fylgist með á JTv og takið þátt á Instagram og Twitter: #JTKorinn

 

Töfrar á Menningarnótt

Enn á ný verða ótroðnar slóðir fetaðar í flugeldasýningu Menningarnætur. Dansverkið „Töfrar“ verður flutt af flugeldum, strengjasveit og u.þ.b. 30 kirkjum!

kirkja-bloggmyndVodafone býður upp á flugeldasýningu Menningarnætur eins og undanfarin ár. Á síðasta ári voru farnar ótroðnar slóðir þegar flugeldasýningin var sett í form dansverksins „Eldar“ eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur. Það vakti mikla athygli og lukku meðal 80.000 gesta í miðborg Reykjavíkur auk þess sem um 140.000 horfðu á útsendingu RÚV frá sýningunni.

Í ár verður nýtt dansverk, „Töfrar“ flutt eftir Sigríði Soffíu, sem verður þó með talsvert öðru sniði en verkið í fyrra. Að þessu sinni fá flugeldarnir tónlist til að dansa við, því kirkjuklukkur um allt land og strengjasveit við Arnarhól munu telja inn í dansverkið og spila undir sýningunni. RÚV mun sýna beint frá sýningunni.

Um 30 kirkjur um allt land munu taka þátt í verkinu, þannig að áhorfendur RÚV heima í stofu munu geta heyrt sína eigin kirkjuklukku spila undir sýningunni í sjónvarpinu, sem færir Menningarnótt nær landsmönnum öllum. Með því að virkja allar kirkjuklukkur landsins er ætlunin að fanga bæði hátíðleikann sem fylgir hljóðheim klukknanna auk þess að sameina alla landsmenn í listrænni upplifun, nær og fjær.

Best að vera á Arnarhóli, fyrir framan Hörpu og á bílastæðum við Kolaportið
Skotið verður upp frá grunninum við hlið Hörpu, Austurbakka, Faxagarði og Tollhúsinu þannig að besti staðurinn til að sjá flugeldasýninguna er á Arnarhóli, fyrir framan Hörpu og á bílastæðunum við Kolaportið. Búast má við miklum mannfjölda á svæðinu á þessum tíma og því hvetjum við fólk til að mæta tímanlega og sýna þolinmæði.

Skotstaðir flugeldasýningarinnar eru merktir með flugeldum en rauðu hringirnir sýna bestu svæðin fyrir áhorfendur.

Skotstaðir flugeldasýningarinnar eru merktir með flugeldum en rauðu hringirnir sýna bestu svæðin fyrir áhorfendur.

 

Til að heyra í kirkjuklukkunum í nágrenni miðborgarinnar við upphaf sýningarinnar er mikilvægt að ró sé á svæðinu, þannig að við hvetjum gesti til að lækka róminn og leggja vel við hlustir á slaginu 23:00 á laugardagskvöldið!

Pappakassar breytast í dansandi ljós

Verkið Töfrar sækir innblástur í það að fyrr á öldum voru kirkjubjöllurnar gjarnan notaðar til aðvörunar þegar hætta steðjaði að, hvort sem það var vegna trölla, galdra eða eldgosa. Talið var að þær myndu hrinda burt illum vættum. Á Menningarnótt munu kirkjuklukkur Íslands frá Reykjavík til Víkur í Mýrdal hringja inn flugeldasýninguna áður en fleiri tonn af pappakössum munu breytast í stórfengleg dansandi ljós upp á himinhvolfinu.

Eins og á síðasta ári liggur gríðarlega mikil vinna að baki undirbúningi sýningarinnar. Að þessu sinni koma enn fleiri að verkefninu, því hringjarar í kirkjum um allt land, tónlistarfólk og hljóðmenn bætast við. Eftirvæntingin er mikil í undirbúningshópnum og við getum varla beðið eftir laugardagskvöldinu!

Við vonum að sem flestir sjái sér fært að fylgjast með þessu töfrandi sjónarspili, hvort heldur er úr miðborg Reykjavíkur eða heima í stofu.

Vertu klár í skólann!

Nú styttist í að skólar hefjist og því bjóðum við frábær tilboð á spjaldtölvum og snjallsímum fyrir skólafólk.

skolatilbod-2014-ipadÞað jafnast ekkert á við að hafa réttu græjurnar við höndina við upphaf skólaárs. Öflug og vel tengd spjaldtölva er án efa ofarlega á listum margra námsmanna og þar getum við aldeilis hjálpað, því iPad 4G 16 GB er nú á sérstöku skólatilboði hjá Vodafone.

Við bjóðum þessa frábæru spjaldtölvu á einungis 79.990 kr. og setjum með í pakkann Ozaki tösku og Tanto heyrnartól – almennt verð á þessum pakka er 118.970 kr. Því til viðbótar fá þeir sem eru í Vodafone RED áskrift og kaupa spjaldtölvuna RED Data gagnakort í kaupbæti í sex mánuði án mánaðargjalds! Með RED Data gagnakorti getur þú nýtt gagnamagn Vodafone RED áskriftarinnar einnig fyrir spjaldtölvuna.

Við bjóðum einnig þrjá flotta snjallsíma á skólatilboði:

  • iPhone 4S á kr.59.990, hulstur fylgir með og RED Frelsi að eigin vali í 2 mánuði
  • Samsung Galaxy S4 Mini á kr.49.990, hulstur fylgir með og RED Frelsi að eigin vali í 2 mánuði
  • Samsung Galaxy S5 á kr.109.990, hulstur fylgir með og RED Frelsi að eigin vali í 2 mánuði

Þessu til viðbótar má nefna að þessa dagana fylgja hulstur frá Addual, Unit eða Xdoria að andvirði 2.990 kr. með öllum keyptum iPhone símum án endurgjalds.

Nú er rétti tíminn til að græja sig upp – líttu við í næstu verslun Vodafone og vertu klár fyrir skólann í vetur!

Vodafone sendir út BBC World Service

Útsendingar BBC World Service hefjast að nýju á Íslandi í dag og mun það án efa gleðja fjölmarga dygga hlustendur þessarar frábæru útvarpsstöðvar.

BBC-World-ServiceÚtsendingar BBC World Service hefjast að nýju á Íslandi í dag, miðvikudaginn 13. ágúst. Vodafone á Íslandi hefur gert samning við breska ríkisútvarpið um að hið fyrrnefnda sjái um dreifingu BBC World Service á höfuðborgarsvæðinu og um sjónvarpsdreifikerfi Vodafone yfir ljósleiðara, ljósnet og ADSL um land allt.

Fréttastöðin er send út á FM-tíðninni 103,5, sem þegar er komin í loftið. Auk þess er stöðin aðgengileg á rás 319 í sjónvarpsdreifikerfi Vodafone um ljósleiðara, ljósnet og ADSL.

BBC World Service er landsmönnum vel kunn en umfjöllun fréttastöðvarinnar um hin margvíslegu málefni og fréttir líðandi stundar hefur verið aðgengileg hér á landi með hléum allt frá 1993. Síðast var rásin send út á tíðninni FM 94,3 en 365 miðlar hættu þeim útsendingum fyrr í sumar sem vakti mikil viðbrögð dyggra hlustenda.

Það er okkur mikil ánægja að hefja þessar útsendingar að nýju og auka þar með fjölbreytni í úrvali fjölmiðla hér á landi.

Óeðlilegar símhringingar á næturnar stöðvaðar

Margir símnotendur á Íslandi hafa síðustu mánuði lent í að fá undarlegar símhringingar um miðjar nætur. Nú er hægt að slökkva tímabundið á slíkum hringingum til að losna við ónæðið.

simarEins og við sögðum frá í bloggi síðastliðið vor bera símotendur á Íslandi ekki kostnað af þessum símhringingum en eins og gefur að skilja eru þær afar hvimleiðar. Þar sem hringingarnar koma frá mörgum löndum og mörgum númerum er ekki einfalt að loka alfarið á þær.

Vodafone hefur hins vegar búið til lausn sem gæti gagnast þeim sem fá reglulega óeðlilegar hringingar frá útlöndum. Hún felst í að stöðva allar hringingar í heimasíma eða farsíma sem koma frá útlöndum, annað hvort að næturlagi eða allan sólarhringinn.

Nánar um þjónustuna:

  • Stöðvar allar hringingar í númerið sem koma frá útlöndum á milli kl. 23:00 og 08:00 en hefur engin áhrif yfir daginn
  • Einnig hægt að fá lokun fyrir allan sólarhringinn
  • Hefur engin áhrif á innanlandssamtöl
  • Þjónustan aftengist sjálfkrafa eftir tvær vikur, hefjist óeðlilegar hringingar þá aftur er hægt að virkja þjónustuna á nýjan leik

Ef þú vilt fá slíka lokun á símann þinn getur þú haft samband við þjónustuver Vodafone í síma 1414, með netspjallinu eða með því að senda beiðni á vodafone@vodafone.is. Þjónustan kostar ekkert og hægt er að afpanta hana hvenær sem er með því að hafa samband við þjónustuver.

Á Vodafone blogginu birtum við fréttir af ýmsu sem tengist starfsemi, vörum og þjónustu Vodafone. Við leggjum okkur að sjálfsögðu fram um að upplýsingar sem hér birtast séu réttar, en alltaf geta einhverjar villur slæðst með sem við leiðréttum ef þær finnast. Eðli bloggsins vegna má búast við að upplýsingar sem hér birtast geti úrelst með tímanum.

Copyright © Vodafone    Skútuvogi 2    104 Reykjavík    Sími 599 9000    Fax 599 9001    Þjónustuver sími 1414    Hafðu samband    Skilmálar þjónustu

Netspjall / Panta símtal / Fyrirspurn