Hefurðu einhverjar spurningar um þjónustu eða vörur Vodafone? Hér finnur þú svörin við flestum þeim algengustu.

Reikningar

Allt sem tengist reikningum: Inniheimtuferli, reikningstímabil, útskriftargjald, greiðslufrestur og fleira.

 

Í netverslun okkar geturðu á einfaldan hátt leitað eftir tegund, verði eða eiginleikum símtækja og þannig fundið rétta símann sem hentar þér.

Við erum með eitt mesta úrval landsins. Kíktu líka við í verslunum okkar.

Jólagjöf til viðskiptavina Vodafone

Vodafone gefur viðskiptavinum jólagjöf yfir hátíðarnar – á jóladag mun kosta 0 krónur að hringja til útlanda úr heimasíma auk þess sem SkjárEinn og SkjárKrakkar verða í boði Vodafone frá 24.-26. desember. Gleðilega hátíð!

Við hjá Vodafone óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla – og gefum um leið jólagjöf sem vonandi nýtist sem flestum viðskiptavinum. Viðskiptavinum með Vodafone Sjónvarp gefum við aðgang að glæsilegri jóladagskrá SkjásEins á aðfangadag, jóladag og annan í jólum. Það gildir fyrir bæði þá sem eru með sjónvarpsþjónustu yfir nettengingu og loftnet. Þú þarft ekkert að skrá þig eða gera neitt sérstaklega – við einfaldlega opnum á dagskrána á þessum dögum! hatidardagsrka Þeir sem eru með sjónvarp yfir nettengingu fá að auki aðgang að Skjákrökkum, en þar má horfa á mikið úrval barnamynda og barnaþátta. Einnig fæst aðgangur að frelsisefni SkjásEins, en þar má finna fjölda sjónvarpsþátta sem eru reglulega á dagskrá SkjásEins Hringdu til útlanda fyrir 0 kr. á jóladag Við viljum vera í sambandi við fólkið okkar á jólunum. Þess vegna bjóðum við viðskiptavinum okkar með heimasíma að hringja án endurgjalds í allt að 1000 mínútur til útlanda á jóladag. Þetta gildir bæði fyrir símtöl í heimasíma og erlenda farsíma. Nýttu tækifærið og heyrðu í fjarstöddum ættingjum og vinum. Um leið og við þökkum viðskiptavinum Vodafone fyrir viðskiptin á árinu óskum við öllum Íslendingum farsældar á komandi ári. Gleðilega hátíð! featured_jol_phonehome

Allt snjallt í jólapakkann

Stílhrein heyrnartól, krúttlegir hátalarar, snjallúr og heilsuarmbönd – allt þetta og miklu meira til færðu í næstu verslun Vodafone.

Ertu að leita að einhverju snjöllu, sniðugu og nytsamlegu í jólapakkann? Þá hefurðu úr ógrynni skemmtilegra hugmynda að velja í næstu verslun Vodafone eða hér á Vodafone.is – en hjá okkur færðu fría heimsendingu ef þú pantar í gegnum vefinn.

Aukahlutur-Selfie_330

Selfie stöngin er frábær fyrir sjálfsmyndirnar.

Fyrir sjálfsmyndarann
Stöng til að taka selfie er nauðsynleg í farteski þess sem hefur gaman af að mynda sjálfan sig við flest tækifæri. Með henni nærðu fleirum inn á myndina við hópmyndatöku eða meiri bakgrunni ef þú vilt að umhverfið sjáist – snilld á ferðalögum!

Fyrir tónlistaráhugafólkið
Úrvalið af heyrnartólum og hátölurum sem auðvelt er að tengja við snjallsímann er endalaust. Þarftu vatnsheldan, þráðlausan hátalara sem hægt er að nota til að svara í símann? Ecogear Ecoxbt er málið. Lítinn og einfaldan hátalara sem má raðtengja við fleiri til að fá betri hljóm? Coloud Bang svarar kallinu. Flottan en nettan með góðum hljómi? Lepow Modre. Krúttlegan hátalarakall? Xoopar Boy er málið. Og svo mætti lengi telja.

aukahlutir-hatalarar

Flottir hátalarar: Ecogear Ecoxbt, Coloud Bang, Lepow Modre og Xoopar Boy

Svo er Belkin Bluetooth Receiver snilld fyrir þá sem vilja senda tónlistina beint úr snjallsímanum í heimilisgræjurnar.

En svo vilja margir hafa tónlistina bara fyrir sjálfa sig. Þá höfum við t.d. Urbanista heyrnartólin, Copenhagen, London og Miami, en hjá Urbanista er unnið eftir þeirri heimspeki að við viljum ekki bara góðan hljóm, heldur líka líta vel út með heyrnartólin. Svo má nefna Urbanears heyrnartólin, sem eru til í fjölmörgum litum – og svo mætti lengi telja. Skoðið úrvalið á jólagjafasíðunni okkar.

Fyrir sjónvarpskartöflurnar

Apple TV er snilld.

Apple TV er snilld.


Viltu spila sjónvarpsefni á einfaldan hátt af netinu? Þá er Apple TV eða Google Chromecast algerlega málið. Þessar snilldargræjur gera þér kleift að spila efni beint af tölvunni, Google Play eða öðrum myndveitum beint af netinu í sjónvarpinu þínu.

Fyrir heilsufríkin
Snjallheilsugræjur af öllum stærðum og gerðum má finna í næstu Vodafone verslun. Þar má t.d. nefna Fitbit Flex og Jawbone UP heilsuarmböndin sem fylgjast með svefni, hreyfingu, kaloríubrennslu og fleiru og Fitbit One klemmuna, sem gerir nokkurn veginn það sama. iHealth blóðþrýstingsmælirinn sendir upplýsingar beint í app og leyfir þér að fylgjast með yfir tíma og með iHealth snjallvigtinni getur þú fylgst með þyngd, fituprósentu, vöðvamassa og ýmsu fleiru.

Moto 360

Moto 360

Fyrir græjufíklana
Snjallúrin eru það heitasta í tækniheiminum í dag. Með þeim færðu mikilvægar tilkynningar í símanum án þess að þurfa að taka hann úr vasanum, stýrir tónlistarspilaranum, stýrir helstu öppum, mælir skref, getur talað í símann… já, og svo geturðu séð hvað klukkan er. Við bjóðum fjölbreytt úrval snjallúra, t.d. Moto 360 og LG G Watch.

Svo er auðvitað tilvalið að nota snjallsímann í eitthvað sniðugra en að hanga á Facebook eða spila Kingdom Rush Origins – eins og t.d. að fjarstýra leikfangabíl. Við bjóðum einmitt upp á flotta fjarstýrða bíla frá iCess sem þú stýrir með Android eða iOS snjalltækjum. Frábær leiktæki fyrir börn á öllum aldri!

Aukahlutur-iCess

iCess bílana má fá sem eftirlíkingar af Mercedes, BMW, Porsche og Lamborghini.

En þá er einungis búið að nefna örfá dæmi um snjallar og skemmtilegar jólagjafir sem þú getur fengið hjá Vodafone. Á jólagjafasíðunni okkar getur þú fengið yfirlit yfir enn fleiri, pantað og fengið sent heim þér að kostnaðarlausu. Svo er líka um að gera að líta í heimsókn til okkar í Kringluna, Smáralind, Skútuvog eða á Glerártorg á Akureyri.

Svo má heldur ekki gleyma sjálfum snjallsímunum, sem eru að sjálfsögðu frábær jólagjöf – kynntu þér jólatilboðssímana okkar hér.

Opnunartímar um jól og áramót

Síðustu vikurnar fyrir jól og fram yfir áramót verða ýmsar breytingar á opnunartíma verslana Vodafone og opnunartíma þjónustuvers. Hér er yfirlit yfir opnunartíma okkar yfir hátíðarnar.

Ertu að leita að sniðugri jólagjöf? Kynntu þér þá jólatilboðssíma okkar sem fást með frábærum Vodafone RED kaupauka. Svo erum við með ýmsar sniðugar og skemmtilegar smærri jólagjafir, svo sem selfie-stöng, ferðahátalara, snjallúr, fjarstýrða bíla og svo mætti lengi telja. Skoðaðu úrvalið hér á vefnum eða í næstu verslun Vodafone.

Opnunartími verslana:

opnunartimar-jol2014-b

Opnunartími þjónustuvers

Opnunartími þjónustuvers Vodafone breytist á helstu hátíðisdögunum en er með hefðbundnum hætti aðra daga. Með því að smella hér má sjá almennan opnunartíma í þjónustuveri, en þá daga sem opnunartími breytist má sjá hér fyrir neðan. Hægt er að hafa samband við þjónustuver í síma 1414, með netspjallinu eða með því að senda SMS í 1414.

1414-opnunartimi-jol2014

Við óskum viðskiptavinum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári!

Sjónvarpskerfið uppfært

Vodafone hefur síðustu daga unnið að uppfærslu sjónvarpskerfis síns. Það gekk því miður ekki áfallalaust, en mun fljótlega skila sér í betri og fjölbreyttari þjónustu.

Eins og margir viðskiptavinir hafa orðið varir við undanfarið hafa komið upp hnökrar á sjónvarpsþjónustu Vodafone síðustu dagana. Þetta eru afar óheppilegar hliðarverkanir af uppfærslu á miðlægu sjónvarpskerfi Vodafone og biðjum við viðskiptavini afsökunar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið.

Tæknimenn okkar hafa frá því uppfærslan var gerð unnið baki brotnu að lausn málsins í samvinnu við framleiðanda sjónvarpskerfisins. Hjá flestum er kerfið farið að virka eðlilega en ef ennþá eru vandamál biðjum við viðskiptavini að láta okkur vita í síma 1414, í gegnum netspjallið eða á netfangið sjonvarp@vodafone.is og við skoðum málið. Stundum getur verið nóg að endurræsa myndlykilinn en í undantekningartilvikum getur þurft að skipta út myndlykli.

Uppfærslan þýðir að hægt verður að innleiða nýtt viðmót Vodafone Sjónvarps.

Uppfærslan þýðir að hægt verður að innleiða nýtt viðmót Vodafone Sjónvarps.

Ný og endurbætt þjónusta væntanleg
Góðu fréttirnar eru þær að þessi uppfærsla gerir okkur kleift að taka næsta skref í sjónvarpsþjónustu Vodafone. Meðal þess sem hægt verður að bjóða fljótlega í kjölfar uppfærslunnar er sjónvarpsþjónusta í gegnum app fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Uppfærslan þýðir jafnframt að sjónvarpsþjónusta Vodafone getur mun betur annað þeim mikla fjölda viðskiptavina sem nú nota þjónustuna og bætt við enn fleirum á komandi misserum. Uppfærslan mun þannig með tímanum þýða stórbætta þjónustu við sjónvarpsviðskiptavini Vodafone. Við viljum nota tækifærið og þakka viðskiptavinum þá þolinmæði sem þið hafið sýnt okkur á meðan á þessu hefur staðið.

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum

Vodafone hefur hlotið viðurkenningu Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti sem Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum.

Viðurkenningin byggir á nákvæmri úttekt á starfsháttum stjórnar og stjórnenda Fjarskipta hf. sem unnin var af KPMG í september 2014. Í umsögn Rannsóknarmiðstöðvarinnar segir að niðurstöður úttektarinnar gefi skýra mynd af stjórnarháttum Fjarskipta hf. og bendi til þess að fyrirtækið geti að mörgu leyti verið öðrum til fyrirmyndar þegar kemur að góðum stjórnarháttum.

Mat sitt byggir Rannsóknarmiðstöðin í meginatriðum á því hvort úttektin gefi til kynna að fyrirtæki fylgi leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq OMX Iceland hf. gefa út. Markmiðið er að matsferlið auki trúverðugleika og gagnsæi stjórnarhátta fyrirtækja gagnvart hluthöfum og öðrum hagsmunaaðilum.

Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Fjarskipta hf.:
„Það er gleðiefni að Fjarskipti hf. hljóti viðurkenningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Hjá félaginu leggjum við okkur fram um að vanda stjórnarhætti í hvívetna og vera í fararbroddi með að tileinka okkur viðmið sem hafa gefist vel. Fjarskipti voru til að mynda fyrst skráðra félaga hér á landi til að skipa svokallaða tilnefningarnefnd stjórnar sem öll stór, skráð félög í Evrópu notast við. Viðurkenningin nú er góð hvatning til að halda áfram á sömu braut.“

Jóladagatal Leigunnar

Við styttum biðina eftir jólunum með jóladagatali Leigunnar. Þar má finna fjölda nýrra og klassískra jólamynda – og ein mynd verður á sérstöku tilboði á hverjum degi!

polar-express

Polar Express er ein jólamynda Leigunnar

Jólaandinn mun að sjálfsögðu svífa yfir vötnum í Leigunni í Vodafone Sjónvarpi næstu vikurnar. Okkar helstu jóla- og hátíðartitlar eru nú aðgengilegir á einum stað – í flokknum „Hátíð í bæ“ sem finna má undir Kvikmyndir í Leigunni.

Í flokknum er hægt að finna fjölda klassískra jólamynda í bland við nýjar auk barnaefnis í miklu úrvali.

Teljum niður til jóla

Á hverjum degi í desember fram að jólum veljum við eina jólamynd úr „Hátíð í bæ“ flokknum og bjóðum hana á sérstöku tilboðsverði, 299 kr. Jólamynd dagsins verður auðfinnanleg, efst á forsíðu Leigunnar. Á meðal mynda sem verða í þessu jóladagatali eru Love Actually, Pólar hraðlestin og Home Alone svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Warner tilboðið verður jafnframt enn í fullum gangi í desember en um mánaðamótin verður úrvalið endurnýjað og meðal mynda sem verða á tilboði allan desember eru Full Metal Jacket, The Ant Bully og hin ómissandi Christmas Vacation.

Stórmyndirnar verða heldur ekki langt undan í desember. Guardians of The Galaxy, Let’s Be Cops og Borgríki 2 og eru allar væntanlegar í mánuðinum ásamt miklu fleiri titlum, bæði innlendum og erlendum.

Jólastemmningin verður í Leigunni í desember – vertu með okkur í jólaskapi!

Hefurðu ekki notað Leiguna áður? Hér eru leiðbeiningar um hvernig mynd er leigð:

Nýtt talhólfskerfi

Vodafone hefur tekið nýtt talhólfskerfi í notkun. Nýja kerfið er tæknilega fullkomnara og býður upp á aukna lykilorðavörn fyrir talhólfsskilaboð.

Auk þess að vera tæknilega fullkomnara og öruggara býður nýja talhólskerfið upp á ýmsa möguleika til þróunar í framtíðinni, þannig að möguleiki er á að útvíkka þjónustuna þegar fram í sækir.

Til að byrja með finna notendur ekki mikið fyrir breytingum. Aðallega þarf að hafa í huga að talhólfsávarpið úr eldra kerfinu flyst ekki yfir í það nýja, þannig að taka þarf upp nýja talhólfskveðju. Það er gert í fyrsta sinn sem hringt er í nýja kerfið í síma 1415.

Hægt er að velja lykilorðavörn í talhólfinu, sem við mælum sérstaklega með. Það eykur öryggi talhólfsins, auk þess sem það gerir notendum m.a. kleift að hringja í talhólfið þegar þeir eru staddir utanlands.

Við minnum líka sérstaklega á að nú er hægt að stilla áframsendingu símtala á Mínum síðum á Vodafone.is. Það er hægt núna fyrir áskriftarnúmer þar sem notandi er greiðandi. Fljótlega verður það einnig hægt fyrir frelsisnúmer og áskriftarnúmer þar sem annar greiðandi er en notandi.

Hér má finna ítarlegar upplýsingar um nýja talhólfakerfið og breytingarnar sem því fylgja.

Jólin eru RED í ár!

Hó hó hó! Ef þú ert að leita að snjöllum jólagjöfum þá finnurðu eitthvað við allra hæfi hjá okkur. Glæsilegur RED kaupauki fylgir völdum snjalltækjum og úrvalið af aukahlutum er endalaust!

jolin-2014-grafikJólin eru komin hjá Vodafone! Ef þú kaupir eitt af jólasnjalltækjum Vodafone færðu glæsilegan RED-kaupauka sem gildir í 12 mánuði. Svona virkar hann:

Kaupaukinn er í formi ávísunar sem þú getur ráðstafað að vild – látið fylgja með í jólapakkann, nýtt fyrir eigið númer eða gefið öðrum. Ef þú ert ekki nú þegar í Vodafone RED er þetta tilvalin ástæða til að uppfæra í áhyggjulausa farsímaáskrift!

Jólasnjalltæki Vodafone sem fást með þessum frábæra kaupauka eru:

Vodafone Smart 4 mini: Snjallsími fyrir unga fólkið
Vodafone Smart Tab 4: Flott spjaldtölva á toppverði
iPhone 6: Sá flottasti frá Apple
iPhone 6 Plus: Loksins stór sími frá Apple
Sony Xperia z3 Compact: Glæsilegur orkubolti
Sony Xperia E3: Nettur með flotta myndavél
Samsung Galaxy Alpha: Verulega flottur og stílhreinn sími
Samsung Galaxy S5: Sá vinsælasti frá Samsung
LG G3: Einn af símum ársins – og snjallúr fylgir!
Nokia Lumia 530: Litríkur og skemmtilegur
Nokia Lumia 635: Snilldarsími frá Nokia
Nokia Lumia 735: Frábær myndavélasími

Fjölbreyttir og skemmtilegir aukahlutir

Þessu til viðbótar má finna mikið úrval af skemmtilegum aukahlutum í verslunum Vodafone fyrir jólin. Þar má m.a. finna litríka hátalara af ýmsum gerðum sem smellpassa við snjallsímana, heyrnartól af öllum stærðum og gerðum, selfie-stöng fyrir sjálfsmyndirnar, bíla sem fjarstýra má með snjallsímanum, heilsuarmband og svo mætti lengi telja.

Dæmi um þessa skemmtilegu aukahluti má finna hér á Vodafone.is en þú finnur enn meira úrval snjallsíma og aukahluta í næstu verslun Vodafone. Komdu í heimsókn og finndu snjöllustu jólagjöfina í ár!

Á Vodafone blogginu birtum við fréttir af ýmsu sem tengist starfsemi, vörum og þjónustu Vodafone. Við leggjum okkur að sjálfsögðu fram um að upplýsingar sem hér birtast séu réttar, en alltaf geta einhverjar villur slæðst með sem við leiðréttum ef þær finnast. Eðli bloggsins vegna má búast við að upplýsingar sem hér birtast geti úrelst með tímanum.
Netspjall / Panta símtal / Fyrirspurn