Hefurðu einhverjar spurningar um þjónustu eða vörur Vodafone? Hér finnur þú svörin við flestum þeim algengustu.

Reikningar

Allt sem tengist reikningum: Inniheimtuferli, reikningstímabil, útskriftargjald, greiðslufrestur og fleira.

 

Í netverslun okkar geturðu á einfaldan hátt leitað eftir tegund, verði eða eiginleikum símtækja og þannig fundið rétta símann sem hentar þér.

Við erum með eitt mesta úrval landsins. Kíktu líka við í verslunum okkar.

Hér færðu fermingargjöfina

Viltu gleðja fermingarbarnið? Þú færð iPhone 6 á fermingartilboði með frábærum kaupauka í næstu verslun. Svo bjóðum við endalaust úrval af sniðugum aukahlutum!

Við kynnum fermingartilboð Vodafone: iPhone 6 með glæru Xqisit iPlate hulstri, flottum Urbanista Miami heyrnartólum og 1 GB gagnamagni í 6 mánuði ef fermingarbarnið er með Vodafone RED Young farsímaáskrift. Allt fæst þetta pakkað í fallega gjafaöskju.

fermingartilbod

16 GB iPhone 6 fæst á 119.990 kr. á fermingartilboði, almennt verð er 133.310 kr. Panta í netverslun.

32 GB iPhone 6 fæst á 134.990 kr. á fermingartilboði, almennt verð er 148.310 kr. Panta í netverslun.

Nýttu tækifærið og gefðu fermingarbarninu iPhone 6 með ríkulegum aukabúnaði!

Flottir aukahlutir

Í verslunum Vodafone má einnig finna endalaust úrval af flottum aukahlutum sem eru tilvaldir í fermingarpakkann. Hér eru nokkur dæmi:

Aukahlutur-Selfie_330

Selfie-stöngin er ein vinsælasta gjöfin í ár, enda vilja allir ná almennilegum sjálfsmyndum. Pantaðu í netverslun.

Aukahlutur-UrbanearsPlatta_330

Urbanears Plattan eru eitursvöl heyrnartól sem fást í 10 litum. Pantaðu í netverslun.

Aukahlutur-XoobarBoy

Xoopar Boy eru ofurkrúttlegir hátalarar fyrir snjallsíma, spjaldtölvur eða tölvur. Pantaðu í netverslun.

smart-tab-4

Vodafone Smart Tab er öflug og stílhrein spjaldtölva á einstaklega góðu verði. Pantaðu í netverslun.

Vertu í skýjunum með símalausnir þíns fyrirtækis

Með Símaskýi Vodafone getur þú sérsniðið símaþjónustuna að þörfum þíns fyrirtækis – hvort sem starfsmennirnir eru 2 eða 2000.

simasky

Símaský Vodafone er nútímalausn á símaþjónustu fyrirtækja sem tryggir hámarksgæði þjónustunnar en lágmarksumsýslu fyrir þitt fyrirtæki. Sérfræðingar Vodafone sjá alfarið um rekstur og umsjón símkerfisins og þú þarft ekki að kaupa neinn búnað. Einfaldara gæti það ekki verið.

Möguleikar Símaskýsins eru endalausir. Þú þarft samt ekki að nýta þér þá alla, heldur velur einfaldlega það sem hentar þínu fyrirtæki. Við hjálpum þér svo að sníða Símaskýið að þínum þörfum.

Við erum oft spurð um það hvað sé hægt að gera með Símaskýinu og við lendum í svolitlum vandræðum, því það væri eiginlega auðveldara að spyrja hvað er ekki hægt að gera! En maður á alltaf að reyna og hér er því tilraun til að draga fram ýmsa af kostum Símaskýsins til að gefa hugmynd um hversu fjölhæf þjónustan er.

• Yfirlit yfir rauntímaálag

o Sýnir stöðu símaálags í rauntíma. Hversu mörgum símtölum hefur verið svarað, hversu margir eru á bið eða hversu mörg símtöl hafa tapast.
o Stöðuskjár á vinnustaðnum – í spjaldtölvu eða í farsíma

Skýrslur
o Álagsskýrslur gefa mynd af því hversu vel fyrirtækið þitt svarar símtölum og hvernig álagið dreifist yfir ákveðinn tíma
o Hægt að skoða tölfræði yfir daginn, síðustu viku eða lengra
o Hversu mörg símtöl berast inn og hvernig þeim er svarað
o Hversu mörg símtöl hringd eru út

GSM samtímahringingar
o Símaský býður upp á þann möguleika að vera bara með GSM
o GSM sími hringir á sama tíma og borðtæki – alltaf eða tímastillt eftir þörfum hvers og eins

simasky2 Þjónustuver
o Hvort sem þitt fyrirtæki er með 3 eða 30 starfsmenn er nauðsynlegt að tekið sé á móti innhringjanda, hann boðinn velkominn og gefnar séu upplýsingar um stöðu í röð.
o Eru 2 á bið eða eru þeir 102? Símaskýið ræður við álagið.

Spjall
o Með Símaskýinu getur þú fengið forrit sem gerir starfsmönnum kleift að spjalla sín á milli ásamt því að stýra símavirkni
o Forritið getur tengst tengiliðaskrá starfsmanna í t.d. Outlook og hringt beint þaðan út.

Valmynd „veldu 1…. 2….3“
o Þarf að minnka álag á skiptiborð og dreifa símtölum beint á deildir eða einstaka starfsmenn?
o Valmyndin leiðir þann sem hringir á réttan stað og getur verið tíma- eða álagsstillt eftir þörfum.

Tölvuskiptiborð
o Með skiptiborði í tölvu getur þú svarað, gefið símtal áfram, séð stöðu starsfmanna (calendar), séð hvert innhringendum var beint í síðasta símtali og séð hversu margir eru á bið, svo eitthvað sé nefnt.
o Allt unnið á lyklaborð og mús í einföldu viðmóti.

Upptaka símtala
o Með Símaskýi er hægt að taka upp símtöl hjá ákveðnum notendum eða eftir þörfum hvers og eins.
o Öll gögn geymd á öruggu svæði eftir ítrustu stöðlum og lögum.

Lokunarskilaboð
o Sjálfvirk símsvörun með upplýsingar utan hefðbundins afgreiðslutíma fyrirtækis.
o Innhringjendur geta skilið eftir skilaboð sem berast ákveðnum starfsmönnum í tölvupósti.
o Mögulegt að bjóða þeim sem hringir að fá beint samband við bakvakt.

simasky3

Varakerfi
o Ef þitt eigið kerfi verður óstarfhæft t.d. vegna bilunar eða rafmagnsleysis bjóðum við upp á ýmsar lausnir til að koma öruggu sambandi upp aftur.

Þjónusta
o Áherslur viðskiptavina Vodafone eru misjafnar. Við búum yfir hópi fagfólks sem svarar þínum fyrirspurnum og beiðnum fljótt og öruggt.
o Vodafone starfar eftir ströngustu stöðlum ISO27001 og miðlar þeirri þekkingu áfram til sinna viðskiptavina.

Viltu vita meira? Þú getur alltaf haft samband við okkur í síma 599 9500 eða sent fyrirspurn á firma@vodafone.is og við svörum öllum þínum spurningum!

Yfirlýsing frá Vodafone

Að gefnu tilefni vill Fjarskipti hf. taka fram að félagið ber ekki ábyrgð á vinnslu áskrifanda á símtalaupplýsingum og hlýtur að gefa sér að þeirra hafi verið aflað og úr þeim sé unnið í lögmætum tilgangi, til dæmis til að hafa eftirlit með útgjöldum vegna fjarskiptaþjónustu.

Allar sundurliðanir á fjarskiptanotkun sem áskrifendur eða skilgreindir tengiliðir á þeirra vegum geta nálgast á Mínum síðum Vodafone eru ópersónugreinanlegar. Þetta byggir á að síðustu tveir tölustafir í símanúmeri sem hringt er í koma í engum tilvikum fram.
Ákveðnir skilgreindir tengiliðir innan fyrirtækja geta óskað eftir ítarlegri sundurliðuðum upplýsingum. Þetta verklag byggir á fjarskiptalögum, reglum, leiðbeiningum og skilmálum á grundvelli þeirra, sbr. að neðan.

Úr 1.mgr. 38. gr. fjarskiptalaga:
Áskrifendur [tal- og farsímaþjónustu]1) eiga rétt á að fá reikninga fyrir fjarskiptanotkun sína sundurliðaða …2) og skulu áskrifendur alþjónustu eiga rétt á slíkum reikningum án þess að greiðsla komi fyrir.

Úr reglugerð um reikningagerð fyrir fjarskiptaþjónustu:

8. gr.
Ítarleg sundurliðun reikninga.
Áskrifendur að fjarskiptaþjónustu eiga rétt á að fá reikninga fyrir fjarskiptaþjónustu ítarlega sundurliðaða gegn hæfilegu gjaldi óski þeir eftir því. Skulu áskrifendur alþjónustu þó eiga rétt á slíkri sundurliðun reikninga án þess að greiðsla komi fyrir. Í ítarlegri sundurliðun reikninga felst að áskrifandi getur fengið nákvæmari upplýsingar en þær er birtast á almennum reikningi hans um fjarskiptaþjónustu sína. Kröfur um sundurliðun samkvæmt ákvæði þessu má uppfylla með rafrænum hætti, t.d. með tölvupósti eða sérstökum aðgangi notanda að þjónustuvefsíðu.

9. gr.
Upplýsingar á ítarlega sundurliðuðum reikningum.
Ítarleg sundurliðun reikninga fyrir fjarskiptanotkun, samkvæmt 8. gr., skal að lágmarki inni halda eftirfarandi upplýsingar:
a. Allar sömu upplýsingar og kveðið er á um skv. 5. gr., 6. gr. og 7. gr. reglugerðarinnar.
b. Upplýsingar um einstök hringd símtöl, þ.m.t. símanúmer sem hringt er í, dagsetningu, upphafstíma símtals, raunlengd þess og gjaldfærða lengd. Einnig komi fram upphafsgjald, annar gjaldfærður kostnaður og heildarkostnaður við hvert símtal.
c. Nákvæmar upplýsingar um notað gagnamagn sundurliðað eftir tímabilum með klukku stundar nákvæmni.
d. Hlutfallslega skiptingu hringdra símtala eftir móttökunetum.

Við gerð sundurliðaðra reikninga skal hafa hliðsjón af lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Úr skilmálum Vodafone:
10. Áskrifanda er kunnugt um og samþykkir að Vodafone mun safna saman og vinna úr persónuupplýsingum í skilningi laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, nr. 77/2000 á meðan áskrifandi er í viðskiptum hjá Vodafone. Upplýsingarnar sem um ræðir er almenn vinnsla úr fjarskiptagögnum í því skyni að innheimta þóknun fyrir veitta þjónustu, láta vita af miklum frávikum í notkun, bjóða nýjar áskriftarleiðir, þjónustu eða önnur tilboð til hagsbóta fyrir áskrifanda. Vinnsla gagna snýr einnig að vinnu til að uppfylla skýrsluþörf lögaðila, hvort sem það eru almenn yfirlit yfir reikninga eða nánari sundurliðun á fjarskiptaumferð í samræmi við lög um persónuvernd nr. 77/2000 og geymslu tímagagna í samræmi við fjarskiptalög nr. 81/2003.

Óskarinn í Leigunni

Óskarsverðlaunin verða afhent 22. febrúar. Þú getur horft á fjölmargar þeirra kvikmynda sem tilnefndar eru í ár í Leigunni í Vodafone Sjónvarpi.

Í tilefni af Óskarsverðlaunahátíðinni höfum við tekið saman sérstakan Óskarsflokk í Leigunni. Þar má finna bæði margar af þeim myndum sem eru tilnefndar í ár og einnig mikinn fjölda af eldri stórmyndum sem rökuðu að sér Óskarsverðlaunum á sínum tíma

Það er einfalt að finna flokkinn – ýttu á menu-hnappinn á fjarstýringunni og veldu þessa mynd á forsíðunni:

oscars-2014-shorts

Þrjár af þeim myndum sem tilnefndar eru sem besta myndin má nú fá í Leigunni – The Grand Budapest Hotel (9 tilnefningar alls), Boyhood (6 tilnefningar alls) og Whiplash (5 tilnefningar alls – kemur í Leiguna 20. febrúar).

Meðal eldri óskarsverðlaunamynda má nefna klassík á borð við One flew over the cuckoos‘ nest, Forrest Gump, Silence of the Lambs, Beautiful Mind, Braveheart og Platoon auk nýlegri mynda eins og Wolf of Wall Street, Dallas Buyers Club og 12 Years a Slave.

Ralph Fiennes í Grand Budapest Hotel

Ralph Fiennes í Grand Budapest Hotel

Nýttu tækifærið – veldu Óskarsflokkinn á forsíðu Leigunnar og sjáðu stórmyndirnar á meðan þær eru heitar! Hér er listi yfir allar myndirnar í flokknum:

Tilnefndar í ár:
The Grand Budapest Hotel – tilnefnd til 9 verðlauna þ.m.t. besta myndin
Whiplash – tilnefnd til 5 verðlauna þ.m.t. besta myndin
Boyhood – tilnefnd til 6 verðlauna þ.m.t. besta myndin
Gone Girl – tilnefnd til 1 verðlauna – Rosamund Pike tilnefnd sem besta aðalleikona
Leviathan – tilnefnd sem besta erlenda myndin
Two days, One night – tilnefnd til 1 verðlauna – Marion Cotillard tilnefnd sem besta aðalleikona

 

Eldri óskarsverðlaunamyndir:

One flew over the cuckoos’ nest
Forrest Gump
Silence of the Lambs
Hurt Locker
Beautiful Mind
Brokeback Mountain
West Side Story
Braveheart
Sideways
Benjamin Button
Midnight Cowboy
Dallars Buyers Club
12 years a Slave
Wolf of Wall Street
Silver Linings Playbook
Rain Man
Precious
Platoon
The Pianist
Moonstruck
Last King of Scotland
Unforgiven
Intouchables
The Artist
Annie Hall

24 tíma tímaflakk

Með EPG hnappnum á fjarstýringunni má flakka allt að 24 klst. aftur í tímann hvenær sem er sólarhringsins. Nú styttist í nýja útgáfu af Vodafone Sjónvarpi.

epg-hnappur

Með EPG-hnappnum er auðvelt að tímaflakka allt að 24 klst. aftur í tímann hvenær sem er sólarhringsins.

Tímaflakk er ein vinsælasta þjónustan í Vodafone Sjónvarpi en með því getur þú horft á dagskrá allra vinsælustu stöðvanna allt að sólarhring aftur í tímann hvenær sem er sólarhringsins. Til eru tvær aðferðir við að flakka til baka í dagskránni, annars vegar með örvahnöppunum á fjarstýringunni og hins vegar með EPG-hnappnum.

EPG hnappurinn kemur t.d. að góðum notum eftir miðnætti eða þegar þú vilt horfa á dagskrárlið frá kvöldinu áður. Þá einfaldlega ýtir þú á „EPG“ og notar svo örvahnappana til að flakka aftur í tímann, velja stöð og dagskrárlið og ýtir svo á spila takkann.

Endurröðun á frelsisefni

Nýlega var gerð breyting á uppröðun í Leigunni. Frelsisefni allra sjónvarpsstöðva er nú raðað eftir þáttaröðum sem auðveldar notendum að finna sinn uppáhaldsþátt. Fremst í frelsisefni hverrar sjónvarpsstöðvar er nú flokkurinn „Nýjast“, sem sýnir nýjustu þættina hverju sinni. Þar á eftir koma þáttaraðirnar í stafrófsröð. Til að fara til baka úr hverjum flokki fyrir sig er „Menu“ hnappurinn notaður.

Styttist í uppfærslu

Eins og áður hefur verið sagt frá hefur Vodafone um nokkuð skeið unnið að nýrri útgáfu af sjónvarpsþjónustunni. Hún er unnin í samstarfi við kanadíska fyrirtækið Espial sem er leiðandi alþjóðlegt fyrirtæki á sviði hugbúnaðar til sjónvarpsdreifingar.

Meðal nýjunga sem munu fylgja útgáfunni er sjónvarpsþjónusta í tölvum og snjalltækjum, uppfært notendaviðmót og ýmsar frekari nýjungar sem kynntar verða á næstunni. Nákvæm dagsetning á útgáfunni liggur ekki fyrir, en prófanir standa nú yfir.

Samhliða þessari vinnu hefur verið unnið í að styrkja innviði sjónvarpsþjónustunnar og auka stöðugleika. Góður árangur hefur þegar náðst í þeim efnum og verður áfram unnið að því að efla þjónustuna í takt við aukna notkun og kröfur notenda.

Það eru spennandi tímar framundan í sjónvarpsþjónustu Vodafone og við hlökkum til að kynna nýtt Vodafone Sjónvarp til leiks á næstunni.

Nýtt viðmót er væntanlegt fyrir Vodafone Sjónvarp.

Nýtt viðmót er væntanlegt fyrir Vodafone Sjónvarp.

Nýsköpun í verki

M2M tæknin nýtt til að tryggja gæði vöru frá sendingu til afhendingar með þróunarverkefni Vodafone og Controlant.

Mig langar að segja ykkur frá skemmtilegu þróunarverkefni sem við hjá Vodafone höfum verið að vinna að. Verkefnið var í vinnslu á einn eða annan hátt frá því í október 2012 og er nú tilbúið á markað.

Upphafið má rekja til þess þegar viðskiptavinur bað okkur um að finna lausn fyrir sig á því að fá aðgengilegar rauntímaupplýsingar um hitastig vöru sinnar meðan hún væri í sendingu. Vörurnar eru sendar bæði innanlands og utan og því varla raunhæfur kostur að byggja upp innviði mæla og móðurstöðva hjá öllum móttakendum sendinganna.

m2m-frett-2

Mælir festur utan á vörubretti fyrir sendingu.

Unnið með íslensku nýsköpunarfyrirtæki
Því leituðum við bæði hér á landi og erlendis eftir aðila sem er hæfur til að búa til slíkan búnað og ákváðum á endanum að starfa með íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Controlant, sem er sprottið upp úr nýsköpun í Háskóla Íslands árið 2007.

Controlant hefur náð umtalsverðum og eftirtektarverðum árangri í hitastigmælingum, sérstaklega á viðkvæmum sviðum eins og á flutningi lyfja þar sem mjög strangar kröfur eru gerðar um gæði og öryggi. Hjá Controlant var því til góður grunnur að þeirri lausn sem þurfti að hanna.

Við fengum svo Icelandair Cargo, HB Granda og Tryggingamiðstöðina til liðs við verkefnið. Starfsmenn HB Granda komu skynjurum fyrir í fiskikössum með ferskfisksendingum HB Granda sem voru svo vaktaðar við flutning til Belgíu með Icelandair Cargo. Eftir að sendingarnar fóru af stað lét kerfið vita ef hitastig fór út fyrir skilgreind vikmörk.

Þegar sendingar skiluðu sér á endastöð varð svo til sjálfvirk skýrsla í kerfinu sem þátttakendur gátu fengið senda. Í skýrslunni voru helstu upplýsingar um ferðalagið og línurit yfir hitamælingar sendingarinnar.

Fullbúin vara, tilbúin fyrir íslenskan markað

Hitamælir ofan í kassanum fylgist með hitastigi fisksins.

Hitamælir ofan í kassanum fylgist með hitastigi fisksins.

Nú er þróunarverkefnið orðið að fullbúinni vöru sem Vodafone býður, eitt fyrirtækja á Íslandi: Rauntímaskynjari þar sem þú getur fylgst með hitastigi og staðsetningu sendingarinnar þinnar. Með honum þarft þú ekki að hafa áhyggjur af því að komast ekki í mæligögnin þín heldur færð aðgang að þeim í rauntíma ásamt aðvörunum ef farið er út fyrir eðlileg mörk. Svo hefur þú val um að geyma þau í skýinu eða hlaða þeim niður hjá þér.

Við verðum með rauntímaskynjarann og aðrar hitamælingalausnir okkar til sýnis á UT messunni í Hörpu 6. og 7. febrúar næstkomandi.

Samhliða samstarfinu við Vodafone á Íslandi hefur Controlant gert samning við Vodafone Global þar sem fjarskiptanet Vodafone á heimsvísu opnast Controlant og þeirra lausnum. Vodafone er leiðtogi í M2M á heimsvísu og þannig gerir samstarfið Controlant kleift að útvíkka starfsemi sína og bjóða þjónustu sína um allan heim.

Viljir þú vita meira um M2M snjalllausnir Vodafone eða hafir þú þarfir sem þarf að leysa þá skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur á m2m@vodafone.is.

4G á Vestfjörðum

4G-þjónustusvæði Vodafone heldur áfram að stækka. Á dögunum voru langdrægir 4G sendar gangsettir á norðanverðum Vestfjörðum. Þar með eru Ísfirðingar og nærsveitungar komnir í hóp þeirra sem hafa kost á háhraða netsambandi yfir farsímakerfin.

Með nýju sendunum getur Vodafone boðið háhraða 4G samband í Ísafjarðarbæ, Hnífsdal og víða í Ísafjarðardjúpi. Langdrægur sendir á Bolafjalli veitir þjónustu við gjöful fiskimið norðvestan af landinu og opnar því möguleikann fyrir sjómenn að tengjast netinu með tryggari hætti en áður hefur verið.

isafjordur-4G

Nýtt 4G þjónustusvæði Vodafone á norðanverðum Vestfjörðum.

Áður hafði Vodafone byggt upp 3G senda víða á vestfjörðum, t.d. við Bæjahlíð, sem veitir öflugt 3G samband víða í Ísafjarðardjúpi. Háhraðaþjónustusvæði Vodafone er nú það langstærsta sem býðst á þessum slóðum.

Nánar má skoða 4G þjónustusvæðið á kortinu okkar. Hér má svo finna yfirlit yfir 4G netbúnað Vodafone, sem hentar vel fyrir heimili, sumarbústaði og þá sem vilja vera í góðu sambandi á ferðinni.

Kaflaskil í íslenskri fjarskiptasögu

Slökkt hefur verið á síðustu hliðrænu sendum RÚV og alfarið skipt yfir í stafrænt dreifikerfi Vodafone. Nýtt kerfi nær til 99,9% íbúa landsins og býður umtalsvert fleiri möguleika á úrvali og í þjónustu.

Kaflaskil urðu í íslenskri fjarskiptasögu þegar slökkt var á síðustu hliðrænu sendum RÚV í fjarskiptamiðstöðinni að Vatnsenda í dag. Þar með urðu útsendingar félagsins alfarið stafrænar um dreifikerfi sem Vodafone á og rekur, og nær til 99,9% íbúa landsins. Innanríkisráðherra, Ólöf Nordal, tók að sér að slökkva á gamla kerfinu sem þjónað hafði landsmönnum dyggilega allt frá upphafi sjónvarpsútsendinga árið 1966.

Ólöf Nordal innanríkisráðherra sá um að slökkva á síðasta hluta hliðræna dreifikerfins frá fjarskiptastöðinni á Vatnsenda. T.h. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri og t.v. Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone.

Ólöf Nordal innanríkisráðherra sá um að slökkva á síðasta hluta hliðræna dreifikerfins frá fjarskiptastöðinni á Vatnsenda. T.h. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri og t.v. Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone.

Stefnt hafði verið að þessum áfanga allt frá því að RÚV og Vodafone gerðu með sér samning um uppbyggingu á stafrænu dreifikerfi þann 1. apríl 2013, í kjölfar útboðs. Slökkvunin nú er sú sjötta í röðinni yfir landið og lokaáfanginn í uppbyggingu hins stafræna kerfis. Auk alls höfuðborgarsvæðisins náði hún einnig til Húnavatnssýslna, hluta Skagafjarðar, Stranda og norðanverðra Vestfjarða.

Stillimynd birtist nú á hliðrænu útsendingu RÚV.

Tilkynning um lokunina birtist nú þar sem áður var hliðræn útsending RÚV.

Ötullega hefur verið unnið að uppbyggingu kerfisins undanfarið eitt og hálft ár og tæknimenn Vodafone gert víðreist um landið. Gömlum sendum hefur verið skipt út, nýjum bætt við og samanstendur kerfið nú alls af um 300 sendum vítt og breytt um landið.

Nýtt kerfi býður upp á stórbætt myndgæði í útsendingum auk þess sem RÚV getur nú sent út til þjóðarinnar allrar á tveimur sjónvarpsrásum, RÚV og RÚV2, en önnur þeirra verður í HD eða háskerpu. Fleiri einkastöðvar eru sendar út um stafræna kerfið og geta því þúsundir heimila í hinum dreifðu byggðum nú í fyrsta sinn haft aðgang að fleiri sjónvarpsstöðum en RÚV. Að auki er fjöldi útvarpsstöðva einnig sendur út um nýja kerfið auk útvarpsrása RÚV.

Öruggara og nútímalegra

Með lokun hliðræna kerfisins kemst Ísland í stóran hóp Evrópuríkja sem þegar hafa aflagt útsendingar með gamla laginu, sem er fagnaðarefni. Nýtt kerfi er ekki einungis öruggara en hið gamla – það nýtir auk þess mun minni orku, er á allan hátt nútímalegra og eftirlit með því auðveldara auk þess sem það býður landsmönnum upp á stórbætt gæði útsendinga og meira úrval.

Nánari upplýsingar um svæði sem slökkt var á í þessum síðasta áfanga og hvernig hægt sé að bregðast við má finna í eldra bloggi.

 

Á Vodafone blogginu birtum við fréttir af ýmsu sem tengist starfsemi, vörum og þjónustu Vodafone. Við leggjum okkur að sjálfsögðu fram um að upplýsingar sem hér birtast séu réttar, en alltaf geta einhverjar villur slæðst með sem við leiðréttum ef þær finnast. Eðli bloggsins vegna má búast við að upplýsingar sem hér birtast geti úrelst með tímanum.
Netspjall / Panta símtal / Fyrirspurn