Hefurðu einhverjar spurningar um þjónustu eða vörur Vodafone? Hér finnur þú svörin við flestum þeim algengustu.

Reikningar

Allt sem tengist reikningum: Inniheimtuferli, reikningstímabil, útskriftargjald, greiðslufrestur og fleira.

 

Í netverslun okkar geturðu á einfaldan hátt leitað eftir tegund, verði eða eiginleikum símtækja og þannig fundið rétta símann sem hentar þér.

Við erum með eitt mesta úrval landsins. Kíktu líka við í verslunum okkar.

Vertu klár í skólann!

Nú styttist í að skólar hefjist og því bjóðum við frábær tilboð á spjaldtölvum og snjallsímum fyrir skólafólk.

skolatilbod-2014-ipadÞað jafnast ekkert á við að hafa réttu græjurnar við höndina við upphaf skólaárs. Öflug og vel tengd spjaldtölva er án efa ofarlega á listum margra námsmanna og þar getum við aldeilis hjálpað, því iPad 4G 16 GB er nú á sérstöku skólatilboði hjá Vodafone.

Við bjóðum þessa frábæru spjaldtölvu á einungis 79.990 kr. og setjum með í pakkann Ozaki tösku og Tanto heyrnartól – almennt verð á þessum pakka er 118.970 kr. Því til viðbótar fá þeir sem eru í Vodafone RED áskrift og kaupa spjaldtölvuna RED Data gagnakort í kaupbæti í sex mánuði án mánaðargjalds! Með RED Data gagnakorti getur þú nýtt gagnamagn Vodafone RED áskriftarinnar einnig fyrir spjaldtölvuna.

Við bjóðum einnig þrjá flotta snjallsíma á skólatilboði:

  • iPhone 4S á kr.59.990, hulstur fylgir með og RED Frelsi að eigin vali í 2 mánuði
  • Samsung Galaxy S4 Mini á kr.49.990, hulstur fylgir með og RED Frelsi að eigin vali í 2 mánuði
  • Samsung Galaxy S5 á kr.109.990, hulstur fylgir með og RED Frelsi að eigin vali í 2 mánuði

Þessu til viðbótar má nefna að þessa dagana fylgja hulstur frá Addual, Unit eða Xdoria að andvirði 2.990 kr. með öllum keyptum iPhone símum án endurgjalds.

Nú er rétti tíminn til að græja sig upp – líttu við í næstu verslun Vodafone og vertu klár fyrir skólann í vetur!

Vodafone sendir út BBC World Service

Útsendingar BBC World Service hefjast að nýju á Íslandi í dag og mun það án efa gleðja fjölmarga dygga hlustendur þessarar frábæru útvarpsstöðvar.

BBC-World-ServiceÚtsendingar BBC World Service hefjast að nýju á Íslandi í dag, miðvikudaginn 13. ágúst. Vodafone á Íslandi hefur gert samning við breska ríkisútvarpið um að hið fyrrnefnda sjái um dreifingu BBC World Service á höfuðborgarsvæðinu og um sjónvarpsdreifikerfi Vodafone yfir ljósleiðara, ljósnet og ADSL um land allt.

Fréttastöðin er send út á FM-tíðninni 103,5, sem þegar er komin í loftið. Auk þess er stöðin aðgengileg á rás 319 í sjónvarpsdreifikerfi Vodafone um ljósleiðara, ljósnet og ADSL.

BBC World Service er landsmönnum vel kunn en umfjöllun fréttastöðvarinnar um hin margvíslegu málefni og fréttir líðandi stundar hefur verið aðgengileg hér á landi með hléum allt frá 1993. Síðast var rásin send út á tíðninni FM 94,3 en 365 miðlar hættu þeim útsendingum fyrr í sumar sem vakti mikil viðbrögð dyggra hlustenda.

Það er okkur mikil ánægja að hefja þessar útsendingar að nýju og auka þar með fjölbreytni í úrvali fjölmiðla hér á landi.

Óeðlilegar símhringingar á næturnar stöðvaðar

Margir símnotendur á Íslandi hafa síðustu mánuði lent í að fá undarlegar símhringingar um miðjar nætur. Nú er hægt að slökkva tímabundið á slíkum hringingum til að losna við ónæðið.

simarEins og við sögðum frá í bloggi síðastliðið vor bera símotendur á Íslandi ekki kostnað af þessum símhringingum en eins og gefur að skilja eru þær afar hvimleiðar. Þar sem hringingarnar koma frá mörgum löndum og mörgum númerum er ekki einfalt að loka alfarið á þær.

Vodafone hefur hins vegar búið til lausn sem gæti gagnast þeim sem fá reglulega óeðlilegar hringingar frá útlöndum. Hún felst í að stöðva allar hringingar í heimasíma eða farsíma sem koma frá útlöndum, annað hvort að næturlagi eða allan sólarhringinn.

Nánar um þjónustuna:

  • Stöðvar allar hringingar í númerið sem koma frá útlöndum á milli kl. 23:00 og 08:00 en hefur engin áhrif yfir daginn
  • Einnig hægt að fá lokun fyrir allan sólarhringinn
  • Hefur engin áhrif á innanlandssamtöl
  • Þjónustan aftengist sjálfkrafa eftir tvær vikur, hefjist óeðlilegar hringingar þá aftur er hægt að virkja þjónustuna á nýjan leik

Ef þú vilt fá slíka lokun á símann þinn getur þú haft samband við þjónustuver Vodafone í síma 1414, með netspjallinu eða með því að senda beiðni á vodafone@vodafone.is. Þjónustan kostar ekkert og hægt er að afpanta hana hvenær sem er með því að hafa samband við þjónustuver.

Nokia Lumia 930 er kominn í toppbaráttuna

Nýjasta flaggskip Nokia er stórglæsilegt og stimplar sig með látum í baráttu hinna bestu.

Nokia-Lumia-930

Margir segja að með útgáfu Lumia 930 geri Nokia tilkall til að leika sér með „stóru krökkunum“ á snjallsímamarkaðnum. Hér hefur alls staðar verið vandað til verka og má sérstaklega nefna hið nýja Windows 8.1 stýrikerfi, sem hefur í fullu tré við það besta sem Android og iOS hefur upp á að bjóða í flaggskipum sínum að mati gagnrýnenda.

Í fremstu röð
Nokia Lumia 930 skráir sig til leiks með Quad-core 2.2 GHz Krait 400 örgjörva og Qualcomm MSM8974 Snapdragon 800 kubbasetti sem setur snjallsímann á sömu hillu og stærstu símana frá öðrum framleiðendum. Nokia sá enga ástæðu til að gefa út 16 GB útgáfu, svo allir Lumia 930 eru með 32 GB minni. Skjárinn er fimm tommur, 1080 x 1920 pixla, full HD og skilar bjartri og skýrri mynd.

Nokia snjallsímar hafa löngum státað af frábærum myndavélum og Lumia 930 er engin undantekning frá því. Myndavélin er 20 MP, 4992 х 3744 pixla sem skilar skýrri mynd í öllum aðstæðum. Viðmótið hentar vel bæði þeim sem vilja geta tekið myndir hratt og örugglega, en það leikur líka við þá sem vilja eiga við stillingar og nostra við myndatökuna.Nokia-Lumia-930-2

Ekki er nóg með það, því vídeó- og hljóðupptaka er einnig fyrsta flokks. Ef þig langar að búa til myndskeið sem sóma sér vel á YouTube, á sjónvarpsskjánum eða í fullum gæðum á tölvunni er Lumia 930 frábær kostur.

Léttur leikur með Windows 8.1
Nokia Lumia 930 er með hið glænýja Windows 8.1 stýrikerfi, sem gerir þér kleift að samræma ýmsar aðgerðir við tölvur með sama stýrikerfi. Lítið dæmi um það er að ef þú ert að skoða vefsíðu í símanum en vilt svo sjá hana á stærri skjá getur þú einfaldlega lagt símann frá þér, farið í tölvuna og haldið þar áfram að skoða síðuna þar sem frá var horfið.

Viltu toppsíma á frábæru verði? Hér getur þú skoðað nánari upplýsingar um Nokia Lumia 930 og svo er bara um að gera að líta við í næstu verslun Vodafone og sjá þennan glæsilega Nokia síma með eigin augum!

Öflugt 4G samband og stemmning á Þjóðhátíð!

Það verður blússandi 4G samband á Þjóðhátíð – og skemmtileg Vodafone stemmning þar sem meðal annars verður hægt að vinna miða á Justin Timberlake!

Staerst_4G_490x490-03-03Á dögunum gangsetti Vodafone fyrstu 4G senda félagsins í Vestmannaeyjum. Þar með bættust Eyjar við ört stækkandi 4G kerfi Vodafone um land allt. Tímabundnum 2G og 3G sendum hefur einnig verið bætt við á svæðinu, til að tryggja viðskiptavinum sem best net- og símasamband yfir Þjóðhátíð. Það ætti því enginn að þurfa að vera í slæmu netsambandi í Herjólfsdal.

4G sendar Vodafone í Vestmannaeyjum eru tveir. Varanlegur sendir hefur verið settur upp í Hánni. Færanlegur 4G sendir verður einnig í Herjólfsdal yfir Þjóðhátíð og tryggir gestum háhraðasamband í dalnum. Auk þessa verða einnig tímabundnir viðbótar-sendar fyrir bæði 2G og 3G í Eyjum yfir helgina, m.a. á sviðinu í Herjólfsdal, til að mæta álagi ef þörf krefur.

4G kerfi Vodafone er í örum vexti þessa dagana. Auk Vestmannaeyja nú er kerfi félagsins einnig orðið aðgengilegt á á Siglufirði, í Eyjafirði og Skagafirði, á Egilsstöðum, Húsavík, í helstu sumarhúsabyggðum á Suðurlandi og í Borgarfirði, auk höfuðborgarsvæðisins. Það ætti því að vera auðsótt mál að vera í háhraðasambandi í sumarfríinu.

Þjóðhátíðaraugnablik

Skemmtilegur leikur á laugardeginum og hápunkturinn með Quarashi

Vodafone verður í miklu stuði á Þjóðhátíð. Í samstarfi við Þjóðhátíðarnefnd bjóðum við upp á laugardagsferð á hátíðina í fyrsta sinn í sögu hennar. Á laugardeginum verður mikil stemmning víða um Vestmannaeyjabæ því Vodafone mun þar gefa þónokkra miða á Justin Timberlake tónleikana, sem fram fara þann 24.ágúst næstkomandi. Miðarnir verða vandlega faldir í ísklumpum víða um Heimaey og vísbendingarnar verða í formi Vodafone-merktra gasblaðra. Það er því vert að fylgjast vel með í Eyjum á laugardeginum því ef þú sérð blöðru þá gæti leynst þar ísklumpur!

Dagskráin um kvöldið verður síðan ekki af verri endanum en Quarashi verður aðalbandið á eftir flugeldasýningunni kl.24:00. Quarashi á í samstarfi við Vodafone og hljómar nýjasta lagið þeirra, Rock-on, í nýjustu auglýsingu Vodafone fyrir RED Frelsi.

Bein útsending frá brekkusöngnum í sjónvarpi

Vodafone slær botninn í hátíðahöldin með því að bjóða upp á beina útsendingu frá brekkusöngnum í Herjólfsdal á sunnudagskvöldinu. Verður það í fyrsta sinn sem sýnt er beint frá brekkusöngnum í sjónvarpi. Útsendingin er í samstarfi við sjónvarpsstöðina Bravó og send út á rásum 22 og 522 (í háskerpu) á sjónvarpi yfir ADSL, ljósnet og ljósleiðara og á rás 42 í sjónvarpi yfir loftnet (Digital Ísland).

Fylgist vel með okkur á Facebook og góða skemmtun um verslunarmannahelgina!

Hér má skoða 4G þjónustusvæði Vodafone. Til að nýta 4G til fullnustu bjóðum við 4G netbúnað sem hentar við allar aðstæður.

ROCK ON!!

Fallið mastur í Öxarfirði orsök truflana

Í ljósi umfjöllunar um dreifingu FM-útsendinga Rásar I og Rásar II á Kópaskeri vill Vodafone koma eftirfarandi á framfæri.

Útvarpssendar RÚV í Öxarfirði hafa í nokkra mánuði verið tengdir varasambandi eftir að mastur á Viðarfjalli féll um síðustu áramót. Umrætt mastur þjónaði útvarpssendingum til útvarpsendurvarpa í Öxarfirði. Þetta varasamband bilaði fyrir tveim vikum og hefur truflana gætt á útsendingum í kjölfarið. Þetta hefur nú verið lagfært.

Tæknimenn Vodafone hafa síðustu vikur unnið að bættu fyrirkomulagi útvarpssendinga RÚV á þessu svæði. Ætti það að bæta upplifun allra útvarpshlustenda RÚV í Öxarfirði til framtíðar. Þessa dagana er m.a. unnið að því að reisa nýtt mastur á Viðarfjalli í stað þess sem féll í vetur.

Frá því Vodafone tók við rekstri dreifikerfa RÚV þann 1. apríl 2013 hefur kapp verið lagt á að yfirfara eldri senda og endurnýja þar sem við á. Markmiðið er ávallt að tryggja landsmönnum greiðan aðgang að útsendingum útvarps allra landsmanna, á öllum tímum.

Vodafone ekki enn fengið formlega kröfu

Með tilvísun til frétta af mögulegri málssókn á hendur Vodafone, vill Vodafone koma eftirfarandi á framfæri:

Vodafone hefur ekki ennþá fengið formlega kröfu frá Málsóknarfélaginu og getur því ekki tjáð sig um tilvist hinnar meintu kröfu eða efni hennar. Þegar og ef slík krafa kemur fram um bætur vegna miska mun félagið taka afstöðu til þess þegar og ef þar að kemur.

Rétt er að ítreka að ráðist var á félagið, þótt varnir hafi ekki haldið voru þær til staðar. Þetta er því miður áhætta sem fyrirtæki á Íslandi þurfa að búa við og árásin án efa opnað augu margra annarra fyrirtækja fyrir þessari ógn sem stöðugt er að aukast. Vodafone brást við með því að draga lærdóm af árásinni, yfirfæra alla innviði og styrkja starfsemina á öllum sviðum og hyggjumst vera í fararbroddi í öryggismálum á næstu árum eins og vonandi önnur íslensk fyrirtæki, sbr. fréttatilkynningu um netöryggisvottun fyrirtækisins sem send var fjölmiðlum fyrr í vikunni.

Nánari upplýsingar veita Advel lögmenn (s: 692 0757)

Mikilvægum áfanga náð

Mikilvægur áfangi náðist í vikunni þegar The British Standard Institution staðfesti að Vodafone á Íslandi uppfyllti kröfur alþjóðlega upplýsingaöryggisstaðalsins ISO 27001.

ISO-vottun-brefMeð vottun BSI hefur viðurkenndur og óháður aðili með formlegum hætti gefið út, að starfsfólk Vodafone vinni eftir skýru verklagi og fyrirfram skilgreindum ferlum í upplýsingaöryggismálum. Vottunin er sú víðtækasta sem íslenskt fjarskiptafyrirtæki hefur fengið og er mikilvæg staðfesting á áherslu Vodafone á öryggismál.

ISO-vottun krefst ítarlegs undirbúnings og naflaskoðunar. Allir innviðir fyrirtækisins voru yfirfarnir í aðdraganda hennar, öryggisferlar endurskoðaðir, vinnulag við meðferð gagna skýrt og fræðsla í upplýsingaöryggismálum efld stórlega, svo fátt eitt sé nefnt. Mikilvægust er þó líklega sú aukna meðvitund og þekking sem orðið hefur til innan fyrirtækisins meðal stjórnenda og starfsmanna á sviði öryggismála.

Rétt meðhöndlun og öryggi gagna er afar mikilvægt og í því samhengi eru fagleg vinnubrögð og gott skipulag lykilatriði. ISO-vottunin er mikilvægt verkfæri í framkvæmd þeirrar vinnu, en hún tryggir jákvætt aðhald og stöðugar umbætur í upplýsingaöryggismálum. Fyrirtækið mun undirgangast endurúttekt á hverju ári þar sem sannreynt verður hverju sinni að unnið er eftir ströngum kröfum.

Hjá Vodafone höfum við einsett okkur að vera í fararbroddi á sviði öryggismála hér á landi til framtíðar. Við munum þannig halda vinnunni á þessu sviði áfram af krafti og efla meðal annars enn frekar samstarfið við Vodafone Global á sviði net- og upplýsingaöryggismála. Það er mikill styrkur fyrir okkur og viðskiptavini okkar að eiga nánu samstarfi við eitt stærsta fjarskiptafyrirtæki í heimi og hafa þannig aðgang að nýjustu reynslu, greiningum og kenningum á sviði öryggismála. Við hjá Vodafone hlökkum til að vinna áfram að þessum áherslum á næstu árum til hagsbóta fyrir viðskiptavini.

Árni H. Kristinsson, fyrir hönd BSI, afhendir formlega staðfestingu á ISO-vottun félagsins.

Árni H. Kristinsson, fyrir hönd BSI, afhendir formlega staðfestingu á ISO-vottun félagsins.

Á Vodafone blogginu birtum við fréttir af ýmsu sem tengist starfsemi, vörum og þjónustu Vodafone. Við leggjum okkur að sjálfsögðu fram um að upplýsingar sem hér birtast séu réttar, en alltaf geta einhverjar villur slæðst með sem við leiðréttum ef þær finnast. Eðli bloggsins vegna má búast við að upplýsingar sem hér birtast geti úrelst með tímanum.

Copyright © Vodafone    Skútuvogi 2    104 Reykjavík    Sími 599 9000    Fax 599 9001    Þjónustuver sími 1414    Hafðu samband    Skilmálar þjónustu

Netspjall / Panta símtal / Fyrirspurn