Hefurðu einhverjar spurningar um þjónustu eða vörur Vodafone? Hér finnur þú svörin við flestum þeim algengustu.

Reikningar

Allt sem tengist reikningum: Inniheimtuferli, reikningstímabil, útskriftargjald, greiðslufrestur og fleira.

 

Í netverslun okkar geturðu á einfaldan hátt leitað eftir tegund, verði eða eiginleikum símtækja og þannig fundið rétta símann sem hentar þér.

Við erum með eitt mesta úrval landsins. Kíktu líka við í verslunum okkar.

Enn meira 4G og 3G

Herjólfur, Kjölur, Kerlingarfjöll og Ísafjarðardjúp fá enn betra samband við þjónustusvæði Vodafone.

Lítið lát hefur verið á stækkun háhraðaþjónustusvæðis Vodafone það sem af er ári. Fjöldi nýrra, langdrægra 3G og 4G senda hefur verið gangsettur og tæknimenn ekki slegið slöku við, vítt og breitt um land allt.

Í háhraða 4G sambandi í Herjólfi
Nýr langdrægur 4G háhraðasendir var á dögunum gangsettur á Klifinu í Vestmannaeyjum. Er hann kærkomin viðbót við fyrri 4G sendi Vodafone sem gangsettur var á Hánni síðastliðið sumar. Með nýja sendinum kemst hafsvæðið á milli lands og Eyja í háhraða netsamband, þ.á.m. siglingaleið Herjólfs. Nú er því hægt að vafra um á netinu, um borð á milli Landeyjarhafnar og Eyja, og það á blússandi ferð. Ekki er nóg með það, því 4G sambandið ætti einnig að teygja sig við góð skilyrði nokkuð langt upp á fasta landið.

4G samband við Vestmannaeyjar fyrir og eftir gangsetningu nýja sendisins. Eins og sjá má hefur þjónustusvæðið stækkað verulega.

4G samband Vodafone við Vestmannaeyjar fyrir og eftir gangsetningu nýja sendisins. Eins og sjá má hefur þjónustusvæðið stækkað verulega.

Flutningshraði 4G tengingar er sem kunnugt er umtalsvert meiri en 3G og jafnast á við góða heimanettengingu. Með slíkri tengingu má sem dæmi með auðveldum hætti fylgjast með sjónvarpsútsendingum á spjaldtölvum eða í snjallsímanum, fylgjast með fréttum eða streyma tónlist og myndefni greiðlega. Allt sem þarf er 4G sími eða netbúnaður sem getur tengt eitt eða fleiri tæki við 4G netið.

Þessu til viðbótar má einnig nefna að nýr 3G sendir bættist við í Vestmannaeyjum á dögunum. Er sá einnig staðsettur á Klifinu og styrkir samband jafnt til sjós og lands verulega.

Ísafjarðardjúp fær 3G

4G uppbygging Vodafone hefur ekki einungis verið hröð á árinu – vöxtur 3G þjónustusvæðis félagsins er einnig á öruggri siglingu og hvergi nærri hættur. Netsamband hefur verið stórbætt í Ísafjarðardjúpi, þar sem nýr 3G sendir var nýverið gangsettur við Bæjahlíð, innst í Djúpinu. Þekur 3G svæði Vodafone nú norðanverða Vestfirði langt um betur en áður þekktist.

Í stórum hluta Ísafjarðardjúps má nú fá 3G samband. Hér sést 3G sambandið fyrir og eftir uppsetningu nýjasta sendis Vodafone.

Í stórum hluta Ísafjarðardjúps má nú fá 3G samband. Hér sést dreifikerfið fyrir og eftir uppsetningu nýjasta sendisins.

Hveravellir, Kjölur og Kerlingarfjöll á 3G

3G samband á Hveravöllum og nágrenni.

3G samband á Hveravöllum og nágrenni.

Tveir 3G sendar voru einnig ræstir á hálendinu á dögunum.Þar með komust hin sögufrægu Kerlingarfjöll og Hveravellir á Kili í gott 3G samband. Það er því ekki ástæða til að örvænta um að verða sambandslaus, hvort sem ekið er, gengið eða skíðað á þessum slóðum.

Hröð uppbygging um land allt
Háhraðaþjónustukerfi Vodafone nær nú til mikils meirihluta landsmanna. Tugir nýrra og langdrægra 4G senda hafa m.a. verið teknir í notkun á undanförnum misserum víðs vegar um landið og nær sú þjónusta nú til ríflega 70% landsmanna. Hér má skoða gagnvirkt kort af farsímaþjónustusvæði Vodafone.

Við fögnum þessum góðu viðbótum nú og erum stolt af kerfinu okkar.

 

Varasamar hringingar frá útlöndum

Af gefnu tilefni minnum við viðskiptavini á að gefa aldrei upp lykilorð símleiðis. Vodafone mun aldrei hafa samband við viðskiptavini til að óska eftir slíkum upplýsingum.

Borist hafa ábendingar um að erlendur aðili hringi í íslenska heimasíma og kynni sig sem starfsmann fjarskiptafyrirtækis. Í kjölfarið er falast eftir upplýsingum um netbeini heimilisins ásamt notendanafni og lykilorði.

Það er full ástæða til að vara við þessum símtölum – þau eru ekki á okkar vegum.

Við minnum viðskiptavini sem og aðra góðfúslega á að gefa aldrei upp lykilorð símleiðis.

Skjót og einföld frelsisáfylling

Það eru fjölmargar leiðir í boði til að fylla á frelsið. Þær einföldustu eru án efa hraðáfylling og sjálfvirk áfylling.

frelsisafyllingar

Sjálfvirk áfylling

Viltu fá áfyllinguna reglulega inn á númerið án þess að þurfa að hugsa sérstaklega um það? Þá er sjálfvirk áfylling lausnin. Með henni er ákveðin upphæð lögð inn á númerið með reglulegu millibili, t.d. vikulega eða mánaðarlega.

Sjálfvirk áfylling hentar sérstaklega vel ef þú vilt vera viss um að vera alltaf með virkan frelsispakka á borð við RED Frelsi. Þá lætur þú einfaldlega sjálfvirka áfyllingu á pakkann á 30 daga fresti. Eftir það ertu alltaf með RED Frelsi á númerinu þínu án þess að þurfa að muna að fylla á!

Hafðu samband við þjónustuver Vodafone í síma 1414 til að skrá debet- eða kreditkortanúmer og tilgreina hvers konar sjálfvirka áfyllingu þú vilt á frelsisnúmerið.

Hraðáfylling

Viltu geta fyllt á frelsið á örfáum sekúndum? Þá er hraðáfylling frábær kostur. Hún virkar þannig að þú slærð inn einfaldan kóða, ýtir á hringja-hnappinn og áfyllingin er afgreidd. Best er að vista áfyllingarkóðann sem þú notar oftast í tengiliðaskrá símans og þá tekur áfyllingin örskotsstund.

Hraðáfyllinguna má nýta bæði til að fylla á eigið frelsisnúmer og frelsisnúmer annarra. Hér getur þú séð hraðáfyllingarkóðana - hafðu samband við þjónustuver okkar í síma 1414 til að skrá kortanúmerið og þá ertu tilbúin/n!

 

iPhone 6 kemur 31. október!

Þá er það orðið ljóst – 31. október verður iPhone 6 dagurinn á Íslandi! Forpöntun er í fullum gangi.

iphone6-6plusLoksins loksins – Apple hefur tilkynnt að formlegur útgáfudagur iPhone 6 og iPhone 6 Plus á Íslandi verði föstudagurinn 31. október.

Eftirvæntingin hefur verið mikil eftir komu iPhone 6 til landsins, enda hefur síminn notið gríðarlegra vinsælda á þeim mörkuðum sem þegar hafa hafið sölu á símanum. Hér heima skráðu fjölmargir sig fyrir síma í forskráningu Vodafone. Haft verður samband við þá fyrir útgáfudag til að tryggja að þeir fái sinn síma strax þann 31. október.

Enn er hægt að forpanta og þannig tryggja að þú fáir símann á útgáfudeginum! Fara á forpöntunarsíðu.

Enn er endanlegt verð á iPhone 6 og iPhone 6 Plus hjá Vodafone ekki orðið ljóst, en það verður tilkynnt fljótlega.

Snjallúrið MOTO 360 komið í hús

Við hjá Vodafone vorum að taka umbúðirnar utan af snjallúrinu MOTO 360 frá Motorola sem kemur einstaklega vel út við fyrstu prófanir. Skoðaðu hjá okkur í Kringlunni!

Moto360-hendi-featured

Moto 360 kom fyrst á markað í Bandaríkjunum í byrjun september og skellti sér samstundis framarlega í röðina í hörðum slag á snjallúramarkaðnum. Moto 360 er einkar glæsilegt og hefur fengið góða dóma í þekktum tæknimiðlum á borð við Engadget og TechRadar. Það er einkum útlitið sem vekur athygli, ekki síður en kraftmikið innihaldið.

Snjallúrið sjálft er lítið, létt og nett, með hringlaga skífu, ólíkt mörgum öðrum slíkum snjallúrum á markaðnum. Það prýðir líka leðuról en ekki gúmmíarmband eins og mörg önnur snjallúr á markaðnum og fer því einkar vel á hendi. MOTO 360 er lauflétt, vegur aðeins 49 grömm, en hefðbundin þyngd snjallúra er frá 59 grömmum og upp úr. Skífan er líka nett eða aðeins fjórir sentimetrar í þvermál og rétt rúmlega einn á þykkt.

Moto-360

Skynjar birtu og hjálpar þér að rata
MOTO 360 gengur á Android-stýrikerfinu frá Google og virkar því vel með helstu Android símum. Eins og með annað tengt Android-stýrikerfinu er auðvelt að nálgast helstu forrit fyrir úrið í Google Play Store. Þar koma eigendur MOTO 360 ekki að tómum kofunum en nú þegar er úr 55 smáforritum að velja fyrir úrið, sem er langtum meira en hægt er að finna fyrir önnur úr.

Þeir sem eiga MOTO 360 ættu ekki að eiga á hættu að týnast, því eitt forritanna sem hægt er að setja inn í úrið er Google Maps, sem er sjaldséð í snjallúrum. Á meðal annarra möguleika úrsins er að nýta það við útivist, til að fylgjast með hjartslætti og öðru sem tengist hreyfingu eða daglegu amstri. Þá er ótalinn birtuskynjari (e. Ambient Light Sensor) í úrinu og baklýsing sem stillir lýsinguna á skífunni eftir því hversu bjart eða dökkt er í kringum notandann og auðveldar honum til muna að nota það og lesa á skjáinn, s.s. tölvupóst og annað.

Mættu og mátaðu!

Úrið kemur með 1 GHz-örgjörva og 512 MB vinnsluminni. Hægt er að hlaða það ýmis konar aukabúnaði og má segja að sannist hér að margur er klár þótt hann sé smár en geymsluminnið í símanum er 4 GB. Úrið kostar 59.990 kr. hjá Vodafone.

En sjón er sögu ríkari – vegna þess hversu fá úr bárust til landsins í fyrstu sendingu verður Moto 360 einungis til sýnis í verslun okkar í Kringlunni fyrst um sinn. Lítið við og skoðið hvað þetta magnaða snjallúr hefur fram að færa!

Landsbankinn semur við Vodafone

Landsbankinn og Vodafone hafa gert með sér nýjan samning um fjarskiptaþjónustu. Á næstu vikum munu starfsmenn Landsbankans skipta yfir í Vodafone RED PRO áskriftarleiðina, sem inniheldur öfluga fjarskipta- og gagnaflutningsþjónustu.

RED-ProLandsbankinn og Vodafone hafa gert með sér nýjan samning um fjarskiptaþjónustu. Á næstu vikum munu starfsmenn Landsbankans skipta yfir í Vodafone RED PRO áskriftarleiðina, sem inniheldur öfluga fjarskipta- og gagnaflutningsþjónustu.

Landsbankinn er eitt af stærstu fyrirtækjum landsins og meðal stærstu viðskiptavina Vodafone. Hjá bankanum starfa um 1.150 manns um land allt og því mikilvægt að fjarskipti séu bæði örugg og hröð. Með Vodafone RED einfaldast yfirsýn notenda yfir fjarskiptareikninga sína til muna en í RED þjónustuleiðunum felst m.a. ótakmarkaðaður mínútu- og sms-fjöldi. Áskrifendum býðst ennfremur að einfalda fjarskipti allrar fjölskyldunnar með RED Family.

Samningurinn er til þriggja ára og hefur þegar tekið gildi.

Ragnhildur Geirsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Landsbankans:
„Traust fjarskiptaþjónusta er Landsbankanum mjög mikilvæg. Það er þess vegna ánægjulegt að nýr samningur Landsbankans og Vodafone sé í höfn. Samstarf fyrirtækjanna hefur verið gott og gleðiefni að framhald verði á.“

Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Vodafone:
„Það er okkur mikið ánægjuefni að Landsbankinn kjósi að halda áfram að skipta við Vodafone. Bankinn er einn stærsti og öflugasti vinnustaður landsins og mikilvægur viðskiptavinur fyrirtækisins. Vodafone RED áskriftarleiðirnar stuðla að áhyggjulausri farsímanotkun áskrifenda auk þess sem fjölskyldur þeirra geta einnig notið ávinnings af. Við hlökkum til að kynna þessa nýjung fyrir starfsfólki bankans .“

Landsbankinn-vodafone

Frá undirskrift samningsins: Frá vinstri: Hafrún Anna Sigurbjörnsdóttir, Guðni B Guðnason, Björn Víglundsson, Ragnhildur Geirsdóttir og Ingi Örn Geirsson.

 

Páll Ásgrímsson ráðinn aðallögfræðingur Vodafone

Páll Ásgrímsson, héraðsdómslögmaður, hefur verið ráðinn aðallögfræðingur Vodafone. Hann mun hefja störf hjá fyrirtækinu á næstu vikum.

Pall_AsgrimssonPáll er reynslumikill lögmaður á sviði félagaréttar, auk þess að hafa sérhæft sig á sviði fjarskipta- upplýsingatækni- og samkeppnisréttar. Páll hefur frá árinu 2011 verið einn af eigendum lögfræðistofunnar Juris, en áður starfaði hann um langt árabil sem forstöðumaður og síðar framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Símans og síðar Skipta. Hann var lögfræðingur EFTA skrifstofunnar og Eftirlitsstofnunar EFTA á árunum 1995 til 1999 og yfirlögfræðingur Samkeppnisstofnunar frá 1994 til 1995. Hann hefur setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja, t.d. Símans hf., Mílu ehf., FARICE hf. og Skjásins ehf.

Páll mun heyra beint undir forstjóra Vodafone og hafa yfirumsjón með öllum lögfræðilegum málefnum félagsins. Hann mun hefja störf hjá fyrirtækinu á næstu vikum.

Stefán Sigurðsson, forstjóri:
„Það er mikill fengur í Páli Ásgrímssyni fyrir Vodafone. Hann býr yfir mikilli þekkingu og reynslu sem mun nýtast okkur vel í rekstri og uppbyggingu fyrirtækisins á næstu árum.“

Ekki láta farsímaþjóf stela fjölskyldumyndunum

Það er ekkert grín að tapa farsímanum sínum, enda felst tapið ekki einungis í símtækinu heldur líka í gögnunum. En til er fjöldi appa sem hjálpa þér við að tryggja öryggi gagnanna ef eitthvað kemur upp á.

Stolen-phoneÞað getur verið afar súrt að tapa farsímanum sínum en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ræddi farsímaþjófnað á Facebook-síðu sinni á dögunum þar sem kom m.a. fram að hátt í 20 farsímum hafi verið stolið á skemmtistöðum bæjarins á einni helgi. En tapið liggur ekki einungis í dýrum símum sem glatast heldur ekki síður í gögnunum sem þeir geyma.

Með einföldum fyrirbyggjandi aðgerðum má hins vegar hindra að dýrmæt gögn, eins og myndir, símanúmer og skjöl, komist í rangar hendur og jafnvel tapist fyrir fullt og allt.

Læstu símanum
Mikilvægt er að setja talnalás á farsíma, þ.e. talnarunu sem slegin er inn í hvert sinn sem síminn er notaður. Talnarunan þarf að vera nógu auðveld svo notandi geti munað hana, en nógu flókin til að óprúttinn aðili nái ekki að giska á hana. Hægt er að virkja lásinn í nær öllum símum undir valmöguleikanum Stillingar eða Settings.

Nánari leiðbeiningar um uppsetningu öruggra lykilorða má t.d. finna hér fyrir Windows Phone 8, iOS í iPhone og Android frá Google.

protect_appForrit til að finna týnda síma
Þótt síma sé stolið eða hann týnist er hægt að beita ýmsum ráðum til að hafa upp á honum.

Fyrir Android mælum við t.d. með Vodafone Protect-appinu, sem býðst öllum viðskiptavinum Vodafone með farsíma í áskrift. Appið hjálpar þér að finna símann ef hann týnist, læsa honum og eyða öllum gögnum af honum ef þörf krefur. Líka er hægt að nota það til að fá vírusvörn í símann.

Fleiri leiðir eru einnig færar til að finna týnda síma. Með Find My iPhone geta eigendur iPhone-síma bæði fundið tapaða síma og eytt úr þeim gögnum svo óprúttnir geti ekki nálgast þau. Eigendur Android-síma geta nálgast gögn sín eða hluta þeirra í gegnum Android Device Manager á vef Google. Geta þeir notað forritið til að finna símann og fjarstýra honum auk þess að læsa honum í gegnum netið og eyða gögnum. Þeir sem eiga síma sem keyra á Windows-stýrikerfinu geta farið svipaða leið í gegnum My Phone-hluta Windowsphone.com.

contacts_appSímanúmerin
Það er liðin tíð að fólk muni símanúmer vina og vandamanna heldur vistar það þau orðið jafnóðum í farsímana. Vodafone Contacts–appið er í boði fyrir alla viðskiptavini Vodafone með farsíma í áskrift. Með appinu, sem er í boði fyrir Android og iOS, heldur þú utan um alla tengiliði í símanum, tekur öryggisafrit, getur flutt tengiliðina á einfaldan hátt milli síma og margt fleira.

Myndir og mikilvæg gögn
Flestir nota orðið farsímana sína eins og myndavélar og eiga þar vænt myndasafn. Það er því líkast stórslysi þegar símanum er stolið eða hann týnist og öll gögnin hverfa með honum.

cloud_appLítið mál er að koma í veg fyrir slíkt með því að vista myndir og önnur gögn með miðlægum hætti, t.d. í Vodafone Cloud–appinu, sem er til fyrir bæði Android og iOS (Windows Phone er á leiðinni). Vodafone Cloud gefur þér aðgang að gagnageymslu þar sem hægt er að vista sjálfvirkt öryggisafrit af mikilvægum gögnum af símanum. Appið fylgir öllum farsímaáskriftum Vodafone og er geymsluplássið mismunandi mikið eftir áskriftarleiðum.

Gögnin sem vistuð eru með Vodafone Cloud má síðan nálgast á spjaldtölvunni eða í tölvunni, auk þess sem setja má upp sérstakt forrit í tölvuna (bæði Windows og Mac) til að halda utan um gögnin.

Viltu vita meira? Hér er ítarlegri umfjöllun um Vodafone öppin, sem öll eru hönnuð af Vodafone samsteypunni og notuð um allan heim. Hér má svo lesa meira um Vodafone RED og RED Frelsi.

Á Vodafone blogginu birtum við fréttir af ýmsu sem tengist starfsemi, vörum og þjónustu Vodafone. Við leggjum okkur að sjálfsögðu fram um að upplýsingar sem hér birtast séu réttar, en alltaf geta einhverjar villur slæðst með sem við leiðréttum ef þær finnast. Eðli bloggsins vegna má búast við að upplýsingar sem hér birtast geti úrelst með tímanum.
Netspjall / Panta símtal / Fyrirspurn